Árið í ár er engin undantekning og virðist Kardashian-klanið leggja mikinn metnað upp úr því að gera alltaf betur og betur þegar kemur að kortunum.

Stjörnuljósmyndarinn David LaChapelle var fenginn til að taka nýjustu myndina en þar er greinilegt karnival og framtíðarþema. Á myndina vantar Rob Kardashian, Scott Disick, Kanye West, North West og Lamar Odom en hann er nýskilinn við Khloe Kardashian.

Jólakort í 3D – ekkert til sparað!

Svo sannarlega rauðglóandi jólakort.

Jólasveinninn mætti í myndatökuna.

Það eina sem skemmir þetta er að nafn Khloe er skrifað vitlaust.

Algjörir englar með foreldrum sínum, Kris Jenner og Robert Kardashian.

Systurnar Kim, Kourtney og Khloe í góðu skapi á jólunum.