Handbolti

Geir nældi í Green

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jannick Green í leik með danska landsliðinu.
Jannick Green í leik með danska landsliðinu. Vísir/AFP
Jannick Green, annar markvarða danska landsliðsins, mun spila undir stjórn Geirs Sveinssonar hjá Magdeburg í Þýskalandi á næsta tímabili.

Green, sem átti stórleik gegn Íslandi á nýliðnu EM í Danmörku, er 25 ára gamall en samningur hans við Bjerringbro/Silkeborg rennur út í lok tímabilsins.

Fyrir eru tveir markverðir á mála hjá Magdeburg, þeir Gerrie Eijlers og Dario Quenstedt og er ekki gert ráð fyrir öðru en allir þrír verði í herbúðum liðsins á næsta tímabili.

Geir var á dögunum ráðinn til að stýra Magdeburg frá og með næsta tímabili en í dag var einnig tilkynnt að norski landsliðsmaðurinn Espen Lie Hansen muni fara til félagsins í sumar. Hann er á mála hjá Dunkerque í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×