Mini í efstu þremur sætum Dakar rallsins Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2014 12:46 Mini bílar komu, sáu og sigruðu í hinu langa þolakstursralli Dakar, sem stóð yfir í tvær vikur. Ekki nóg með að Nani Roma og aðstoðarökumaður hans Michel Perin hafa ekið Mini bíl, þá komu Mini bílar einnig í næstu tveimur sætum keppninnar. Það voru hinir reyndu ökumenn Stephan Peterhansel og Nasser Al-Attiyah sem stýrðu þeim bílum. Það tók sigurvegarann 50 klukkutíma og 44,58 mínútur að klára rallið og kom Peterhansel í mark aðeins 5 mínútum síðar. Minna en helmingur keppenda luku rallinu, sem reyndist óvenju erfitt í ár. Keppt er í mörgum flokkum, þ.e. bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum og eru keppendur oftsinnis hvor fyrir öðrum, sama hverju þeir aka. Sigurvegarinn í bílaflokki, Nani Roma, hefur einnig unnið mótorhjólaflokk Dakar rallsins, m.a. fyrir 10 árum.Sumir voru óheppnir og kláruðu ekki rallið. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent
Mini bílar komu, sáu og sigruðu í hinu langa þolakstursralli Dakar, sem stóð yfir í tvær vikur. Ekki nóg með að Nani Roma og aðstoðarökumaður hans Michel Perin hafa ekið Mini bíl, þá komu Mini bílar einnig í næstu tveimur sætum keppninnar. Það voru hinir reyndu ökumenn Stephan Peterhansel og Nasser Al-Attiyah sem stýrðu þeim bílum. Það tók sigurvegarann 50 klukkutíma og 44,58 mínútur að klára rallið og kom Peterhansel í mark aðeins 5 mínútum síðar. Minna en helmingur keppenda luku rallinu, sem reyndist óvenju erfitt í ár. Keppt er í mörgum flokkum, þ.e. bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum og eru keppendur oftsinnis hvor fyrir öðrum, sama hverju þeir aka. Sigurvegarinn í bílaflokki, Nani Roma, hefur einnig unnið mótorhjólaflokk Dakar rallsins, m.a. fyrir 10 árum.Sumir voru óheppnir og kláruðu ekki rallið.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent