Tónlist

Outkast, Muse og Arcade Fire á Coachella

Big Boi úr Outkast
Big Boi úr Outkast AFP/NordicPhotos
Coachella-tónlistarhátíðin hefur tilkynnt hverjir koma til með að spila á hátíðinni ár. Aðalnúmerin á hátíðinni verða hljómsveitirnar OutKast, Muse og Arcade Fire, ásamt mörgum öðrum hljómsveitum en dagskránna í heild sinni má sjá hér.

Coachella, sem stendur yfir helgarnar 11.-13. apríl og og 18.-20. apríl, seldi í fyrra 90,000 miða á hvora helgi, eða um það bil 180,000 helgarpassa í heild.

Coachella er haldin í Indio, í Kaliforníu. Hátíðin var fyrst haldin árið 1999 og tapaði þá tæpum hundrað milljónum, en er nú sú tónlistarhátíð sem skilar mestum hagnaði í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×