Ingvar Örn Ákason komst áfram í Ísland Got Talent á Stöð 2 í kvöld þrátt fyrir að útlitið hafi verið slæmt til að byrja með.
Ingvar flutti uppistand við góðar undirtektir en Bubbi Morthens, einn dómaranna í keppninni, breytti ákvörðun sinni að kjósa Ingvar úr keppninni. Bubbi ákvað að veita honum atkvæði sitt.
Ingvar er fyrsti uppistandarinn sem kemst áfram í keppninni. Atriði Ingvars, sem er handboltaþjálfari á Vestfjörðum, má sjá í spilaranum hér að ofan.

