Ertu algjör sveppur? Teitur Guðmundsson skrifar 3. desember 2013 06:00 Þetta orðatiltæki hefur verið notað í niðrandi tilgangi til að gera lítið úr fólki og stríða. Það er í sjálfu sér meiðandi og ekki til mikils sóma fyrir þann sem slíkt notar. Það er hins vegar staðreynd að líkami okkar er stöðugt að glíma við sveppi, sem í flestum tilvikum er tækifærissinnaður sýkingarvaldur. Þeir sem eru almennt hraustir eiga yfirleitt ekki í miklum vandræðum, ónæmiskerfið og hin eðlilega bakteríuflóra heldur sveppunum í skefjum, en hjá þeim sem eru ónæmisbældir vegna sjúkdóms, lyfja eða annarra ástæðna geta sveppir hreinlega tekið yfirhöndina og valdið alvarlegum veikindum. Það eru margar tegundir sveppa til og þeir valda mismunandi vanda, þeirra algengastur og sennilega best þekktur er Candida sem veldur þrusku í munni, sýkingum í og á kynfærum, í fellingum húðar, á bleyjusvæði barna og í nöglum svo dæmi séu tekin. Í alvarlegri tilvikum getur þessi sveppategund sýkt innri líffæri og komist í blóðrásina með ófyrirséðum afleiðingum. Alvarlegar sveppasýkingar sem við óttumst sérstaklega hjá þeim sem glíma við HIV sjúkdóm, krabbamein, eru líffæraþegar eða ónæmisbældir af einhverjum orsökum eru einnig vel þekktar og útheimta öfluga meðferð greinist þær hjá slíkum einstaklingum. Þá má ekki gleyma þeim sveppum sem eru í umhverfi okkar og í samhengi við raka geta valdið alvarlegum veikindum einnig eins og við höfum fylgst með í umræðunni undanfarin ár með sveppasýkt húsnæði. Þar er um að ræða samspil óþols, ofnæmis og eiturefna sem sveppirnir gefa frá sér. Enn aðrar tegundir sveppa sem herja á okkur mannfólkið eru svokallaðir dermatophytar sem fyrst og fremst sýkja húðina og neglur og valda klassískum breytingum á nöglinni með þykknun og litabreytingu hennar.Allt í kringum okkur Það er því ljóst að sveppir eru allt í kringum okkur og við finnum mismikið fyrir þeim og þá getur verið miserfitt að eiga við vandann. Hér á landi er mjög algengt vandamál hjá einstaklingum að glíma við naglsveppi. Tíðnin virðist meiri eftir því sem næst verður komist en víðast erlendis og helgast hugsanlega af samsetningu vatnsins hér, mikilli sundlaugarmenningu og mögulega því að sjaldan gefast tækifæri til að ganga í opnum skóm. Undirliggjandi sjúkdómar eins og sykursýki og útæðasjúkdómar hafa einnig áhrif til hins verra. Ljóst er að margir glíma við þennan vanda sem almennt veldur litlum einkennum framan af, síðar meir þó verkjum og óþægindum, ýtir undir aðrar sýkingar auk þess sem þetta er lýti þar sem nöglin eyðileggst með tímanum. Greiningin er tiltölulega auðveld, en það geta legið aðrir sjúkdómar til grundvallar eins og Psoriasis, því er mælt með að rækta eða taka sýni til staðfestingar. Þegar kemur að meðferð eru ýmsar leiðir færar, en vandinn er í raun sá að neglur eru býsna þykkur vefur og þéttur svo krem eiga lítið erindi og gera almennt lítið gagn, þau geta hins vegar virkað vel á sveppasýkingu í húð á milli táa. Þá eru til lyf í töfluformi sem eðli málsins samkvæmt hafa áhrif á allan líkamann en blóðflæði er með því minnsta sem þekkist í vef eins og nöglum og beinist meðferðin þess vegna að naglbeðnum. Því þarf að endurtaka slíka meðferð jafnvel nokkrum sinnum, hún hentar ekki öllum sjúklingahópum og hún tekur langan tíma auk þess sem hún hefur ýmsar aukaverkanir í för með sér eins og að valda útbrotum eða jafnvel lifrarskaða. Nýlegt úrræði til meðhöndlunar er Laser meðferð sem beinist gegn sveppnum sjálfum og eyðileggur hann í stórum hluta tilfella á einfaldan og markvissan hátt í nokkrum meðferðarlotum án þess að hafa áhrif annars staðar í líkamanum og hentar flestum sem glíma við slíkan vanda. Þarna er um að ræða afar áhugaverðan meðferðarkost fyrir þá sem glíma við naglsvepp og verður spennandi að fylgjast með árangrinum á næstu árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Þetta orðatiltæki hefur verið notað í niðrandi tilgangi til að gera lítið úr fólki og stríða. Það er í sjálfu sér meiðandi og ekki til mikils sóma fyrir þann sem slíkt notar. Það er hins vegar staðreynd að líkami okkar er stöðugt að glíma við sveppi, sem í flestum tilvikum er tækifærissinnaður sýkingarvaldur. Þeir sem eru almennt hraustir eiga yfirleitt ekki í miklum vandræðum, ónæmiskerfið og hin eðlilega bakteríuflóra heldur sveppunum í skefjum, en hjá þeim sem eru ónæmisbældir vegna sjúkdóms, lyfja eða annarra ástæðna geta sveppir hreinlega tekið yfirhöndina og valdið alvarlegum veikindum. Það eru margar tegundir sveppa til og þeir valda mismunandi vanda, þeirra algengastur og sennilega best þekktur er Candida sem veldur þrusku í munni, sýkingum í og á kynfærum, í fellingum húðar, á bleyjusvæði barna og í nöglum svo dæmi séu tekin. Í alvarlegri tilvikum getur þessi sveppategund sýkt innri líffæri og komist í blóðrásina með ófyrirséðum afleiðingum. Alvarlegar sveppasýkingar sem við óttumst sérstaklega hjá þeim sem glíma við HIV sjúkdóm, krabbamein, eru líffæraþegar eða ónæmisbældir af einhverjum orsökum eru einnig vel þekktar og útheimta öfluga meðferð greinist þær hjá slíkum einstaklingum. Þá má ekki gleyma þeim sveppum sem eru í umhverfi okkar og í samhengi við raka geta valdið alvarlegum veikindum einnig eins og við höfum fylgst með í umræðunni undanfarin ár með sveppasýkt húsnæði. Þar er um að ræða samspil óþols, ofnæmis og eiturefna sem sveppirnir gefa frá sér. Enn aðrar tegundir sveppa sem herja á okkur mannfólkið eru svokallaðir dermatophytar sem fyrst og fremst sýkja húðina og neglur og valda klassískum breytingum á nöglinni með þykknun og litabreytingu hennar.Allt í kringum okkur Það er því ljóst að sveppir eru allt í kringum okkur og við finnum mismikið fyrir þeim og þá getur verið miserfitt að eiga við vandann. Hér á landi er mjög algengt vandamál hjá einstaklingum að glíma við naglsveppi. Tíðnin virðist meiri eftir því sem næst verður komist en víðast erlendis og helgast hugsanlega af samsetningu vatnsins hér, mikilli sundlaugarmenningu og mögulega því að sjaldan gefast tækifæri til að ganga í opnum skóm. Undirliggjandi sjúkdómar eins og sykursýki og útæðasjúkdómar hafa einnig áhrif til hins verra. Ljóst er að margir glíma við þennan vanda sem almennt veldur litlum einkennum framan af, síðar meir þó verkjum og óþægindum, ýtir undir aðrar sýkingar auk þess sem þetta er lýti þar sem nöglin eyðileggst með tímanum. Greiningin er tiltölulega auðveld, en það geta legið aðrir sjúkdómar til grundvallar eins og Psoriasis, því er mælt með að rækta eða taka sýni til staðfestingar. Þegar kemur að meðferð eru ýmsar leiðir færar, en vandinn er í raun sá að neglur eru býsna þykkur vefur og þéttur svo krem eiga lítið erindi og gera almennt lítið gagn, þau geta hins vegar virkað vel á sveppasýkingu í húð á milli táa. Þá eru til lyf í töfluformi sem eðli málsins samkvæmt hafa áhrif á allan líkamann en blóðflæði er með því minnsta sem þekkist í vef eins og nöglum og beinist meðferðin þess vegna að naglbeðnum. Því þarf að endurtaka slíka meðferð jafnvel nokkrum sinnum, hún hentar ekki öllum sjúklingahópum og hún tekur langan tíma auk þess sem hún hefur ýmsar aukaverkanir í för með sér eins og að valda útbrotum eða jafnvel lifrarskaða. Nýlegt úrræði til meðhöndlunar er Laser meðferð sem beinist gegn sveppnum sjálfum og eyðileggur hann í stórum hluta tilfella á einfaldan og markvissan hátt í nokkrum meðferðarlotum án þess að hafa áhrif annars staðar í líkamanum og hentar flestum sem glíma við slíkan vanda. Þarna er um að ræða afar áhugaverðan meðferðarkost fyrir þá sem glíma við naglsvepp og verður spennandi að fylgjast með árangrinum á næstu árum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun