Handbolti

Íslenska liðið eina liðið á EM sem gaf ekki stoðsendingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leiknum á móti Norðmönnum.
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leiknum á móti Norðmönnum. Mynd/Daníel
Fyrstu umferðinni er nú lokið á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku og eins og vaninn er þá bjóða mótshaldarar upp á tölfræði í leikjunum. Það er hinsvegar spurning hversu mikið mark er hægt að taka á henni á þessu Evrópumóti.

Tölfræðin hjá íslenska liðinu í sigrinum á móti Noregi á sunnudaginn var ekki vel gerð og þrátt fyrir að Danirnir hafi lagað vörðu skotin hjá íslensku markvörðunum þá gerðu þeir ekkert í að laga aðra tölfræðiþætti.

Þegar betur er að gáð kemur nefnilega í ljós að íslenska liðið var eina liðið á EM sem gaf ekki stoðsendingu í fyrsta leik. Norðmenn fengu skráðar á sig átta stoðsendingar en það var ekki ein stoðsending skráð á íslensku strákanna í leiknum.

Þeir sem horfðu á leikinn vita þó að einstaklingsframtakið var svo sannarlega ekki allsráðandi hjá íslenska liðinu í þessum leik og það passar alls ekki að íslenska liðið hafi skorað 31 mark í leiknum án þess að fá skráða á sig eina stoðsendingu.

Flestar stoðsendingar hjá liðum í fyrstu umferð á EM 2014:

Danmörk 26

Austurríki 22

Króatía 17

Makedónía 16

Spánn 15

Svíþjóð 15

Tékkland 14

Frakkland 14

Hvíta-Rússland 13

Rússland 13

Serbía 12

Svartfjallaland 12

Pólland 10

Noregur 8

Ungverjaland 6

Ísland 0

Það er hægt að sjá tölfræði liðanna með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×