Fyrirmynd fallin frá Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. desember 2013 07:00 Nelson Mandela er heimsbyggðinni harmdauði. Hann er ekki eingöngu syrgður í heimalandi sínu Suður-Afríku heldur víða um lönd. Hann var líklega áhrifamesti stjórnmálamaður og þjóðarleiðtogi samtímans, jafnvel þótt hann væri löngu hættur formlegum afskiptum af pólitík, enda orðinn 95 ára gamall. Ástæðan er það einstaka fordæmi sem Mandela sýndi. Þegar stjórn hvíta minnihlutans lét hann lausan úr fangelsi eftir að hann hafði setið þar í 27 ár, var honum hefnd ekki efst í huga og því síður ófriður, þótt hann hefði á sínum tíma skipulagt vopnað andóf gegn apartheid-stefnunni. Mandela lét reiðina og hatrið ekki ná tökum á sér, heldur lagði megináherzlu á fyrirgefninguna og tókst að ná samningum við stjórn hvíta minnihlutans um friðsamleg valdaskipti og breytt stjórnkerfi í Suður-Afríku. Þar höfðu allir íbúar landsins jafnan rétt. Réttindi hvíta minnihlutans voru varin, um leið og svarti meirihlutinn fékk þau mannréttindi sem honum hafði verið neitað um. Mandela lagði sig í framkróka að sýna hvíta minnihlutanum virðingu, jafnvel þannig að ýmsum félögum hans í Afríska þjóðarráðinu þótti nóg um. En honum tókst ætlunarverkið. Saga Suður-Afríku síðustu tuttugu árin hefði án hans getað orðið saga skelfilegra hörmunga og blóðsúthellinga. Þótt Suður-Afríkumenn glími enn við mörg vandamál er landið þó betur statt en flest Afríkuríki. Þetta er fordæmi sem við getum öll horft til sem manneskjur; það gefst yfirleitt betur að fyrirgefa og leita eftir friði en að láta hatrið og ofbeldið ráða. Mandela var þó jafnvel mikilvægari fyrirmynd vegna þess hversu ólíkur hann var mörgum afrískum frelsishetjum sem komu á undan honum. Saga Afríku er stráð dæmum um vinsæla foringja sem frelsuðu þjóð sína undan oki nýlenduherra eða annarra kúgara en gerðust síðan þaulsætnir í embætti, spilltir og skeytingarlausir um lýðræði og mannréttindi. Þeir enduðu oft sem verri harðstjórar en forverarnir. Mandela var kjörinn fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku. Hann sat hins vegar aðeins eitt kjörtímabil og afhenti þá öðrum völdin. Það er óvenjulegt í Afríku. Hann lagði sömuleiðis gríðarlega áherzlu á að byggja upp réttarríki með lýðræðislegum stofnunum, frjálsum fjölmiðlum og sjálfstæðum dómstólum. Hann virti úrskurði dómstólanna jafnvel þótt hann væri ósammála þeim og þeir kæmu honum illa og hann lét fjölmiðlana í friði jafnvel þótt hann gagnrýndi þá og teldi þá ósanngjarna. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skrifaði í Financial Times fyrir helgina að það væri ekki sízt fordæmi Mandela að þakka að í meirihluta Afríkuríkja væru nú lýðræðislega kjörnir leiðtogar, sem leituðust við að styrkja undirstöður lögmætra stjórnarhátta í löndum sínum. Bæði Afríka og heimurinn allur eiga þó mikið undir því að fleiri fari að fordæmi Nelsons Mandela. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun
Nelson Mandela er heimsbyggðinni harmdauði. Hann er ekki eingöngu syrgður í heimalandi sínu Suður-Afríku heldur víða um lönd. Hann var líklega áhrifamesti stjórnmálamaður og þjóðarleiðtogi samtímans, jafnvel þótt hann væri löngu hættur formlegum afskiptum af pólitík, enda orðinn 95 ára gamall. Ástæðan er það einstaka fordæmi sem Mandela sýndi. Þegar stjórn hvíta minnihlutans lét hann lausan úr fangelsi eftir að hann hafði setið þar í 27 ár, var honum hefnd ekki efst í huga og því síður ófriður, þótt hann hefði á sínum tíma skipulagt vopnað andóf gegn apartheid-stefnunni. Mandela lét reiðina og hatrið ekki ná tökum á sér, heldur lagði megináherzlu á fyrirgefninguna og tókst að ná samningum við stjórn hvíta minnihlutans um friðsamleg valdaskipti og breytt stjórnkerfi í Suður-Afríku. Þar höfðu allir íbúar landsins jafnan rétt. Réttindi hvíta minnihlutans voru varin, um leið og svarti meirihlutinn fékk þau mannréttindi sem honum hafði verið neitað um. Mandela lagði sig í framkróka að sýna hvíta minnihlutanum virðingu, jafnvel þannig að ýmsum félögum hans í Afríska þjóðarráðinu þótti nóg um. En honum tókst ætlunarverkið. Saga Suður-Afríku síðustu tuttugu árin hefði án hans getað orðið saga skelfilegra hörmunga og blóðsúthellinga. Þótt Suður-Afríkumenn glími enn við mörg vandamál er landið þó betur statt en flest Afríkuríki. Þetta er fordæmi sem við getum öll horft til sem manneskjur; það gefst yfirleitt betur að fyrirgefa og leita eftir friði en að láta hatrið og ofbeldið ráða. Mandela var þó jafnvel mikilvægari fyrirmynd vegna þess hversu ólíkur hann var mörgum afrískum frelsishetjum sem komu á undan honum. Saga Afríku er stráð dæmum um vinsæla foringja sem frelsuðu þjóð sína undan oki nýlenduherra eða annarra kúgara en gerðust síðan þaulsætnir í embætti, spilltir og skeytingarlausir um lýðræði og mannréttindi. Þeir enduðu oft sem verri harðstjórar en forverarnir. Mandela var kjörinn fyrsti þeldökki forseti Suður-Afríku. Hann sat hins vegar aðeins eitt kjörtímabil og afhenti þá öðrum völdin. Það er óvenjulegt í Afríku. Hann lagði sömuleiðis gríðarlega áherzlu á að byggja upp réttarríki með lýðræðislegum stofnunum, frjálsum fjölmiðlum og sjálfstæðum dómstólum. Hann virti úrskurði dómstólanna jafnvel þótt hann væri ósammála þeim og þeir kæmu honum illa og hann lét fjölmiðlana í friði jafnvel þótt hann gagnrýndi þá og teldi þá ósanngjarna. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skrifaði í Financial Times fyrir helgina að það væri ekki sízt fordæmi Mandela að þakka að í meirihluta Afríkuríkja væru nú lýðræðislega kjörnir leiðtogar, sem leituðust við að styrkja undirstöður lögmætra stjórnarhátta í löndum sínum. Bæði Afríka og heimurinn allur eiga þó mikið undir því að fleiri fari að fordæmi Nelsons Mandela.