Handbolti

Arnór Þór: Það var smá skrekkur í mér

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Arnór Þór í kvöld.
Arnór Þór í kvöld. vísir/daníel
Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson kom inn í íslenska hópinn í morgun í stað nafna síns Atlasonar. Reyndar er ekki útilokað að Arnór Atlason komi aftur inn í hópinn síðar.

Hornamaðurinn átti eitt skot í leiknum sem fór ekki í markið en hann lofar bót og betrun síðar í mótinu.

"Það var smá skrekkur í mér. Ég viðurkenni það. Ég hef verið mikið meiddur og frá í þrjá mánuði. Svo lenti ég í basli með hnéð. Það var því smá skrekkur að koma inn á," sagði Arnór en hann var nokkuð sáttur með sína frammistöðu.

"Mér fannst við allir spila vel í kvöld. Við ætluðum að vinna þennan leik og gríðarlega mikilvægir punktar. Nú er skrekkurinn farinn og ég skora í næsta leik," sagði Arnór og brosti.


Tengdar fréttir

Aron: Allir gáfu allt sitt í leikinn

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Austurríki í kvöld.

Sverre: Gáfum tóninn strax í byrjun

"Við vorum svakalega einbeittir. Undirbjuggum okkur vel og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur," sagði Sverre Andreas Jakobsson eftir sigurinn stóra á Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×