Tónlist

50 þúsund hafa hlustað á Jóhönnu

Freyr Bjarnason skrifar
Jóhanna Guðrún er vinsæl á Youtube.
Jóhanna Guðrún er vinsæl á Youtube. fréttablaðið/stefán
Lag Baggalúts, Mamma þarf að djamma, sem Jóhanna Guðrún syngur hefur verið skoðað tæplega fimmtíu þúsund sinnum á YouTube.

Árangurinn er mjög góður, sérstaklega þar sem aðeins þrjár vikur eru liðnar síðan það var sett á vefsíðuna. Lagið verður á nýrri plötu Baggalúts sem er væntanleg á næstunni.

Popparinn Steinar nýtur einnig vinsælda á YouTube því fyrsta lag hans, Up, hefur verið skoðað rúmlega þrjátíu þúsund sinnum síðan það var sett þangað inn í byrjun október. Textamyndband við lagið er einnig nýkomið inn á YouTube og hafa margir veitt því athygli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×