Handbolti

Arnór: Vorum frábærlega vel stemmdir

Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar
Arnór á ferðinni í dag.
Arnór á ferðinni í dag. mynd/daníel
"Þetta var stórkostlegt. Frá byrjun var þetta bara frábært," sagði Arnór Atlason eftir leik en reynsla hans var oft ansi dýrmæt í sigrinum á Norðmönnum.

"Við byrjum frábærlega og lifum á því forskoti allan leikinn. Við vorum frábærlega vel stemmdir. Það er stórmót í gangi og við erum íslenska landsliðið. Auðvitað mætum við klárir í svona leiki."

Umræðan í Noregi fyrir leikinn var að mörgu leyti sú að nú væri loksins almennilegt tækifæri til þess að leggja Ísland. Liðið á þessu móti væri það lélegasta á öldinni hjá okkar mönnum.

"Svona ummæli segja kannski meira um manninn sem sagði þetta en okkur. Við höfum alltaf haft fulla trú á okkur sama hvað aðrir segja eða skrifa."

Næst er slagur gegn Ungverjum og sá leikur er ekki síður mikilvægur en þessi.

"Ef við vinnum þann leik þá lítur þetta mjög vel út upp á framhaldið. Að sjálfsögðu skiptir miklu máli að byrja vel en ég held að allir hafi séð það fyrir sér að við yrðum með tvö stig eftir fyrsta leikinn.

"Við erum búnir að hugsa um Norðmennina ansi lengi. Nú eru það Ungverjar og við eigum heldur betur harma að hefna gegn þeim eftir tapið á Ólympíuleikunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×