Fótbolti

Strákarnir mættir í sólina til Abú Dabí - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ari Freyr Skúlason, Guðmundur Þórarinsson, Sverrir Ingi Ingason, Arnór Smárason og Steinþór Freyr Þorsteinsson.
Ari Freyr Skúlason, Guðmundur Þórarinsson, Sverrir Ingi Ingason, Arnór Smárason og Steinþór Freyr Þorsteinsson. Myndir/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er nú statt í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem liðið er í æfingabúðum og mun svo leika vináttuleik við Svía á þriðjudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Íslenska liðið er skipað leikmönnum sem spila hér heima eða á Norðurlöndum en leikmenn annarsstaðar í Evrópu fengu sig ekki lausa þar sem að þetta er ekki opinber landsleikjadagur.

Svíar hafa verið lengur en íslenska liðið í æfingabúðum og unnu 2-1 sigur á Moldavíu í vináttulandsleik fyrir helgi.

Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, er með í ferðinni til í Abú Dabí og hann hefur tekið skemmtilegar myndir af strákunum í sólinni.

Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×