Körfubolti

Algjört hrun í lokaleikhlutanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson.
Hörður Axel Vilhjálmsson. Mynd/Daníel
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í CB Valladolid töpuðu stórt á heimavelli á móti Gipuzkoa í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Gipuzkoa vann þarna 19 stiga sigur, 83-64.

Valladolid var tveimur stigum yfir í hálfleik, 36-34, og það munaði aðeins tveimur stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann en Gipuzkoa var þá yfir 57-55.

Leikur Valladolid hrundi hinsvegar í lokaleikhlutanum sem Gipuzkoaliðið vann 26-9.

Hörður Axel var með 2 stig, 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 1 stolinn bolta á 14 mínútum. Serbneski framherjinn Nikola Cvetinovic var stigahæstur í liðinu með 18 stig.

Valladolid hefur aðeins unnið 2 af 13 leikjum tímabilsins og situr í neðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×