Þriðja olíuleitarleyfið á Drekann veitt í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2014 13:30 Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, í miðið, afhenti fyrstu leyfin í janúar í fyrra að viðstöddum Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra og Ola Borten Moe olíumálaráðherra Noregs. Vísir/Stefán Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Orkustofnun veitir leyfið til hóps þriggja aðila. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC verður með 60% og rekstraraðili leyfisins. Norska ríkisolíufélagið Petoro verður með 25% og Eykon Energy, sem er í íslenskri eigu, verður með 15%. Leyfisúthlutunin hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi sökum þess að þarna taka höndum saman kínverskt og norskt ríkisolíufélög en samskipti Noregs og Kína hafa verið afar stirð frá því norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin árið 2010. Fyrstu tveimur sérleyfunum á landgrunni Íslands var úthlutað í janúar í fyrra. Olíumálaráðherra Noregs kom þá sérstaklega til landsins og lýsti verkefninu sem sögulegu fyrir Norðmenn þar sem þetta væri í fyrsta sinn sem norska ríkið tæki beinan þátt í olíuleit utan lögsögu Noregs. Sérleyfin þrjú á Drekasvæðinu. Petoro er 25% aðili að þeim öllum. Tólf íslensk umhverfisverndarsamtök sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna leyfisveitingarinnar þar sem þau krefjast þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi hætti tafarlaust við allar áætlanir um vinnslu olíu og gass. Með því segja þau að íslensk stjórnvöld myndu sýna ábyrgð og senda skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fararbroddi í loftslagsmálum. Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn klukkan tvö í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Orkustofnun veitir leyfið til hóps þriggja aðila. Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC verður með 60% og rekstraraðili leyfisins. Norska ríkisolíufélagið Petoro verður með 25% og Eykon Energy, sem er í íslenskri eigu, verður með 15%. Leyfisúthlutunin hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi sökum þess að þarna taka höndum saman kínverskt og norskt ríkisolíufélög en samskipti Noregs og Kína hafa verið afar stirð frá því norska Nóbelsverðlaunanefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin árið 2010. Fyrstu tveimur sérleyfunum á landgrunni Íslands var úthlutað í janúar í fyrra. Olíumálaráðherra Noregs kom þá sérstaklega til landsins og lýsti verkefninu sem sögulegu fyrir Norðmenn þar sem þetta væri í fyrsta sinn sem norska ríkið tæki beinan þátt í olíuleit utan lögsögu Noregs. Sérleyfin þrjú á Drekasvæðinu. Petoro er 25% aðili að þeim öllum. Tólf íslensk umhverfisverndarsamtök sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna leyfisveitingarinnar þar sem þau krefjast þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi hætti tafarlaust við allar áætlanir um vinnslu olíu og gass. Með því segja þau að íslensk stjórnvöld myndu sýna ábyrgð og senda skilaboð um að Ísland ætli sér að vera í fararbroddi í loftslagsmálum.
Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira