Siggi hakkari dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2014 17:07 Vísir/GVA Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. Hann var dæmdur í fangelsi í átta mánuði og gert að greiða drengnum 500.000 krónur í miskabætur. Héraðsdómur hafði áður dæmt drengnum 800.000 krónur í bætur. Jafnframt skal hann greiða allan áfrýjunarkostnað málsins. Um er að ræða tvö skipti þar sem Sigurður blekkti drenginn til annarra kynferðismaka en samræðis, en sannað þótti að maðurinn hafi talið drengnum trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir og sjá til þess að hann myndi ekki missa ökuréttindi sín, þrátt fyrir ölvunarakstur ef drengurinn hefði við hann kynferðismök. Þá var talið sannað að maðurinn hefði fulla vitneskju um aldur drengsins. „Ákærði taldi A trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir, opna bankareikning í erlendum banka í nafni A og leggja fjármuni inn á þann reikning, gefa honum bifreið og sjá til þess að brotaþoli myndi ekki missa ökuréttindi sín þrátt fyrir ölvunarakstur, ef A hefði við hann kynferðismök. Með því að beita framangreindum blekkingum, fékk ákærði A til að fróa sér í tvígang og hafa við sig munnmök í eitt skipti auk þess sem ákærði hafði einu sinni munnmök við A,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Ríkissaksóknari skaut málinu til hæstaréttar og krafðist þess að refsing Sigurðar yrði þyngd. Hæstiréttur breytti ekki dómi um refsingu, en lækkaði miskabæturnar um 300.000 krónur. „Engin gögn eru í málinu um miska brotaþola. Þá verður af framburði hans fyrir dómi ekki ráðið að atferli ákærða hafi valdið honum verulegum sálrænum erfiðleikum. Að þessu gættu verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþolanum 500.000 krónur í miskabætur,“ segir í dómnum. Mál Sigga hakkara Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann hefur verið kallaður, var sakfelldur í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot með því að hafa með blekkingum tælt dreng, sem þá var 17 ára. Hann var dæmdur í fangelsi í átta mánuði og gert að greiða drengnum 500.000 krónur í miskabætur. Héraðsdómur hafði áður dæmt drengnum 800.000 krónur í bætur. Jafnframt skal hann greiða allan áfrýjunarkostnað málsins. Um er að ræða tvö skipti þar sem Sigurður blekkti drenginn til annarra kynferðismaka en samræðis, en sannað þótti að maðurinn hafi talið drengnum trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir og sjá til þess að hann myndi ekki missa ökuréttindi sín, þrátt fyrir ölvunarakstur ef drengurinn hefði við hann kynferðismök. Þá var talið sannað að maðurinn hefði fulla vitneskju um aldur drengsins. „Ákærði taldi A trú um að hann myndi greiða honum háar fjárhæðir, opna bankareikning í erlendum banka í nafni A og leggja fjármuni inn á þann reikning, gefa honum bifreið og sjá til þess að brotaþoli myndi ekki missa ökuréttindi sín þrátt fyrir ölvunarakstur, ef A hefði við hann kynferðismök. Með því að beita framangreindum blekkingum, fékk ákærði A til að fróa sér í tvígang og hafa við sig munnmök í eitt skipti auk þess sem ákærði hafði einu sinni munnmök við A,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Ríkissaksóknari skaut málinu til hæstaréttar og krafðist þess að refsing Sigurðar yrði þyngd. Hæstiréttur breytti ekki dómi um refsingu, en lækkaði miskabæturnar um 300.000 krónur. „Engin gögn eru í málinu um miska brotaþola. Þá verður af framburði hans fyrir dómi ekki ráðið að atferli ákærða hafi valdið honum verulegum sálrænum erfiðleikum. Að þessu gættu verður ákærði dæmdur til að greiða brotaþolanum 500.000 krónur í miskabætur,“ segir í dómnum.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira