Handbolti

Sverre: Gáfum tóninn strax í byrjun

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Sverre og félagar í vörninni í kvöld.
Sverre og félagar í vörninni í kvöld. vísir/daníel
"Við vorum svakalega einbeittir. Undirbjuggum okkur vel og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur," sagði Sverre Andreas Jakobsson eftir sigurinn stóra á Austurríki.

"Við gáfum tóninn strax í byrjun. Þeir spiluðu kannski ekki mjög hratt en það reyndi á þolinmæðina hjá okkur. Þetta gekk allt upp hjá okkur.

"Mér fannst ég eiga inni síðan í Spánarleiknum en þá þurfti ég að hringja í vælubílinn og fara út af. Ég vildi ná góðum leik. Það gekk og við vorum allir frábærir í vörninni og Bjöggi þar fyrir aftan. Þetta er bara lítið skref en mikilvægt."

Austurríki hefur oft reynst Íslendingum óþægur ljár í þúfu og það var óvanalegt að sjá þá svona slaka gegn Íslandi.

"Ég átti von á þeim sterkari og líka góðum leik frá okkur. Ég átti ekki von á að við myndum stinga svona af í fyrri hálfleik."


Tengdar fréttir

Aron: Allir gáfu allt sitt í leikinn

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Austurríki í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×