Sumum leið eins og þeir kynnu ekki neitt í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2013 07:30 Falur Harðarson og félagar í stjórn Körfuboltadeildar Keflavíkur tóku stóra ákvörðun í sumar, ákvörðun sem kom mikið á óvart en er heldur betur farin að borga sig. Ákveðið var að Sigurður Ingimundarson, sigursælasti körfuboltaþjálfari landsins, yrði ekki áfram með meistaraflokkana en í staðinn myndi stjórnin ráða Bandaríkjamanninn Andy Johnston fyrir bæði liðin. „Það eru alltaf einhverjir óánægðir,“ segir Falur Harðarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um viðbrögðin við að láta Sigurð fara í sumar. Tveir mánuðir eru nú liðnir af tímabilinu, báðir meistaraflokkarnir hafa unnið alla sína leiki í Dominos-deildunum og bæði lið hafa þegar unnið sinn titilinn hvort. „Það er langt frá því að ég geti eignað mér heiðurinn einn af þessu því það var sameiginleg ákvörðun stjórnarinnar að breyta til og fá ferska vinda inn í starfið,“ segir Falur. Falur Harðarson hefur haldið góðu sambandi við Glenn Thomas sem þjálfaði Hauka 1990-91 og útvegaði Fal skólavist í Bandaríkjunum á sínum tíma. „Glenn kom okkur í samband við Andy og okkur Alla (Albert Óskarsson) leist svona svakalega vel á hann. Við Alli tókum með honum þrjá eða fjóra Skype-fundi og fengum þessa himnasendingu,“ segir Falur.Falur segir að Andy hafi breytt miklu hjá liðinu og það hafi reynt mikið á mannskapinn til að byrja með. „Þetta er ekki búinn að vera einhver dans á rósum. Leikmennirnir eru búnir að leggja gríðarlega mikið á sig í að skipta algjörlega um leikskipulag. Það er allt alveg nýtt í sókninni og það hefur enginn spilað þetta áður,“ segir Falur og bætir við: „Það eru menn sem eru búnir að vera lengi í körfubolta sem sögðu það eftir fyrstu vikurnar að þeim liði eins og þeir kynnu ekki neitt í íþróttinni,“ segir Falur og sögusagnir eru á kreiki um þéttskrifaðar töflur inni í klefa fyrir hvern leik. „Að mínu mati er snilldin við þetta kerfi hjá honum að þetta er ekki fyrir einhverja súperstjörnu því það eiga allir sinn möguleika. Það er það sem við erum að sjá bæði í karla- og kvennaliðinu. Það er ekkert verið að taka skotkerfi fyrir Magga Gunnars því það er bara verið að hlaupa kerfið og þá kemur inn körfuboltagreindin sem allir þurfa að hafa til að meta hvað leikurinn er að bjóða upp á,“ segir Falur. „Við Alli Óskars tókum það að okkur að tala við Andy á sínum tíma og við fórum í gegnum það með honum hvernig körfubolta hann vildi spila. Við hefðum aldrei ráðið einhvern gæja sem hefði látið liðið spila labbandi sókn á hálfum velli sem Keflavík hefur aldrei verið þekkt fyrir,“ segir Falur. Hann segir Andy líka vera með mikinn aga og að hann sjái mun á því hvað leikmenn liðsins eru minna að röfla í dómurunum. „Þetta er yndislegur maður og með körfubolta sem sitt stærsta áhugamál. Hann hefur mikla ástríðu fyrir körfuboltanum. Hann var með frábært viðhorf þegar við sögðum við hann að til þess að þetta væri hægt fjárhagslega þá yrði hann að vera með bæði liðin. Þá sagði hann að hann hefði ekki mikið komið nálægt því að þjálfa kvenfólk en að það yrði ekkert vandamál. Það er hægt að kenna öllum að spila körfubolta sagði hann,“ rifjar Falur upp. Keflavík hefur ekki unnið stóra titla ennþá en frammistaða liðanna tveggja lofar góðu. „Það er nóg eftir af tímabilinu en það er ekkert að því að njóta þess á meðan vel gengur,“ sagði Falur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Falur Harðarson og félagar í stjórn Körfuboltadeildar Keflavíkur tóku stóra ákvörðun í sumar, ákvörðun sem kom mikið á óvart en er heldur betur farin að borga sig. Ákveðið var að Sigurður Ingimundarson, sigursælasti körfuboltaþjálfari landsins, yrði ekki áfram með meistaraflokkana en í staðinn myndi stjórnin ráða Bandaríkjamanninn Andy Johnston fyrir bæði liðin. „Það eru alltaf einhverjir óánægðir,“ segir Falur Harðarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, um viðbrögðin við að láta Sigurð fara í sumar. Tveir mánuðir eru nú liðnir af tímabilinu, báðir meistaraflokkarnir hafa unnið alla sína leiki í Dominos-deildunum og bæði lið hafa þegar unnið sinn titilinn hvort. „Það er langt frá því að ég geti eignað mér heiðurinn einn af þessu því það var sameiginleg ákvörðun stjórnarinnar að breyta til og fá ferska vinda inn í starfið,“ segir Falur. Falur Harðarson hefur haldið góðu sambandi við Glenn Thomas sem þjálfaði Hauka 1990-91 og útvegaði Fal skólavist í Bandaríkjunum á sínum tíma. „Glenn kom okkur í samband við Andy og okkur Alla (Albert Óskarsson) leist svona svakalega vel á hann. Við Alli tókum með honum þrjá eða fjóra Skype-fundi og fengum þessa himnasendingu,“ segir Falur.Falur segir að Andy hafi breytt miklu hjá liðinu og það hafi reynt mikið á mannskapinn til að byrja með. „Þetta er ekki búinn að vera einhver dans á rósum. Leikmennirnir eru búnir að leggja gríðarlega mikið á sig í að skipta algjörlega um leikskipulag. Það er allt alveg nýtt í sókninni og það hefur enginn spilað þetta áður,“ segir Falur og bætir við: „Það eru menn sem eru búnir að vera lengi í körfubolta sem sögðu það eftir fyrstu vikurnar að þeim liði eins og þeir kynnu ekki neitt í íþróttinni,“ segir Falur og sögusagnir eru á kreiki um þéttskrifaðar töflur inni í klefa fyrir hvern leik. „Að mínu mati er snilldin við þetta kerfi hjá honum að þetta er ekki fyrir einhverja súperstjörnu því það eiga allir sinn möguleika. Það er það sem við erum að sjá bæði í karla- og kvennaliðinu. Það er ekkert verið að taka skotkerfi fyrir Magga Gunnars því það er bara verið að hlaupa kerfið og þá kemur inn körfuboltagreindin sem allir þurfa að hafa til að meta hvað leikurinn er að bjóða upp á,“ segir Falur. „Við Alli Óskars tókum það að okkur að tala við Andy á sínum tíma og við fórum í gegnum það með honum hvernig körfubolta hann vildi spila. Við hefðum aldrei ráðið einhvern gæja sem hefði látið liðið spila labbandi sókn á hálfum velli sem Keflavík hefur aldrei verið þekkt fyrir,“ segir Falur. Hann segir Andy líka vera með mikinn aga og að hann sjái mun á því hvað leikmenn liðsins eru minna að röfla í dómurunum. „Þetta er yndislegur maður og með körfubolta sem sitt stærsta áhugamál. Hann hefur mikla ástríðu fyrir körfuboltanum. Hann var með frábært viðhorf þegar við sögðum við hann að til þess að þetta væri hægt fjárhagslega þá yrði hann að vera með bæði liðin. Þá sagði hann að hann hefði ekki mikið komið nálægt því að þjálfa kvenfólk en að það yrði ekkert vandamál. Það er hægt að kenna öllum að spila körfubolta sagði hann,“ rifjar Falur upp. Keflavík hefur ekki unnið stóra titla ennþá en frammistaða liðanna tveggja lofar góðu. „Það er nóg eftir af tímabilinu en það er ekkert að því að njóta þess á meðan vel gengur,“ sagði Falur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira