Nóa Síríus-kúgunin sögð aumkunarverð Stígur Helgason skrifar 26. október 2013 07:00 Mennirnir tveir földu sig á bak við dagblöð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari krafðist í gær tíu til tólf mánaða fangelsisdóma yfir tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga tíu milljónir króna út úr sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi í ársbyrjun í fyrra. Taldi hann rétt að skilorðsbinda refsinguna að hluta eða öllu leyti. „Líf mitt var í rosalega miklu rugli,“ sagði sá sem talinn er hafa haft veg og vanda af framkvæmdinni við aðalmeðferð þess í gær. Hann hefur raunar játað sök. Sá fullyrti að Sigurður Ingi Þórðarson, sem þekktur er fyrir samvinnu sína við bandarísku Alríkislögregluna í tengslum við Wikileaks-málið, hafi skipulagt kúgunina frá a til ö. Hún fór þannig fram að bréf var sett inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríusar, þar sem hann var krafinn um tíu milljónir króna, ellegar yrði eitruðum súkkulaðistykkjum komið í umferð sem mundi leiða til fjártjóns fyrir fyrirtækið. Með fylgdu tvö Pipp-súkkulaði sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Sækjandi hefur nú ekki prófað að drekka þetta,“ sagði Helgi Magnús fyrir dómi í gær, en sagðist engu að síður geta ímyndað sér að það væri hvorki hollt né gott. Mennirnir voru svo handteknir á bílastæðinu við Hús verslunarinnar eftir að þeir sóttu pakka sem þeir töldu að innihéldi greiðsluna. „Gæinn bara plataði mig upp úr skónum – ég er bara fórnarlamb hérna,“ sagði annar ungu mannanna um þátt Sigurðar Inga, sem ekki er ákærður í málinu enda voru engar sannanir fyrir aðild hans. Hinn maðurinn neitar sök. Hann viðurkennir að hafa farið með bréfið á heimili Finns og sótt pakkann á bílastæðið en segist hafa talið að um einhvers lags fíkniefnaviðskipti væri að ræða. Helgi Magnús sagði í málflutningi sínum að fjárkúgunartilraunin hefði nú ekki verið neitt „meistarastykki“, en „burtséð frá hálfaumkunarverðum tilburðum ákærðu“ hefði tilraunin samt verið þess eðlis að Finnur Geirsson hafi haft fulla ástæðu til að taka hana alvarlega. Þessu voru verjendurnir Bjarni Hauksson og Jón Egilsson ósammála. Bjarni lýsti tilrauninni sem kjánalegri og að dómgreind og skynsemi hafi hvergi komið við sögu. „Þetta brot er óframkvæmanlegt og fjarstæðukennt og það á enginn að trúa því,“ sagði Jón. „Þetta er eins og þegar krakkar hringja í 112,“ bætti hann við. Báðir mennirnir hafa tekið sig á og um skjólstæðing sinn sagði Bjarni að það yrði „sorglegt að rífa ákærða út úr þeim farvegi með innilokun í fangelsi“. Því væri skilorðsbundin refsing eðlilegust. Mál Sigga hakkara Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari krafðist í gær tíu til tólf mánaða fangelsisdóma yfir tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga tíu milljónir króna út úr sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi í ársbyrjun í fyrra. Taldi hann rétt að skilorðsbinda refsinguna að hluta eða öllu leyti. „Líf mitt var í rosalega miklu rugli,“ sagði sá sem talinn er hafa haft veg og vanda af framkvæmdinni við aðalmeðferð þess í gær. Hann hefur raunar játað sök. Sá fullyrti að Sigurður Ingi Þórðarson, sem þekktur er fyrir samvinnu sína við bandarísku Alríkislögregluna í tengslum við Wikileaks-málið, hafi skipulagt kúgunina frá a til ö. Hún fór þannig fram að bréf var sett inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríusar, þar sem hann var krafinn um tíu milljónir króna, ellegar yrði eitruðum súkkulaðistykkjum komið í umferð sem mundi leiða til fjártjóns fyrir fyrirtækið. Með fylgdu tvö Pipp-súkkulaði sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Sækjandi hefur nú ekki prófað að drekka þetta,“ sagði Helgi Magnús fyrir dómi í gær, en sagðist engu að síður geta ímyndað sér að það væri hvorki hollt né gott. Mennirnir voru svo handteknir á bílastæðinu við Hús verslunarinnar eftir að þeir sóttu pakka sem þeir töldu að innihéldi greiðsluna. „Gæinn bara plataði mig upp úr skónum – ég er bara fórnarlamb hérna,“ sagði annar ungu mannanna um þátt Sigurðar Inga, sem ekki er ákærður í málinu enda voru engar sannanir fyrir aðild hans. Hinn maðurinn neitar sök. Hann viðurkennir að hafa farið með bréfið á heimili Finns og sótt pakkann á bílastæðið en segist hafa talið að um einhvers lags fíkniefnaviðskipti væri að ræða. Helgi Magnús sagði í málflutningi sínum að fjárkúgunartilraunin hefði nú ekki verið neitt „meistarastykki“, en „burtséð frá hálfaumkunarverðum tilburðum ákærðu“ hefði tilraunin samt verið þess eðlis að Finnur Geirsson hafi haft fulla ástæðu til að taka hana alvarlega. Þessu voru verjendurnir Bjarni Hauksson og Jón Egilsson ósammála. Bjarni lýsti tilrauninni sem kjánalegri og að dómgreind og skynsemi hafi hvergi komið við sögu. „Þetta brot er óframkvæmanlegt og fjarstæðukennt og það á enginn að trúa því,“ sagði Jón. „Þetta er eins og þegar krakkar hringja í 112,“ bætti hann við. Báðir mennirnir hafa tekið sig á og um skjólstæðing sinn sagði Bjarni að það yrði „sorglegt að rífa ákærða út úr þeim farvegi með innilokun í fangelsi“. Því væri skilorðsbundin refsing eðlilegust.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira