Handbolti

Á Aron að fórna útileikmanni fyrir hægri hornamann?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Ólafsson meiddist í upphafi jafnteflisleiksins á móti Ungverjum á EM í handbolta í gær og það er óvíst hvort að hægri hornamaðurinn geti verið með á móti Spánverjum á morgun.

Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, og Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, eru gestir Sportspjallsins í þessari viku. Eiríkur Stefán Ásgeirsson sér um þáttinn og þar verður rætt um íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Danmörku.

Bjarki og Guðlaugur ræddu meðal annars stöðuna á Þóri Ólafssyni og hvaða þýðingu hann hefur fyrir íslenska landsliðið en framundan er leikur á móti heimsmeisturum Spánar á morgun.

Þeir eru sammála um að íslenska liðið saknaði hægri hornamanns í Ungverjaleiknum og vilja að Aron Kristjánsson fórni einum útileikmanni fyrir hægri hornamann.

Það er hægt að sjá umræðu þeirra Eiríks Stefáns, Bjarka og Guðlaugs um hægra hornið með því að smella hér fyrir ofan en Sportspjallið verður síðan frumsýnt á Vísi í hádeginu á morgun.


Tengdar fréttir

Arnór Þór kemur inn í íslenska hópinn

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, hefur ákveðið að kalla Arnór Þór Gunnarsson til móts við landsliðið í Álaborg vegna óvissu með Þóri Ólafsson.

Arnór: Mun spila eins mikið og ég get

„Það er smá stífleiki en ekkert alvarlegt,“ sagði skyttan Arnór Atlason sem eyddi æfingu dagsins á þrekhjóli. Hann er að glíma við meiðsli eins og fleiri leikmenn.

Róleg æfing hjá strákunum okkar

Strákarnir okkar tóku daginn snemma í dag og æfðu í Gigantium-höllinni fyrir hádegi. Arnór Þór Gunnarsson er ekki enn kominn til Álaborgar og var því ekki með á æfingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×