Ég átti aldrei séns Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2013 06:00 Ég er fædd og uppalin í Breiðholtinu. Þegar ég var krakki byrjaði ég að fitna. Og fitna. Og fitna. Síðan fékk ég gleraugu. Ekki krúttleg og pen dúllugleraugu heldur flöskubotna. Ég var líka góð í skóla. Lærði alltaf heima samviskusamlega. Hlýddi foreldrum mínum og virti útivistarbönn. Fannst miklu skemmtilegra að horfa á Nágranna eftir skóla og troða í mig frostpinnum en að fara út að leika með krökkunum. Ég átti því aldrei séns gagnvart stríðnispúkum. Í þessa daga var jú lítið talað um einelti. Meira um góðlátlega stríðni. Háðsglósur hér og þar hafa jú aldrei skaðað neinn. Nema kannski sjálfsmyndina. En henni er alltaf hægt að plástra saman aftur. Er það ekki annars? Móðir mín er kennari og sá í hvert stefndi snemma á skólaferli mínum. Í fyrsta sinn sem ég kom heim grátandi yfir því að einhverjir krakkar hefðu kallað mig fitubollu og gleraugnaglám settist hún niður með mér og gaf mér bestu ráð sem ég hef fengið á ævinni. „Láttu bara eins og þú heyrir ekki í þeim.“ Sem ég og gerði. Nú geta eflaust hámenntaðir uppeldis- og félagsfræðingar rökrætt um það klukkutímum saman hvort þetta hafi verið rétt viðbrögð hjá móður minni en viti menn, þetta virkaði. Auðvitað var mér strítt en ekkert meira en öðrum. Stríðnispúkarnir hættu fljótt að nenna að reyna að espa mig upp þar sem það bar engan árangur og ég fékk að vera spikfeitur gleraugnaglámur í friði. En það búa ekki allir svo vel að eiga móður sem gefur ráð sem virka. Og það búa ekki allir það vel að geta látið ljót orð sem vind um eyru þjóta þangað til illskeyttu börnin sem uppfull eru af minnimáttarkennd hætta að nenna að atast í þeim. Það eru engir tveir eins og það eiga allir séns. Það er ekkert smart við það að vera stríðnispúki. Það ber vott um fávisku, dómgreindarleysi og þröngsýni. Byggðu sjálfan þig upp í staðinn fyrir að brjóta einhvern annan niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun
Ég er fædd og uppalin í Breiðholtinu. Þegar ég var krakki byrjaði ég að fitna. Og fitna. Og fitna. Síðan fékk ég gleraugu. Ekki krúttleg og pen dúllugleraugu heldur flöskubotna. Ég var líka góð í skóla. Lærði alltaf heima samviskusamlega. Hlýddi foreldrum mínum og virti útivistarbönn. Fannst miklu skemmtilegra að horfa á Nágranna eftir skóla og troða í mig frostpinnum en að fara út að leika með krökkunum. Ég átti því aldrei séns gagnvart stríðnispúkum. Í þessa daga var jú lítið talað um einelti. Meira um góðlátlega stríðni. Háðsglósur hér og þar hafa jú aldrei skaðað neinn. Nema kannski sjálfsmyndina. En henni er alltaf hægt að plástra saman aftur. Er það ekki annars? Móðir mín er kennari og sá í hvert stefndi snemma á skólaferli mínum. Í fyrsta sinn sem ég kom heim grátandi yfir því að einhverjir krakkar hefðu kallað mig fitubollu og gleraugnaglám settist hún niður með mér og gaf mér bestu ráð sem ég hef fengið á ævinni. „Láttu bara eins og þú heyrir ekki í þeim.“ Sem ég og gerði. Nú geta eflaust hámenntaðir uppeldis- og félagsfræðingar rökrætt um það klukkutímum saman hvort þetta hafi verið rétt viðbrögð hjá móður minni en viti menn, þetta virkaði. Auðvitað var mér strítt en ekkert meira en öðrum. Stríðnispúkarnir hættu fljótt að nenna að reyna að espa mig upp þar sem það bar engan árangur og ég fékk að vera spikfeitur gleraugnaglámur í friði. En það búa ekki allir svo vel að eiga móður sem gefur ráð sem virka. Og það búa ekki allir það vel að geta látið ljót orð sem vind um eyru þjóta þangað til illskeyttu börnin sem uppfull eru af minnimáttarkennd hætta að nenna að atast í þeim. Það eru engir tveir eins og það eiga allir séns. Það er ekkert smart við það að vera stríðnispúki. Það ber vott um fávisku, dómgreindarleysi og þröngsýni. Byggðu sjálfan þig upp í staðinn fyrir að brjóta einhvern annan niður.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun