Af hverju fór þetta svona? Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. desember 2013 07:00 Tíðindi ársins voru auðvitað þau að tæp tuttugu og fimm prósent kjósenda skyldu veita Framsóknarflokknum slíkt brautargengi að formaður hans er nú orðinn forsætisráðherra, eftir að flestir höfðu nánast afskrifað þennan flokk sem raunverulegt afl í íslenskum stjórnmálum, enda verið tengdur rækilega nánast öllu því sem aflaga hafði farið í íslensku þjóðfélagi allar götur frá árinu 1916 og fram til vorra daga.Er fólk fífl? Þá segja menn: Fólk er fífl. Kjósendur eru hálfvitar. Þjóðin er ónýt. En er það nú alveg víst? Almennt veit fólk alveg hvað það er að gera þegar það ráðstafar atkvæði sínu – það vegur og metur málefnin og kemst síðan að niðurstöðu. Þannig þarf ekki einu sinni að vera að fólk sem kaus Framsókn og Sjálfstæðisflokk hafi gert það vegna þess að það hrífist endilega af leiðtogum þessara flokka eða helstu talsmönnum. Það var ekki endilega að kjósa innflutningshöft á búvöru, áframhaldandi fjármálahöft, Kínamannadekur, heimalningshátt, einangrunarhyggju, menningarfjandskap, útlendingaótta eða aðra þá tegund af þröngsýni sem margir telja einkenna ráðandi öfl um þessar mundir. Það var ekki endilega að kjósa þvaðrið í lögmanninum sem alltaf er dreginn upp til að segja einhverja vitleysu þegar dómur fellur yfir fjárglæframönnum. Það var ekki endilega að kjósa öll mismælin sem aðrir fulltrúar strá í kringum sig. Þetta eru allt hlutir sem kjósendur láta yfir sig ganga, umbera í von um að fá aðra og mikilvægari hluti í staðinn. Það var að kjósa stjórnmálamenn sem sýndu því snefil af áhuga að hjálpa því að sjá út úr skuldum sínum, en létu ekki að því liggja með snert af yfirlæti að það gæti sjálfu sér um kennt. Ein skýringin á því að svo margir snerust um síðir á sveif með þessum flokkum er sú að dómur féll í Icesave-málinu í janúarmánuði – máli Hollendinga og Englendinga á hendur Íslendingum sem rekið var fyrir EFTA-dómstólnum. Sá dómur virtist staðfesta í flestra augum – með réttu eða röngu – að þeir sem höfðu haldið því fram að Íslendingar ættu að gefa dauðann og djöfulinn í kröfur þessara ríkja um endurgreiðslur á lánum vegna þessara frægu reikninga sem sagt er að hafi dælt illa fengnu ellilífeyrisfé inn í íslenska bóluhagkerfið – að þeir hafi sem sagt haft á réttu að standa eftir allt saman. Þessar skuldir kæmu okkur ekki við. Indefence-hópurinn og hvað þeir hétu nú þessir strákar kringum Framsókn og Sigmund Davíð hefðu þar með sýnt að þeir kynnu að haga sér í alþjóðlegu fjármálaumhverfi – þó að þeir hafi reyndar verið hlegnir út úr Kanada og Noregi með sínar dollara- og krónuupptökubeiðnir – þeir gætu snúið á þá útlensku vogunarsjóði sem hingað til lands hefðu þyrpst í kjölfar Hrunsins til þess að hagnast á óförum Íslendinga. Þessi saga varð ofan á eftir dóminn í Icesave-málinu. Þeir voru taldir klárir gaurar, vita eitthvað sem aðrir vissu ekki í þessu óskiljanlega umhverfi; gætu teflt refskákina fyrir okkar hönd frekar en hinir grandvöru vinstri menn sem alltaf vilja bara „gera það sem rétt er“. Þessir strákar hefðu til að bera þann refskap og þau úrræði sem dygðu í því alþjóðlega fjármálaumhverfi þar sem einn étur annan.Refskap fremur en ráðvendni Þetta er líka ein skýringin á því hvers vegna fólk kaus unnvörpum Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta. Það hafði séð til hans í viðureignum við fræga sjónvarpshákarla halda því fram án þess að depla augunum að Íslendingar væru brautryðjendur í því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál og smá. Maður sem svo blygðunarlaust gat viðrað slíkar staðhæfingar og komist upp með þær hlaut að vera vel til þess fallinn að halda á málstað Íslendinga á viðsjárverðum tímum. Ekki fór á milli mála velþóknun forsetans á þeim sem í kringum Framsóknarflokkinn voru og margir kjósendur fylgdu ósýnilegum bendingum hans um hvernig verja skyldi atkvæðinu. Fólk taldi sem sé unnvörpum – nægilega margir til að lyfta Sigmundi Davíð til æðstu metorða – að nú væru viðsjárverðir tímar fyrir íslensku þjóðina, íslensku heimilin, sem krefðust tiltekinna eiginleika fremur en annarra. Viss ófyrirleitni var samkvæmt þessum þankagangi ekki talin alls kostar til vansa; fimi við að hagræða hlutum sér í hag – til dæmis óloknum prófgráðum – var talin til mannkosta. Ráðvendni var í raun og veru ekki jafn eftirsóttur eiginleiki og ætla hefði mátt af tali fólks um Nýja Ísland sem reisa átti á rústum þess gamla með nýrri stjórnarskrá, nýjum siðferðiskröfum og nýjum stjórnmálum. Icesave og skuldir heimilanna rugluðu dæmið. Kosningarnar snerust á endanum um það hvernig fólkið taldi að sér myndi reiða af undir nýrri ríkisstjórn – hvaða ríkisstjórn væri helst trúandi til þess að sjá til þess að lífskjör hér bötnuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Tíðindi ársins voru auðvitað þau að tæp tuttugu og fimm prósent kjósenda skyldu veita Framsóknarflokknum slíkt brautargengi að formaður hans er nú orðinn forsætisráðherra, eftir að flestir höfðu nánast afskrifað þennan flokk sem raunverulegt afl í íslenskum stjórnmálum, enda verið tengdur rækilega nánast öllu því sem aflaga hafði farið í íslensku þjóðfélagi allar götur frá árinu 1916 og fram til vorra daga.Er fólk fífl? Þá segja menn: Fólk er fífl. Kjósendur eru hálfvitar. Þjóðin er ónýt. En er það nú alveg víst? Almennt veit fólk alveg hvað það er að gera þegar það ráðstafar atkvæði sínu – það vegur og metur málefnin og kemst síðan að niðurstöðu. Þannig þarf ekki einu sinni að vera að fólk sem kaus Framsókn og Sjálfstæðisflokk hafi gert það vegna þess að það hrífist endilega af leiðtogum þessara flokka eða helstu talsmönnum. Það var ekki endilega að kjósa innflutningshöft á búvöru, áframhaldandi fjármálahöft, Kínamannadekur, heimalningshátt, einangrunarhyggju, menningarfjandskap, útlendingaótta eða aðra þá tegund af þröngsýni sem margir telja einkenna ráðandi öfl um þessar mundir. Það var ekki endilega að kjósa þvaðrið í lögmanninum sem alltaf er dreginn upp til að segja einhverja vitleysu þegar dómur fellur yfir fjárglæframönnum. Það var ekki endilega að kjósa öll mismælin sem aðrir fulltrúar strá í kringum sig. Þetta eru allt hlutir sem kjósendur láta yfir sig ganga, umbera í von um að fá aðra og mikilvægari hluti í staðinn. Það var að kjósa stjórnmálamenn sem sýndu því snefil af áhuga að hjálpa því að sjá út úr skuldum sínum, en létu ekki að því liggja með snert af yfirlæti að það gæti sjálfu sér um kennt. Ein skýringin á því að svo margir snerust um síðir á sveif með þessum flokkum er sú að dómur féll í Icesave-málinu í janúarmánuði – máli Hollendinga og Englendinga á hendur Íslendingum sem rekið var fyrir EFTA-dómstólnum. Sá dómur virtist staðfesta í flestra augum – með réttu eða röngu – að þeir sem höfðu haldið því fram að Íslendingar ættu að gefa dauðann og djöfulinn í kröfur þessara ríkja um endurgreiðslur á lánum vegna þessara frægu reikninga sem sagt er að hafi dælt illa fengnu ellilífeyrisfé inn í íslenska bóluhagkerfið – að þeir hafi sem sagt haft á réttu að standa eftir allt saman. Þessar skuldir kæmu okkur ekki við. Indefence-hópurinn og hvað þeir hétu nú þessir strákar kringum Framsókn og Sigmund Davíð hefðu þar með sýnt að þeir kynnu að haga sér í alþjóðlegu fjármálaumhverfi – þó að þeir hafi reyndar verið hlegnir út úr Kanada og Noregi með sínar dollara- og krónuupptökubeiðnir – þeir gætu snúið á þá útlensku vogunarsjóði sem hingað til lands hefðu þyrpst í kjölfar Hrunsins til þess að hagnast á óförum Íslendinga. Þessi saga varð ofan á eftir dóminn í Icesave-málinu. Þeir voru taldir klárir gaurar, vita eitthvað sem aðrir vissu ekki í þessu óskiljanlega umhverfi; gætu teflt refskákina fyrir okkar hönd frekar en hinir grandvöru vinstri menn sem alltaf vilja bara „gera það sem rétt er“. Þessir strákar hefðu til að bera þann refskap og þau úrræði sem dygðu í því alþjóðlega fjármálaumhverfi þar sem einn étur annan.Refskap fremur en ráðvendni Þetta er líka ein skýringin á því hvers vegna fólk kaus unnvörpum Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta. Það hafði séð til hans í viðureignum við fræga sjónvarpshákarla halda því fram án þess að depla augunum að Íslendingar væru brautryðjendur í því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál og smá. Maður sem svo blygðunarlaust gat viðrað slíkar staðhæfingar og komist upp með þær hlaut að vera vel til þess fallinn að halda á málstað Íslendinga á viðsjárverðum tímum. Ekki fór á milli mála velþóknun forsetans á þeim sem í kringum Framsóknarflokkinn voru og margir kjósendur fylgdu ósýnilegum bendingum hans um hvernig verja skyldi atkvæðinu. Fólk taldi sem sé unnvörpum – nægilega margir til að lyfta Sigmundi Davíð til æðstu metorða – að nú væru viðsjárverðir tímar fyrir íslensku þjóðina, íslensku heimilin, sem krefðust tiltekinna eiginleika fremur en annarra. Viss ófyrirleitni var samkvæmt þessum þankagangi ekki talin alls kostar til vansa; fimi við að hagræða hlutum sér í hag – til dæmis óloknum prófgráðum – var talin til mannkosta. Ráðvendni var í raun og veru ekki jafn eftirsóttur eiginleiki og ætla hefði mátt af tali fólks um Nýja Ísland sem reisa átti á rústum þess gamla með nýrri stjórnarskrá, nýjum siðferðiskröfum og nýjum stjórnmálum. Icesave og skuldir heimilanna rugluðu dæmið. Kosningarnar snerust á endanum um það hvernig fólkið taldi að sér myndi reiða af undir nýrri ríkisstjórn – hvaða ríkisstjórn væri helst trúandi til þess að sjá til þess að lífskjör hér bötnuðu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun