Spáð er stormi á Suður- og Suðvesturdjúpum, eftir að einn stormlaus sólarhringur náðist í gær, en þá hafði ekki verið stormlaust á Íslandsmiðum í tvo og hálfan mánuð.
Þessi stormspá þýðir þó ekki illviðri um allan sjó, því hann á aðeins að geysa á tveimur af 17 spásvæðum umhverfis landið.
Engin stormspá er fyrir landið sjálft, heldur er hæglætis vindur um allt land, nánast úr öllum áttum.
