Í þáttunum Á bak við borðin heimsækja tónlistarmennirnir Intro Beats og Guðni Impulze misþekkta tónlistarmenn í stúdíóin þeirra og grennslast fyrir um vinnuferli þeirra og hvernig þeir búa til músík.
Í þetta sinn heimsækja þeir félagar tónlistarmanninn Oculus í stúdíó-ið, en Oculus heitir réttu nafni Friðfinnur Sigurðsson.
Friðfinnur er einnig meðlimur í hinni vinsælu hljómsveit Sísý Ey.
Tónlist