Mansalsfórnarlömb dæmd Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2014 12:32 Aðalheiður Ámundadóttir. Blind refsistefna í fíkniefnamálum hefur meðal annars það í för með sér að mansalsfórnarlömb eru dæmd í fangelsi. Aðalheiður Ámundadóttir, lögmaður og framkvæmdastjóri Pírata, hélt erindi nýverið í Háskólanum á Akureyri þessa efnis og segir að það hafi komið á menn. Hún tengdi refsistefnu þá sem við höfum fylgt lengi og fylgjum en við mansalsmál. „Þeir urðu steini lostnir,“ segir Aðalheiður aðspurð hvernig erindi hennar hafi orkað á norðanfólk. „Ég var meðal annars að fjalla um meint mansal tengt fíkniefnaviðskiptum. Ég upplifði það sem svo að menn hafi verið slegnir.“Mansalsfórnarlamb dæmt í fangelsi Aðalheiður bar saman dóma úr íslensku dómasafni við þetta umfjöllunarefni. Menn höfðu einhvern veginn ekki horft á notkun burðardýra út frá sjónarhorni mansal.Hvernig tengirðu þetta tvennt? „Gott dæmi er dómur sem féll nýlega. Þeir eru margir dómarnir í þessa veru en einn er ágætur í þennan samanburð. Þetta var í héraðsdómi Reykjavíkur, frekar en Reykjaness, núna í desember. Þar er að finna sláandi lýsingu á því hvernig stúlka frá Spáni er fengin þar úti til að flytja innvortis efni til Íslands. Hún var augljóslega neydd til þessa verks undir hótunum um ofbeldi og líflát hennar fjölskyldu. Grimmilegum aðferðum beitt. Dómari segir að hennar frásögn trúverðuga og hún hafi ekki verið hrakin. Svo segir í næstu setningu að hún ákærða hafi unnið sér þetta til refsingar og skuli fangelsuð í 12 mánuði óskilorðsbundið. Þessi lýsing, sem dómari telur trúverðuga, passar fullkomlega við skilgreiningu í almennum hegningarlögum á mansali. En hún nýtur ekki réttarverndar, gagnvart mansali eins og henni ber samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum lögum heldur er henni refsað. Svo afplánar hún dóminn væntanlega. Og þá á hún enn eftir að borga fíkniefnin sem hirt voru af henni í Leifsstöð. Fólk almennt virðist ekki láta sig þetta varða. Né heldur inni í refsivörslukerfinu. Dómari virðist meðvitaður um þetta, og það eru fleiri dæmi um þetta.“Útskúfaður hópur sem ekki treystir yfirvöldum Aðalheiður segir þessa dóma helst að finna í dómasafni í héraði. „Þolendur í svona málum áfrýja ekki. Þeir eiga ekki skilið réttlæti að eigin mati. Djúpstæður trúnaðarbrestur er milli þeirra sem eru í þessari stöðu; vímuefnaneytendur og þeir sem eru í lægri stigum þessa fíkniefnaheims og stjórnvalda sem eiga að tryggja mannréttindi þeirra. Ég held að þeir beri ekki skynbragð á réttlætið sem á að fullnægja samkvæmt íslenskum lögum. Sjá ekki tilgang í því. Og það geti hreinlega gert þeirra kvalara gramt í geði ef þeir leita jafnréttis; þetta er útskúfaður hópur sem óttast kvalara sína meira en allt annað. Og eru jafnvel fegnir því að komast í eitthvert öryggi, ef öryggi skyldi kalla, inni í fangelsum, frekar en að vera á flótta.“Refsistefna á villigötum Aðalheiður segir þetta tengjast blindri refsistefnu í fíkniefnamálum. „Þessi hópur vímuefnaneytenda, sem ansi oft er fenginn til að vera burðardýr, ekki í öllum tilvikum, geta verið ýmsar ástæður fyrir því, ekkert alltaf nauðung og þvingun; þessi útskúfaði hópur býr við djúpstæðan trúnaðarbrest sem þýðir að hann leitar sér ekki réttlætis. Ekkert traust ríkir til yfirvalda, fólk reiknar ekki með því að það njóti réttarverndar.“ Píratar munu í næstu viku leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til endurskoðun á nálgun í fíkniefnamálum. Aðalheiður vonar að fólk úr fleiri flokkum vilji taka þátt í því. „Að allra leiða verði leitað til að mannréttinda þeirra sem í þessari stöðu eru sé gætt fremur en að þeim verði refsað. Heilbrigðisþjónusta frekar en refsing.“Viðhorfsbreytingar verður vart Þessi umræða tengist umræðunni um lögleiðingu fíkniefna sem lið í baráttunni gegn þessu sem hér hefur verið reifað. Aðaleiður segir Pírata vilja taka eitt skref í einu. „Byrja á því að hætta að refsa sjúklingum. Þetta er í rauninni það sem heitir afglæpavæðing. Svo geta menn rætt þessar lögleiðingarpælingar. Þær þarf að undirbúa það vel og ræða í samfélaginu. Við erum ekki að leggja það til núna með þessu.“ Aðalheiður er að endingu spurð hvort hún greini viðhorfsbreytingu í þessum málaflokki, þrátt fyrir almennt andvaraleysi, sem hún áður nefndi? „Jú, ég held að fólk sé orðið óhræddara við að tala um þetta. Var svo mikið tabú. En nú er allskonar fólk að ræða þetta, ekki bara eitthvert jaðarfólk; virðulegt fólk, þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómarar, af öllum stigum og úr öllum flokkum. Umræðan er að opnast. Pírötum er mest annt um að þetta þingmál sé fyrst og fremst mannúðarstefna en byggist ekkert endilega á einhverjum frjálslyndissjónarmiðum.“ Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Aðalheiður Ámundadóttir, lögmaður og framkvæmdastjóri Pírata, hélt erindi nýverið í Háskólanum á Akureyri þessa efnis og segir að það hafi komið á menn. Hún tengdi refsistefnu þá sem við höfum fylgt lengi og fylgjum en við mansalsmál. „Þeir urðu steini lostnir,“ segir Aðalheiður aðspurð hvernig erindi hennar hafi orkað á norðanfólk. „Ég var meðal annars að fjalla um meint mansal tengt fíkniefnaviðskiptum. Ég upplifði það sem svo að menn hafi verið slegnir.“Mansalsfórnarlamb dæmt í fangelsi Aðalheiður bar saman dóma úr íslensku dómasafni við þetta umfjöllunarefni. Menn höfðu einhvern veginn ekki horft á notkun burðardýra út frá sjónarhorni mansal.Hvernig tengirðu þetta tvennt? „Gott dæmi er dómur sem féll nýlega. Þeir eru margir dómarnir í þessa veru en einn er ágætur í þennan samanburð. Þetta var í héraðsdómi Reykjavíkur, frekar en Reykjaness, núna í desember. Þar er að finna sláandi lýsingu á því hvernig stúlka frá Spáni er fengin þar úti til að flytja innvortis efni til Íslands. Hún var augljóslega neydd til þessa verks undir hótunum um ofbeldi og líflát hennar fjölskyldu. Grimmilegum aðferðum beitt. Dómari segir að hennar frásögn trúverðuga og hún hafi ekki verið hrakin. Svo segir í næstu setningu að hún ákærða hafi unnið sér þetta til refsingar og skuli fangelsuð í 12 mánuði óskilorðsbundið. Þessi lýsing, sem dómari telur trúverðuga, passar fullkomlega við skilgreiningu í almennum hegningarlögum á mansali. En hún nýtur ekki réttarverndar, gagnvart mansali eins og henni ber samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum lögum heldur er henni refsað. Svo afplánar hún dóminn væntanlega. Og þá á hún enn eftir að borga fíkniefnin sem hirt voru af henni í Leifsstöð. Fólk almennt virðist ekki láta sig þetta varða. Né heldur inni í refsivörslukerfinu. Dómari virðist meðvitaður um þetta, og það eru fleiri dæmi um þetta.“Útskúfaður hópur sem ekki treystir yfirvöldum Aðalheiður segir þessa dóma helst að finna í dómasafni í héraði. „Þolendur í svona málum áfrýja ekki. Þeir eiga ekki skilið réttlæti að eigin mati. Djúpstæður trúnaðarbrestur er milli þeirra sem eru í þessari stöðu; vímuefnaneytendur og þeir sem eru í lægri stigum þessa fíkniefnaheims og stjórnvalda sem eiga að tryggja mannréttindi þeirra. Ég held að þeir beri ekki skynbragð á réttlætið sem á að fullnægja samkvæmt íslenskum lögum. Sjá ekki tilgang í því. Og það geti hreinlega gert þeirra kvalara gramt í geði ef þeir leita jafnréttis; þetta er útskúfaður hópur sem óttast kvalara sína meira en allt annað. Og eru jafnvel fegnir því að komast í eitthvert öryggi, ef öryggi skyldi kalla, inni í fangelsum, frekar en að vera á flótta.“Refsistefna á villigötum Aðalheiður segir þetta tengjast blindri refsistefnu í fíkniefnamálum. „Þessi hópur vímuefnaneytenda, sem ansi oft er fenginn til að vera burðardýr, ekki í öllum tilvikum, geta verið ýmsar ástæður fyrir því, ekkert alltaf nauðung og þvingun; þessi útskúfaði hópur býr við djúpstæðan trúnaðarbrest sem þýðir að hann leitar sér ekki réttlætis. Ekkert traust ríkir til yfirvalda, fólk reiknar ekki með því að það njóti réttarverndar.“ Píratar munu í næstu viku leggja fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til endurskoðun á nálgun í fíkniefnamálum. Aðalheiður vonar að fólk úr fleiri flokkum vilji taka þátt í því. „Að allra leiða verði leitað til að mannréttinda þeirra sem í þessari stöðu eru sé gætt fremur en að þeim verði refsað. Heilbrigðisþjónusta frekar en refsing.“Viðhorfsbreytingar verður vart Þessi umræða tengist umræðunni um lögleiðingu fíkniefna sem lið í baráttunni gegn þessu sem hér hefur verið reifað. Aðaleiður segir Pírata vilja taka eitt skref í einu. „Byrja á því að hætta að refsa sjúklingum. Þetta er í rauninni það sem heitir afglæpavæðing. Svo geta menn rætt þessar lögleiðingarpælingar. Þær þarf að undirbúa það vel og ræða í samfélaginu. Við erum ekki að leggja það til núna með þessu.“ Aðalheiður er að endingu spurð hvort hún greini viðhorfsbreytingu í þessum málaflokki, þrátt fyrir almennt andvaraleysi, sem hún áður nefndi? „Jú, ég held að fólk sé orðið óhræddara við að tala um þetta. Var svo mikið tabú. En nú er allskonar fólk að ræða þetta, ekki bara eitthvert jaðarfólk; virðulegt fólk, þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómarar, af öllum stigum og úr öllum flokkum. Umræðan er að opnast. Pírötum er mest annt um að þetta þingmál sé fyrst og fremst mannúðarstefna en byggist ekkert endilega á einhverjum frjálslyndissjónarmiðum.“
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira