Skapandi þjóðmenning Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. október 2013 06:30 Stuðningskerfi hins opinbera við atvinnugreinar á Íslandi er að mörgu leyti ennþá sniðið að atvinnulífinu eins og það var í byrjun síðustu aldar. Stærstu upphæðirnar renna til gömlu frumframleiðslugreinanna, landbúnaðar og sjávarútvegs. Þar er reyndar ólíku saman að jafna að því leyti að sjávarútvegurinn er arðbær undirstöðugrein en landbúnaðurinn er byrði á skattgreiðendum. Það hefur verið ákveðin lenzka að líta á styrki til menningar og lista sem lúxus sem við höfum illa efni á, ekki sízt þegar á móti blæs. Þá horfa menn framhjá því að hinar skapandi greinar í menningargeiranum; bókmenntir, tónlist, tölvuleikir, tízka og hönnun, velta hundruðum milljarða króna og veita ótal manns atvinnu. Þær skiluðu á árinu 2009 24 milljörðum króna í útflutningstekjur, eins og fram kom í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, á miðvikudaginn. Þar benda Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, og Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, á að skapandi greinar séu vaxandi og laði að sér fjárfestingu. Þær skipti sömuleiðis miklu máli fyrir ferðamennsku; íslenzk tónlist, kvikmyndir, hönnun og bækur veki athygli á landinu á alþjóðlegum vettvangi. „Þetta er útflutningur á okkar menningu og lífsgildum og hann smitar út frá sér og á stóran þátt í því að ferðamenn koma hingað,“ segir Laufey. Í Fréttablaðinu á miðvikudag var líka grein eftir Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, þar sem hann gerir meðal annars að umræðuefni útrás íslenzkra hryntónlistarmanna á erlenda markaði og skortinn á opinberum stuðningi við þá útrás. Jakob nefnir að í fyrra hafi loksins orðið til langþráður útflutningssjóður tónlistar, sem hafi í fjárlögum næsta árs verið sleginn af. Og bendir á hvað það skjóti skökku við að milljarðastyrkir til landbúnaðar standi óhaggaðir en 20 milljónir til „geisladiskabænda“ séu slegnar af með pennastriki. Laufey og Halla hafa líka áhyggjur af því að sjóðir skapandi greina, sem fyrri ríkisstjórn setti á fót eða efldi, lendi nú undir niðurskurðarhnífnum. Það voru reyndar fyrirheit fram í tímann, sem aldrei voru fjármögnuð af fyrri stjórn. Henni datt til dæmis ekki í hug að draga saman í landbúnaðarstyrkjunum til að eiga fyrir styrkjum handa geisladiskabændum. Eftir stendur að það er full ástæða til að styðja við skapandi greinar í vexti. Enginn heldur því fram að skattgreiðendur eigi að styrkja óarðbær verkefni. Reynslan, til dæmis af styrkjum til kvikmyndagerðar, sýnir hins vegar að slíkum styrkjum er vel varið og þeir skila sér til baka í útflutningstekjum til þjóðarbúsins og skatttekjum til ríkisins. Ríkisstjórnin þarf að skoða forgangsröðina hjá sér. Hún segist í stjórnarsáttmálanum ætla að styðja við skapandi greinar og ætlar í því skyni að gera úttekt á starfsumhverfi þeirra. Og svo ætlar hún líka að gera þjóðmenningunni hátt undir höfði, styrkja hana og efla. Þetta tvennt hlýtur að fara saman. Vörurnar sem hinar skapandi greinar búa til eru ásamt öðru þjóðmenning Íslendinga. Eða lítur ríkisstjórnin svo á að það séu bara handritin, torfbæirnir og gömlu timburhúsin? Það getur eiginlega ekki verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Stuðningskerfi hins opinbera við atvinnugreinar á Íslandi er að mörgu leyti ennþá sniðið að atvinnulífinu eins og það var í byrjun síðustu aldar. Stærstu upphæðirnar renna til gömlu frumframleiðslugreinanna, landbúnaðar og sjávarútvegs. Þar er reyndar ólíku saman að jafna að því leyti að sjávarútvegurinn er arðbær undirstöðugrein en landbúnaðurinn er byrði á skattgreiðendum. Það hefur verið ákveðin lenzka að líta á styrki til menningar og lista sem lúxus sem við höfum illa efni á, ekki sízt þegar á móti blæs. Þá horfa menn framhjá því að hinar skapandi greinar í menningargeiranum; bókmenntir, tónlist, tölvuleikir, tízka og hönnun, velta hundruðum milljarða króna og veita ótal manns atvinnu. Þær skiluðu á árinu 2009 24 milljörðum króna í útflutningstekjur, eins og fram kom í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, á miðvikudaginn. Þar benda Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, og Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, á að skapandi greinar séu vaxandi og laði að sér fjárfestingu. Þær skipti sömuleiðis miklu máli fyrir ferðamennsku; íslenzk tónlist, kvikmyndir, hönnun og bækur veki athygli á landinu á alþjóðlegum vettvangi. „Þetta er útflutningur á okkar menningu og lífsgildum og hann smitar út frá sér og á stóran þátt í því að ferðamenn koma hingað,“ segir Laufey. Í Fréttablaðinu á miðvikudag var líka grein eftir Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, þar sem hann gerir meðal annars að umræðuefni útrás íslenzkra hryntónlistarmanna á erlenda markaði og skortinn á opinberum stuðningi við þá útrás. Jakob nefnir að í fyrra hafi loksins orðið til langþráður útflutningssjóður tónlistar, sem hafi í fjárlögum næsta árs verið sleginn af. Og bendir á hvað það skjóti skökku við að milljarðastyrkir til landbúnaðar standi óhaggaðir en 20 milljónir til „geisladiskabænda“ séu slegnar af með pennastriki. Laufey og Halla hafa líka áhyggjur af því að sjóðir skapandi greina, sem fyrri ríkisstjórn setti á fót eða efldi, lendi nú undir niðurskurðarhnífnum. Það voru reyndar fyrirheit fram í tímann, sem aldrei voru fjármögnuð af fyrri stjórn. Henni datt til dæmis ekki í hug að draga saman í landbúnaðarstyrkjunum til að eiga fyrir styrkjum handa geisladiskabændum. Eftir stendur að það er full ástæða til að styðja við skapandi greinar í vexti. Enginn heldur því fram að skattgreiðendur eigi að styrkja óarðbær verkefni. Reynslan, til dæmis af styrkjum til kvikmyndagerðar, sýnir hins vegar að slíkum styrkjum er vel varið og þeir skila sér til baka í útflutningstekjum til þjóðarbúsins og skatttekjum til ríkisins. Ríkisstjórnin þarf að skoða forgangsröðina hjá sér. Hún segist í stjórnarsáttmálanum ætla að styðja við skapandi greinar og ætlar í því skyni að gera úttekt á starfsumhverfi þeirra. Og svo ætlar hún líka að gera þjóðmenningunni hátt undir höfði, styrkja hana og efla. Þetta tvennt hlýtur að fara saman. Vörurnar sem hinar skapandi greinar búa til eru ásamt öðru þjóðmenning Íslendinga. Eða lítur ríkisstjórnin svo á að það séu bara handritin, torfbæirnir og gömlu timburhúsin? Það getur eiginlega ekki verið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun