Frostrósirnar kveðja á toppnum Freyr Bjarnason skrifar 5. október 2013 08:00 „Ef það á að kveðja er best að gera það á toppnum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósatónleikanna. Lokatónleikar hinna vinsælu Frostrósa verða haldnir í Laugardalshöll 21. desember. Eftir það fara þær í frí um óákveðinn tíma. Samúel ætlar í staðinn að einbeita sér að því að koma Frostrósunum á kortið í Noregi og Svíþjóð. „Ég er búinn að vinna með Frostrósir í Noregi og Svíþjóð síðustu tvö ár. Það hefur verið svo rosalega mikil vinna hérna heima að það er ekki hægt að gera bæði,“ segir Samúel, sem er einnig búinn að ráða sig í annað verkefni í Svíþjóð. „En það er aldrei að vita nema hugurinn leiti aftur heim og við, þessi samhenta fjölskylda sem að baki þessu stendur, komum saman aftur og blásum til veislu að nokkrum árum liðnum. En það þarf framtíðin að leiða í ljós.“ Á lokatónleikunum í Höllinni verður öllu tjaldað til. Dívurnar mæta allar til leiks, auk fjölda tenóra og söngvara. Einnig kemur fram Stórhljómsveit Frostrósa, tvö hundruð manna hátíðarkór, barnakór og Íslenski gospelkórinn. Miðasala hefst 15. október á Midi.is. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ef það á að kveðja er best að gera það á toppnum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósatónleikanna. Lokatónleikar hinna vinsælu Frostrósa verða haldnir í Laugardalshöll 21. desember. Eftir það fara þær í frí um óákveðinn tíma. Samúel ætlar í staðinn að einbeita sér að því að koma Frostrósunum á kortið í Noregi og Svíþjóð. „Ég er búinn að vinna með Frostrósir í Noregi og Svíþjóð síðustu tvö ár. Það hefur verið svo rosalega mikil vinna hérna heima að það er ekki hægt að gera bæði,“ segir Samúel, sem er einnig búinn að ráða sig í annað verkefni í Svíþjóð. „En það er aldrei að vita nema hugurinn leiti aftur heim og við, þessi samhenta fjölskylda sem að baki þessu stendur, komum saman aftur og blásum til veislu að nokkrum árum liðnum. En það þarf framtíðin að leiða í ljós.“ Á lokatónleikunum í Höllinni verður öllu tjaldað til. Dívurnar mæta allar til leiks, auk fjölda tenóra og söngvara. Einnig kemur fram Stórhljómsveit Frostrósa, tvö hundruð manna hátíðarkór, barnakór og Íslenski gospelkórinn. Miðasala hefst 15. október á Midi.is.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira