Marija er besta skyttan í Olísdeild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2013 07:30 Marija Gedroit. Mynd/Stefán Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er besta skytta deildarinnar að mati þjálfaranna tólf. Haukakonan Marija Gedroit fékk þar mjög flotta kosningu en hún er ríkjandi markadrottning deildarinnar. Marija fékk fjórtán stigum meira en Vera Lopes hjá ÍBV. Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir er besta íslenska skyttan en hún fékk einu stigi meira en Jóna Margrét Ragnarsdóttir hjá Stjörnunni. „Vá. Þetta kemur mér mikið á óvart. Það er gaman að fá svona viðurkenningu og vonandi get ég haldið áfram á sömu braut,“ voru fyrstu viðbrögð Mariju Gedroit þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita að hún hefði verið kosin besta skytta deildarinnar. „Ég er á mínu þriðja ári hjá Haukum og ég er mjög ánægð með að hafa komið hingað. Haukar eru fullkomið lið fyrir mig. Allt liðið reynir að vinna með mér og hjálpa mér og á móti reyni ég að hjálpa liðinu. Við reynum að gera þetta saman,“ segir Marija. „Við hittum á gullkálfinn þarna,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, um Mariju. „Hún er með hæð til að vera góð skytta og hún er með góð skot, bæði frá gólfi sem og þegar hún stekkur upp. Það er bara kraftur í henni,“ segir Halldór Harri og er sammála kosningunni þótt hann hafi ekki getað gefið sínum leikmanni atkvæði. „Þetta kemur mér ekki á óvart því mér finnst hún vera besta vinstri skyttan á landinu og með betri leikmönnum í deildinni finnst mér,“ segir hann. Það tók samt smá tíma fyrir hana að aðlagast eftir að hún kom til Íslands fyrir tímabilið 2011-12. „Þetta tók auðvitað sinn tíma og hún var ekkert rosalega góð fyrsta hálfa árið. Þegar henni leið loksins vel á Íslandi þá skaust hún upp. Hún kemur inn í ungan hóp og sýnir fordæmi um hvernig á að gera hlutina,“ segir Halldór Harri en hvað með áhuga annarra liða? Eru félög að reyna að stela henni frá Haukum? „Hún á samning hér út næsta ár líka og verður hjá okkur næstu árin. Það hefur örugglega verið reynt að taka hana frá okkur en við erum passasamir með samninga og það er erfitt að brjóta þá,“ segir Halldór Harri. Marija er ánægð hjá Haukum og segir að liðið sé á réttri leið. „Við erum að vaxa sem lið og reynum að bæta okkur á hverju ári. Liðið er mun betra núna en það var á mínu fyrsta ári. Við ætlum að vinna eitthvað í framtíðinni hvort sem það verður í ár eða á næstu ári,“ segir Marija bjartsýn. „Kærastinn minn, Giedrius Morkunas, spilar einnig með Haukum og okkur líður báðum eins og við séum heima hjá okkur. Ég er að reyna að læra íslenskuna en Giedrius talar hana mun betur en ég,“ segir Marija og þrátt fyrir þessa flottu kosningu er hún ekkert á leiðinni í sterkara lið. „Ég held að ég sé ekki að fara neitt. Ég vona bara að við í Haukum náum að komast ofar á töflunni,“ sagði Marija.Ragnheiður Júlíusdóttir, FramMynd/DaníelHver er besta skyttan í Olís-deild kvenna? 1. Marija Gedroit, Haukum 33 (6 atkvæði í 1. sæti) 2. Vera Lopes, ÍBV 19 (2) 3. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 18 (2) 4. Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni 17 (2) 5. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 9 6. Hekla Daðadóttir, Aftureldingu 4 7. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni 3 8. Thea Imani Sturludóttir, Fylki 2 9. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 1 10. Ester Óskarsdóttir, ÍBV 1 11. Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 1Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 55 stig. Fréttablaðið greinir síðan frá fleiri niðurstöðum könnunnarinnar á næstu dögum. Olís-deild kvenna Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er besta skytta deildarinnar að mati þjálfaranna tólf. Haukakonan Marija Gedroit fékk þar mjög flotta kosningu en hún er ríkjandi markadrottning deildarinnar. Marija fékk fjórtán stigum meira en Vera Lopes hjá ÍBV. Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir er besta íslenska skyttan en hún fékk einu stigi meira en Jóna Margrét Ragnarsdóttir hjá Stjörnunni. „Vá. Þetta kemur mér mikið á óvart. Það er gaman að fá svona viðurkenningu og vonandi get ég haldið áfram á sömu braut,“ voru fyrstu viðbrögð Mariju Gedroit þegar blaðamaður Fréttablaðsins lét hana vita að hún hefði verið kosin besta skytta deildarinnar. „Ég er á mínu þriðja ári hjá Haukum og ég er mjög ánægð með að hafa komið hingað. Haukar eru fullkomið lið fyrir mig. Allt liðið reynir að vinna með mér og hjálpa mér og á móti reyni ég að hjálpa liðinu. Við reynum að gera þetta saman,“ segir Marija. „Við hittum á gullkálfinn þarna,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, um Mariju. „Hún er með hæð til að vera góð skytta og hún er með góð skot, bæði frá gólfi sem og þegar hún stekkur upp. Það er bara kraftur í henni,“ segir Halldór Harri og er sammála kosningunni þótt hann hafi ekki getað gefið sínum leikmanni atkvæði. „Þetta kemur mér ekki á óvart því mér finnst hún vera besta vinstri skyttan á landinu og með betri leikmönnum í deildinni finnst mér,“ segir hann. Það tók samt smá tíma fyrir hana að aðlagast eftir að hún kom til Íslands fyrir tímabilið 2011-12. „Þetta tók auðvitað sinn tíma og hún var ekkert rosalega góð fyrsta hálfa árið. Þegar henni leið loksins vel á Íslandi þá skaust hún upp. Hún kemur inn í ungan hóp og sýnir fordæmi um hvernig á að gera hlutina,“ segir Halldór Harri en hvað með áhuga annarra liða? Eru félög að reyna að stela henni frá Haukum? „Hún á samning hér út næsta ár líka og verður hjá okkur næstu árin. Það hefur örugglega verið reynt að taka hana frá okkur en við erum passasamir með samninga og það er erfitt að brjóta þá,“ segir Halldór Harri. Marija er ánægð hjá Haukum og segir að liðið sé á réttri leið. „Við erum að vaxa sem lið og reynum að bæta okkur á hverju ári. Liðið er mun betra núna en það var á mínu fyrsta ári. Við ætlum að vinna eitthvað í framtíðinni hvort sem það verður í ár eða á næstu ári,“ segir Marija bjartsýn. „Kærastinn minn, Giedrius Morkunas, spilar einnig með Haukum og okkur líður báðum eins og við séum heima hjá okkur. Ég er að reyna að læra íslenskuna en Giedrius talar hana mun betur en ég,“ segir Marija og þrátt fyrir þessa flottu kosningu er hún ekkert á leiðinni í sterkara lið. „Ég held að ég sé ekki að fara neitt. Ég vona bara að við í Haukum náum að komast ofar á töflunni,“ sagði Marija.Ragnheiður Júlíusdóttir, FramMynd/DaníelHver er besta skyttan í Olís-deild kvenna? 1. Marija Gedroit, Haukum 33 (6 atkvæði í 1. sæti) 2. Vera Lopes, ÍBV 19 (2) 3. Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram 18 (2) 4. Jóna Margrét Ragnarsdóttir, Stjörnunni 17 (2) 5. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Val 9 6. Hekla Daðadóttir, Aftureldingu 4 7. Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni 3 8. Thea Imani Sturludóttir, Fylki 2 9. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi 1 10. Ester Óskarsdóttir, ÍBV 1 11. Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 1Þjálfarar deildarinnar tilnefndu þrjá leikmenn (ekki úr eigin liði) í 1., 2. og 3. sæti. Fyrsta sætið fékk 5 stig, annað sætið fékk 3 stig og þriðja sætið fékk 1 stig. Leikmenn gátu mest fengið 55 stig. Fréttablaðið greinir síðan frá fleiri niðurstöðum könnunnarinnar á næstu dögum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira