500 erlendir gestir halda heim eftir vel heppnaða leika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2014 20:59 Þormóður Jónsson við keppni í júdó um helgina. Mynd/RIG Keppni á Reykjavíkurleikunum lauk í kvöld en leikarnir hófust þann 17.janúar. Keppt var í 20 íþróttagreinum í ár en þetta er í sjöunda sinn sem Reykjavíkurleikarnir fara fram. Tilgangur leikanna er að auka samkeppnishæfni íslenskra keppenda og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að fá sterka erlenda keppendur til leiks. Í ár tóku um 500 erlendir gestir þátt og því óhætt að segja að tilganginum sé náð þó alltaf sé stefnt að því að fjölga erlendum keppendum enn frekar milli ára. Um 2.000 íslenskir íþróttamenn tóku þátt og veittu erlendu gestunum harða keppni. Leikunum lýkur formlega á Broadway í kvöld þar sem stigahæstu íþróttamennirnir í hverri grein fá viðurkenningu fyrir árangurinn auk þess sem sýnd verður glæsileg íþróttasýning. Að athöfn lokinni leikur hljómsveitin Retro Stefson fyrir dansi fram eftir kvöldi.Regína Ósk syngur lag leikanna.Mynd/RIGEftirfarandi eru helstu úrslit í þeim 13 íþróttagreinum sem keppt var í um helgina.Badminton Metfjöldi erlendra keppenda tóku þátt í mótinu eða 72 frá 21 landi. Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir komust lengst Íslendinga í mótinu en þær unnu til silfurverðlauna í tvíliðaleik kvenna.BogfimiKristmann Einarsson sigraði í trissubogaflokki karla og Helga Kolbrún Magnúsdóttir í trissubogaflokki kvenna. Sigurjón Atli Sigurðsson sigraði í sveigbogaflokki karla.Borðtennis Allt besta borðtennisfólk landsins tók þátt ásamt gestum frá Kína, Rúmeníu og Danmörku. Patrick Stobberup frá Danmörku sigraði í karlaflokki og Kolfinna Bjarnadóttir, HK, í kvennaflokki.Fimleikar Keppt var í hópfimleikum í Laugardalshöll. Ekki óvænt sigruðu Evrópumeistarar Gerplu en í öðru sæti var lið Selfoss og í því þriðja lið Hattar frá Egilsstöðum sem var í fyrsta sinn að senda lið til keppni í meistaraflokki kvenna.Hjólasprettur Keppni í hjólasprett fór fram á Skólavörðustíg. Sigurvegari í kvennaflokki var Alma María Rögnvaldsdóttir og í karlaflokki Ingvar Ómarsson annað árið í röð.KarateElías Snorrason sigraði í kata karla og Svana Katla Þorsteinsdóttir í kata kvenna. Ashley Scott, landsliðskona frá Bretlandi sigraði í kumite kvenna. Í kumite karla var keppt í -75 kg flokki og +75 kg flokki og sigruðu franskir karatemenn í báðum flokkum, Lonni Boulesnane í +75 kg og Corentin Seguy í -75 kg.KeilaLisa John frá Englandi sigraði í keilukeppni Reykjavíkurleikanna og í öðru sæti var Magnús Magnússon en hann leiddi keppnina á tímabili. Íslandsmeistarinn Hafþór Harðarson var í þriðja sæti. Fjórir erlendir keppendur tóku þátt í mótinu.Listskautar Stigahæstu skautarar mótsins voru þau Vala Rún B. Magnúsdóttir og Timothy Manand frá Belgíu en keppt var í 10 flokkum. Mikil framför er hjá íslenskum listskauturum um þessar mundir. Tvær stúlkur náðu hæðstu einkunn sem íslenskir skautarar hafa náð í Junior flokki, Vala Rún fyrir stutt prógramm og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir fyrir frjálst prógramm.Lyftingar Hvorki meira né minna en níu Íslandsmet voru slegin í keppni í lyftingum á Reykjavíkurleikunum um helgina, þar af átta í kvennaflokki. Sigurvegarar mótsins voru þau Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, og Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur en þau voru stigahæst í keppninni óháð þyngdarflokki.Skvass Um 40 manns tóku þátt í mótinu sem var einstaklega vel heppnað og þar á meðal tveir sterkir Bretar. Joe Green sigraði í karlaflokki og Rósa Jónsdóttir í kvennaflokki.Skylmingar Fjöldi erlendra keppenda tóku þátt í skylmingamótinu frá Nýja Sjálandi, Serbíu og Úkraínu. Sigurvegari í karlaflokki var Hilmar Örn Jónsson og í kvennaflokki sigraði Aldís Edda Ingvarsdóttir.Þríþraut Keppt var í innitvíþraut þar sem byrjað var á að synda 500 m og svo hlaupið 5 km á hlaupabretti. Sigurvegari í kvennaflokki var Guðrún Fema Ágústsdóttir og í karlaflokki Sigurður Örn Ragnarsson. Íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sjá meira
Keppni á Reykjavíkurleikunum lauk í kvöld en leikarnir hófust þann 17.janúar. Keppt var í 20 íþróttagreinum í ár en þetta er í sjöunda sinn sem Reykjavíkurleikarnir fara fram. Tilgangur leikanna er að auka samkeppnishæfni íslenskra keppenda og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að fá sterka erlenda keppendur til leiks. Í ár tóku um 500 erlendir gestir þátt og því óhætt að segja að tilganginum sé náð þó alltaf sé stefnt að því að fjölga erlendum keppendum enn frekar milli ára. Um 2.000 íslenskir íþróttamenn tóku þátt og veittu erlendu gestunum harða keppni. Leikunum lýkur formlega á Broadway í kvöld þar sem stigahæstu íþróttamennirnir í hverri grein fá viðurkenningu fyrir árangurinn auk þess sem sýnd verður glæsileg íþróttasýning. Að athöfn lokinni leikur hljómsveitin Retro Stefson fyrir dansi fram eftir kvöldi.Regína Ósk syngur lag leikanna.Mynd/RIGEftirfarandi eru helstu úrslit í þeim 13 íþróttagreinum sem keppt var í um helgina.Badminton Metfjöldi erlendra keppenda tóku þátt í mótinu eða 72 frá 21 landi. Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir komust lengst Íslendinga í mótinu en þær unnu til silfurverðlauna í tvíliðaleik kvenna.BogfimiKristmann Einarsson sigraði í trissubogaflokki karla og Helga Kolbrún Magnúsdóttir í trissubogaflokki kvenna. Sigurjón Atli Sigurðsson sigraði í sveigbogaflokki karla.Borðtennis Allt besta borðtennisfólk landsins tók þátt ásamt gestum frá Kína, Rúmeníu og Danmörku. Patrick Stobberup frá Danmörku sigraði í karlaflokki og Kolfinna Bjarnadóttir, HK, í kvennaflokki.Fimleikar Keppt var í hópfimleikum í Laugardalshöll. Ekki óvænt sigruðu Evrópumeistarar Gerplu en í öðru sæti var lið Selfoss og í því þriðja lið Hattar frá Egilsstöðum sem var í fyrsta sinn að senda lið til keppni í meistaraflokki kvenna.Hjólasprettur Keppni í hjólasprett fór fram á Skólavörðustíg. Sigurvegari í kvennaflokki var Alma María Rögnvaldsdóttir og í karlaflokki Ingvar Ómarsson annað árið í röð.KarateElías Snorrason sigraði í kata karla og Svana Katla Þorsteinsdóttir í kata kvenna. Ashley Scott, landsliðskona frá Bretlandi sigraði í kumite kvenna. Í kumite karla var keppt í -75 kg flokki og +75 kg flokki og sigruðu franskir karatemenn í báðum flokkum, Lonni Boulesnane í +75 kg og Corentin Seguy í -75 kg.KeilaLisa John frá Englandi sigraði í keilukeppni Reykjavíkurleikanna og í öðru sæti var Magnús Magnússon en hann leiddi keppnina á tímabili. Íslandsmeistarinn Hafþór Harðarson var í þriðja sæti. Fjórir erlendir keppendur tóku þátt í mótinu.Listskautar Stigahæstu skautarar mótsins voru þau Vala Rún B. Magnúsdóttir og Timothy Manand frá Belgíu en keppt var í 10 flokkum. Mikil framför er hjá íslenskum listskauturum um þessar mundir. Tvær stúlkur náðu hæðstu einkunn sem íslenskir skautarar hafa náð í Junior flokki, Vala Rún fyrir stutt prógramm og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir fyrir frjálst prógramm.Lyftingar Hvorki meira né minna en níu Íslandsmet voru slegin í keppni í lyftingum á Reykjavíkurleikunum um helgina, þar af átta í kvennaflokki. Sigurvegarar mótsins voru þau Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, og Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur en þau voru stigahæst í keppninni óháð þyngdarflokki.Skvass Um 40 manns tóku þátt í mótinu sem var einstaklega vel heppnað og þar á meðal tveir sterkir Bretar. Joe Green sigraði í karlaflokki og Rósa Jónsdóttir í kvennaflokki.Skylmingar Fjöldi erlendra keppenda tóku þátt í skylmingamótinu frá Nýja Sjálandi, Serbíu og Úkraínu. Sigurvegari í karlaflokki var Hilmar Örn Jónsson og í kvennaflokki sigraði Aldís Edda Ingvarsdóttir.Þríþraut Keppt var í innitvíþraut þar sem byrjað var á að synda 500 m og svo hlaupið 5 km á hlaupabretti. Sigurvegari í kvennaflokki var Guðrún Fema Ágústsdóttir og í karlaflokki Sigurður Örn Ragnarsson.
Íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sjá meira