Óskarstilnefning dregin til baka Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2014 15:18 Lagið er úr samnefndri kvikmynd sem slegið hefur í gegn hjá kristnum Bandaríkjamönnum. Tilnefning lagsins Alone Yet Not Alone til Óskarsverðlauna hefur verið dregin til baka. Ástæðan er sú að höfundur lagsins, Bruce Broughton, er sagður hafa sent meðlimum tónlistardeildar akademíunnar tölvupósta þar sem hann hvatti þá til að veita laginu sérstaka athygli. Broughton er fyrrverandi yfirmaður deildarinnar og því þykja póstsendingarnar sérstaklega óviðeigandi Verða tilnefningar í flokki bestu laga því aðeins fjórar. Í samtali við Hollywood Reporter segist Broughton vera miður sín yfir ákvörðun akademíunnar, honum hafi gengið gott eitt til. „Ég bað fólk einfaldlega að hlusta á lagið og íhuga málið,“ segir hann. Lagið er úr samnefndri kvikmynd sem slegið hefur í gegn hjá kristnum Bandaríkjamönnum, enda er umfjöllunarefni hennar trúarlegs eðlis. Lagið er flutt af vel þekkti kristinni útvarpskonu, sem stundað hefur trúboð og skrifað fjölda bóka. Lögin sem eftir standa í flokknum eru: Happy (Despicable Me 2) Let It Go (Frozen) Ordinary Love (Mandela: Long Walk to Freedom) The Moon Song (Her) Gríðarlega sjaldgæft er að Óskarstilnefning sé dregin til baka. Það hefur þó gerst áður, en tilnefning kvikmyndarinnar The Godfather í flokki bestu kvikmyndatónlistar var afturkölluð þegar í ljós kom að hluti tónlistarinnar hafði áður verið notaður í annarri kvikmynd. Hlusta má á lagið Alone Yet Not Alone í spilaranum hér fyrir neðan. Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir American Hustle og Gravity fengu flestar tilnefningar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 2. mars. 16. janúar 2014 13:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tilnefning lagsins Alone Yet Not Alone til Óskarsverðlauna hefur verið dregin til baka. Ástæðan er sú að höfundur lagsins, Bruce Broughton, er sagður hafa sent meðlimum tónlistardeildar akademíunnar tölvupósta þar sem hann hvatti þá til að veita laginu sérstaka athygli. Broughton er fyrrverandi yfirmaður deildarinnar og því þykja póstsendingarnar sérstaklega óviðeigandi Verða tilnefningar í flokki bestu laga því aðeins fjórar. Í samtali við Hollywood Reporter segist Broughton vera miður sín yfir ákvörðun akademíunnar, honum hafi gengið gott eitt til. „Ég bað fólk einfaldlega að hlusta á lagið og íhuga málið,“ segir hann. Lagið er úr samnefndri kvikmynd sem slegið hefur í gegn hjá kristnum Bandaríkjamönnum, enda er umfjöllunarefni hennar trúarlegs eðlis. Lagið er flutt af vel þekkti kristinni útvarpskonu, sem stundað hefur trúboð og skrifað fjölda bóka. Lögin sem eftir standa í flokknum eru: Happy (Despicable Me 2) Let It Go (Frozen) Ordinary Love (Mandela: Long Walk to Freedom) The Moon Song (Her) Gríðarlega sjaldgæft er að Óskarstilnefning sé dregin til baka. Það hefur þó gerst áður, en tilnefning kvikmyndarinnar The Godfather í flokki bestu kvikmyndatónlistar var afturkölluð þegar í ljós kom að hluti tónlistarinnar hafði áður verið notaður í annarri kvikmynd. Hlusta má á lagið Alone Yet Not Alone í spilaranum hér fyrir neðan.
Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir American Hustle og Gravity fengu flestar tilnefningar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 2. mars. 16. janúar 2014 13:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
American Hustle og Gravity fengu flestar tilnefningar Óskarsverðlaunahátíðin fer fram þann 2. mars. 16. janúar 2014 13:30