Hátíðlegt að vinna á aðfangadagskvöld 13. desember 2013 20:00 ,,Það er gott að finna að við höfum gert fjölskyldum kleift að vera saman yfir jólin,“ segir Steinunn Ingvarsdóttir aðstoðardeildarstjóri krabbameinslækningadeildar Landspítalans. MYND/VILHELM Á meðan flestir landsmenn sitja að snæðingi með fjölskyldum sínum á aðfangadagskvöld eru alltaf einhverjir sem þurfa að sinna störfum sínum. Meðal þeirra eru starfsmenn heilbrigðisstofnana landsins sem halda áfram að sinna skjólstæðingum sínum eins og alla aðra daga vikunnar. Starfsmenn krabbameinslækningadeildar Landspítalans eru í þeim flokki en deildin býr yfir fjórtán rúmum fyrir sjúklinga með krabbamein og krabbameinstengd vandamál. Steinunn Ingvarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri krabbameinslækningadeildar Landspítalans, segir það vera óskráða reglu að starfsfólk vinni annaðhvort um jól eða áramót yfir hverja jólahátíð. „Persónulega veit ég fátt hátíðlegra en að vinna á aðfangadagskvöld. Það er nefnilega reglulega góð tilfinning sem fylgir því að hafa getað gert kvöldið bærilegra og jafnvel gott fyrir sjúklingana og aðstandendur þeirra. Það er gott að finna að við höfum gert fjölskyldum kleift að vera saman yfir jólin.“ Í byrjun desember hittast starfsmenn deildarinnar og skrifa jólakort til aðstandenda þeirra sem hafa látist á deildinni á árinu. „Þá fáum við tækifæri til að minnast þeirra einstaklinga sem hafa látist og sendum ástvinum þeirra hlýjar kveðjur. Það myndast gjarnan sterk tengsl við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra.“ Deildin er skreytt í upphafi aðventunnar og um miðjan desember er aðventukaffi á setustofu deildarinnar. „Þá búum við til ekta súkkulaði og höfum smákökur á borðum. Sjúkrahúspresturinn okkar, sr. Bragi Skúlason, kemur og les jólaguðspjallið og í fyrra kom kór Ásvallakirkju og söng jólalög á aðventustundinni.“ Á aðfangadag er messa en aðfangadagskvöldin eru mjög misjöfn frá ári til árs og fer allt eftir fjölda og veikindum þeirra sjúklinga sem liggja inni. „Starfsfólk dekkar upp borð í setustofunni og kveikir á kertum. Við aðstoðum þá sjúklinga sem geta borðað í setustofunni og sitjum saman, borðum jólamatinn og hlustum á messuna í útvarpinu. Stundum kemst enginn sjúklingur fram og þá skiptum við okkur milli þeirra sem þurfa aðstoð við matinn. Stundum hefur verið svo mikið að gera að við náum ekki að setjast saman og borða jólamatinn.“ Margir gestir líta yfirleitt inn um kvöldið að sögn Steinunnar og dæmi eru um að stórfjölskyldur hafi komið saman og haldið jólin með ástvini sínum, komið með jólamatinn með sér og opnað gjafirnar. Engir tveir dagar eru því eins yfir jólin eins og búast má við á vinnustað eins og krabbameinslækningadeildinni. Einu eftirminnilegu atviki man Steinunn vel eftir. „Það var þegar hér lá ung kona hjá okkur um jólin. Ung dóttir hennar hafði fengið að gista hjá henni hér á deildinni eina nóttina rétt fyrir jólin. Hún setti auðvitað skóinn sinn út í glugga og þá nótt þurfti hjúkrunarfræðingurinn sem var á næturvaktinni að bregða sér í hlutverk jólasveinsins og setja í skóinn hjá dótturinni.“ Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Jólin eru drengjakórar Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Lyfti samfélaginu upp á annað plan Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól
Á meðan flestir landsmenn sitja að snæðingi með fjölskyldum sínum á aðfangadagskvöld eru alltaf einhverjir sem þurfa að sinna störfum sínum. Meðal þeirra eru starfsmenn heilbrigðisstofnana landsins sem halda áfram að sinna skjólstæðingum sínum eins og alla aðra daga vikunnar. Starfsmenn krabbameinslækningadeildar Landspítalans eru í þeim flokki en deildin býr yfir fjórtán rúmum fyrir sjúklinga með krabbamein og krabbameinstengd vandamál. Steinunn Ingvarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri krabbameinslækningadeildar Landspítalans, segir það vera óskráða reglu að starfsfólk vinni annaðhvort um jól eða áramót yfir hverja jólahátíð. „Persónulega veit ég fátt hátíðlegra en að vinna á aðfangadagskvöld. Það er nefnilega reglulega góð tilfinning sem fylgir því að hafa getað gert kvöldið bærilegra og jafnvel gott fyrir sjúklingana og aðstandendur þeirra. Það er gott að finna að við höfum gert fjölskyldum kleift að vera saman yfir jólin.“ Í byrjun desember hittast starfsmenn deildarinnar og skrifa jólakort til aðstandenda þeirra sem hafa látist á deildinni á árinu. „Þá fáum við tækifæri til að minnast þeirra einstaklinga sem hafa látist og sendum ástvinum þeirra hlýjar kveðjur. Það myndast gjarnan sterk tengsl við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra.“ Deildin er skreytt í upphafi aðventunnar og um miðjan desember er aðventukaffi á setustofu deildarinnar. „Þá búum við til ekta súkkulaði og höfum smákökur á borðum. Sjúkrahúspresturinn okkar, sr. Bragi Skúlason, kemur og les jólaguðspjallið og í fyrra kom kór Ásvallakirkju og söng jólalög á aðventustundinni.“ Á aðfangadag er messa en aðfangadagskvöldin eru mjög misjöfn frá ári til árs og fer allt eftir fjölda og veikindum þeirra sjúklinga sem liggja inni. „Starfsfólk dekkar upp borð í setustofunni og kveikir á kertum. Við aðstoðum þá sjúklinga sem geta borðað í setustofunni og sitjum saman, borðum jólamatinn og hlustum á messuna í útvarpinu. Stundum kemst enginn sjúklingur fram og þá skiptum við okkur milli þeirra sem þurfa aðstoð við matinn. Stundum hefur verið svo mikið að gera að við náum ekki að setjast saman og borða jólamatinn.“ Margir gestir líta yfirleitt inn um kvöldið að sögn Steinunnar og dæmi eru um að stórfjölskyldur hafi komið saman og haldið jólin með ástvini sínum, komið með jólamatinn með sér og opnað gjafirnar. Engir tveir dagar eru því eins yfir jólin eins og búast má við á vinnustað eins og krabbameinslækningadeildinni. Einu eftirminnilegu atviki man Steinunn vel eftir. „Það var þegar hér lá ung kona hjá okkur um jólin. Ung dóttir hennar hafði fengið að gista hjá henni hér á deildinni eina nóttina rétt fyrir jólin. Hún setti auðvitað skóinn sinn út í glugga og þá nótt þurfti hjúkrunarfræðingurinn sem var á næturvaktinni að bregða sér í hlutverk jólasveinsins og setja í skóinn hjá dótturinni.“
Mest lesið Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Jólin eru drengjakórar Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Lyfti samfélaginu upp á annað plan Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól