Þarf að bæta mig um tíu sekúndur Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2013 06:30 Brynjar Leó Kristinsson ætlar sér að ná lágmarkinu fyrir Sochi-leikana og hefur næstu vikur til stefnu. Það er bara spurning hvort það dugi honum. mynd/sigmar „Ég var að koma af æfingu hér í Hlíðarfjalli og þetta gengur bara vonum framar, enda frábær aðstaða hér á Akureyri um þessar mundir,“ segir hinn 25 ára Brynjar Leó Kristinsson, skíðagöngukappi, sem hefur næstu tvo mánuði til þess að ná lágmarkinu á Vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi en leikarnir fara fram í febrúar. Æfingafélagarnir Brynjar Leó og Sævar Birgisson æfa þessa dagana af kappi á Akureyri og framundan eru mót til að ná lágmarkinu. Sævar stendur betur að vígi en hann hefur nú þegar náð lágmarkinu í sprettgöngu og 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Eins og staðan er núna fer aðeins einn skíðagöngumaður á leikana en takist öðrum hvorum þeirra að komast á topp 300 á heimslistanum gefur það sjálfkrafa keppnisrétt í Sochi. Það er því möguleiki fyrir þá báða að komast á þetta stærsta skíðagöngumót í heiminum. „Næsta mót hjá mér fer fram í Svíþjóð og hefst 22. nóvember en framundan eru níu eða tíu mót hjá mér til að ná lágmarkinu. Þetta lítur vel út en ég þarf bæta mig um tíu sekúndur sem ætti í raun að vera formsatriði.“ Brynjar hefur áður náð tímalágmarkinu á æfingum og það er því ljóst að hann hefur alla burði til þess að standast prófið. „Sævar er kominn inn á leikana í sprettgöngu en ég stefni á lengri göngu, þar liggur minn styrkleiki. Vonandi fer það svo að við komumst báðir á Ólympíuleikana en síðast kepptu tveir skíðagöngukappar fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994.“ Brynjar byrjaði að æfa skíði þegar hann var fjögurra ára en eftir rúmlega áratug í íþróttinni lagði hann skíðin á hilluna 16 ára. „Ég var kominn með þó nokkurn leiða á göngunni og þar sem flestallir vinir mínir voru að hætta ákvað ég að fara sömu leið.“ Þá tók við tími þar sem Brynjar ákvað að leggja sund fyrir sig og æfði hann íþróttina næstu þrjú árin. „Sundið átti nokkuð vel við mig. Félagsskapurinn var góður en minn besti árangur í sundinu var áttunda sæti á Íslandsmeistaramótinu í 1.500 metra skriðsundi.“ 19 ára ákvað Brynjar að taka þátt á skíðalandsmótinu sem þá var haldið á Akureyri. „Ég var farinn að sakna göngunnar og skráði mig til leiks í flokki 17-19 ára. Það fór betur en á horfðist og ég vann sprettgönguna. Þá varð í raun ekki aftur snúið og ég sá mig knúinn til að fara aftur á fullt í sportið.“ Möguleikar Brynjars á að komast á topp 300 á heimslistanum eru að sögn Ólafsfirðingsins ekki svo miklir en Sævar gæti hins vegar náð því. „Ég næ líklega ekki þeim árangri á næstu vikum en Sævar er í góðri stöðu og ef allt fer vel gætum við báðir komist til Sochi.“ Brynjar Leó og Sævar búa báðir í Svíþjóð þar sem þeir æfa með Ulricehamns IF en þeir gerðu eins árs samning við klúbbinn. Innlendar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira
„Ég var að koma af æfingu hér í Hlíðarfjalli og þetta gengur bara vonum framar, enda frábær aðstaða hér á Akureyri um þessar mundir,“ segir hinn 25 ára Brynjar Leó Kristinsson, skíðagöngukappi, sem hefur næstu tvo mánuði til þess að ná lágmarkinu á Vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi en leikarnir fara fram í febrúar. Æfingafélagarnir Brynjar Leó og Sævar Birgisson æfa þessa dagana af kappi á Akureyri og framundan eru mót til að ná lágmarkinu. Sævar stendur betur að vígi en hann hefur nú þegar náð lágmarkinu í sprettgöngu og 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Eins og staðan er núna fer aðeins einn skíðagöngumaður á leikana en takist öðrum hvorum þeirra að komast á topp 300 á heimslistanum gefur það sjálfkrafa keppnisrétt í Sochi. Það er því möguleiki fyrir þá báða að komast á þetta stærsta skíðagöngumót í heiminum. „Næsta mót hjá mér fer fram í Svíþjóð og hefst 22. nóvember en framundan eru níu eða tíu mót hjá mér til að ná lágmarkinu. Þetta lítur vel út en ég þarf bæta mig um tíu sekúndur sem ætti í raun að vera formsatriði.“ Brynjar hefur áður náð tímalágmarkinu á æfingum og það er því ljóst að hann hefur alla burði til þess að standast prófið. „Sævar er kominn inn á leikana í sprettgöngu en ég stefni á lengri göngu, þar liggur minn styrkleiki. Vonandi fer það svo að við komumst báðir á Ólympíuleikana en síðast kepptu tveir skíðagöngukappar fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994.“ Brynjar byrjaði að æfa skíði þegar hann var fjögurra ára en eftir rúmlega áratug í íþróttinni lagði hann skíðin á hilluna 16 ára. „Ég var kominn með þó nokkurn leiða á göngunni og þar sem flestallir vinir mínir voru að hætta ákvað ég að fara sömu leið.“ Þá tók við tími þar sem Brynjar ákvað að leggja sund fyrir sig og æfði hann íþróttina næstu þrjú árin. „Sundið átti nokkuð vel við mig. Félagsskapurinn var góður en minn besti árangur í sundinu var áttunda sæti á Íslandsmeistaramótinu í 1.500 metra skriðsundi.“ 19 ára ákvað Brynjar að taka þátt á skíðalandsmótinu sem þá var haldið á Akureyri. „Ég var farinn að sakna göngunnar og skráði mig til leiks í flokki 17-19 ára. Það fór betur en á horfðist og ég vann sprettgönguna. Þá varð í raun ekki aftur snúið og ég sá mig knúinn til að fara aftur á fullt í sportið.“ Möguleikar Brynjars á að komast á topp 300 á heimslistanum eru að sögn Ólafsfirðingsins ekki svo miklir en Sævar gæti hins vegar náð því. „Ég næ líklega ekki þeim árangri á næstu vikum en Sævar er í góðri stöðu og ef allt fer vel gætum við báðir komist til Sochi.“ Brynjar Leó og Sævar búa báðir í Svíþjóð þar sem þeir æfa með Ulricehamns IF en þeir gerðu eins árs samning við klúbbinn.
Innlendar Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Í beinni: Man. Utd - Real Sociedad | Fyrirliði Íslands á Old Trafford Í beinni: Fiorentina - Panathinaikos | Íslendingar kljást í Flórens Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira