Djöfulleg slökun Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. október 2013 10:00 Tom Araya úr hljómsveitinni Slayer. Nordicphotos/getty Sem ungur maður hlustaði ég á þungarokk vegna þess að hormónarnir öskruðu á það. Í dag geri ég það vegna þess að betri aðferð til slökunar get ég ekki ímyndað mér. Ég veit fátt notalegra eftir langan vinnudag en að setjast upp í bíl, skrúfa gömlu Almeru-græjurnar upp í 21, með bassa á tveimur og treble á fimm (hæsta sem hann kemst), og leyfa alls kyns djöfullegu dauðarokki að vinda ofan af mér á leiðinni heim. Þetta er augnablik sem líkist því helst að tylla sér á stóran stein í fallegri fjöru og hlusta á náttúruna. Slökun sem margir geta hugsað sér, og jafnvel leggja stund á. Tvöfalda bassatromman gegnir hlutverki sjávarfallanna og slær taktinn, öskrin eru sem óreglulegar vindhviður, og gítarsólóin eins og gargandi sílamáfur á flugi. Ef ég lendi á rauðu ljósi þori ég þó ekki öðru en að lækka eilítið. Í næsta bíl gæti verið eðlilegt fólk sem þætti ég skrítinn. Nú eða enn undarlegra fólk en ég sem þætti þungarokkið mitt of meginstraums. Í þeirra augum væri ég líklega eins og maðurinn sem ekur vélhjóli sínu niður Laugaveg allar helgar, oft á dag, með Joan Jett í botni (ég vissi reyndar ekki að til væru hljómflutningstæki fyrir vélhjól fyrr en þessi riddari götunnar kom inn í líf mitt). Á tímabili hélt ég að þessi háværa slökunaraðferð mín væri pínu nýmóðins og töff. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er bara aðeins yngri útgáfa af fimmtuga kerfisfræðingnum í bílnum fyrir aftan mig sem hlustar á Electric Light Orchestra og syngur með. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Sem ungur maður hlustaði ég á þungarokk vegna þess að hormónarnir öskruðu á það. Í dag geri ég það vegna þess að betri aðferð til slökunar get ég ekki ímyndað mér. Ég veit fátt notalegra eftir langan vinnudag en að setjast upp í bíl, skrúfa gömlu Almeru-græjurnar upp í 21, með bassa á tveimur og treble á fimm (hæsta sem hann kemst), og leyfa alls kyns djöfullegu dauðarokki að vinda ofan af mér á leiðinni heim. Þetta er augnablik sem líkist því helst að tylla sér á stóran stein í fallegri fjöru og hlusta á náttúruna. Slökun sem margir geta hugsað sér, og jafnvel leggja stund á. Tvöfalda bassatromman gegnir hlutverki sjávarfallanna og slær taktinn, öskrin eru sem óreglulegar vindhviður, og gítarsólóin eins og gargandi sílamáfur á flugi. Ef ég lendi á rauðu ljósi þori ég þó ekki öðru en að lækka eilítið. Í næsta bíl gæti verið eðlilegt fólk sem þætti ég skrítinn. Nú eða enn undarlegra fólk en ég sem þætti þungarokkið mitt of meginstraums. Í þeirra augum væri ég líklega eins og maðurinn sem ekur vélhjóli sínu niður Laugaveg allar helgar, oft á dag, með Joan Jett í botni (ég vissi reyndar ekki að til væru hljómflutningstæki fyrir vélhjól fyrr en þessi riddari götunnar kom inn í líf mitt). Á tímabili hélt ég að þessi háværa slökunaraðferð mín væri pínu nýmóðins og töff. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er bara aðeins yngri útgáfa af fimmtuga kerfisfræðingnum í bílnum fyrir aftan mig sem hlustar á Electric Light Orchestra og syngur með.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira