Handbolti

Strákarnir okkar spila úrslitaleik við Þjóðverja á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson skorar hér í sigrinum á Austurríki í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson skorar hér í sigrinum á Austurríki í dag. Mynd/NordicPhotos/Getty
Ísland og Þýskaland mætast á morgun í úrslitaleik um sigur á fjögurra þjóða æfingamótinu í handbolta í Þýskalandi en þetta var ljóst eftir að Þjóðverjar unnu níu marka sigur á Rússum í dag, 35-26.

Íslenska landsliðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu, 35-34 sigur á Rússum í gær og 30-22 sigur á Austurríkismönnum í dag, og er eina liðið sem er enn taplaust á mótinu.

Ísland er með fjögur stig en bæði Austurríki og Þýskaland eru með tvö stig. Innbyrðisviðureignir gætu ráðið endanlegri röð en þar er Ísland í góðri stöðu eftir átta marka sigur á Austurríki í dag. Strákarnir hans Patreks í austurríska landsliðinu eiga ennfremur enga möguleika eftir þetta stóra tap.

Ísland vinnur mótið með sigri en má tapa leiknum með fjögurra marka mun vinni Austurríki Rússa í leiknum á undan. Það er líka ljóst að íslenska liðinu nægir jafntefli í leiknum við Þjóðverja á morgun til þess að tryggja sér sigurinn á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×