Tónlist

Raftónlist í Hörpu

Sigtryggur Berg Sigmarsson er annar hluti tvíeykisins Stilluppsteypu.
Sigtryggur Berg Sigmarsson er annar hluti tvíeykisins Stilluppsteypu. Fréttablaðið/vilhelm
Hljómsveitirnar Stilluppsteypa og Rafsteinn koma fram á Undiröldunni í Hörpu á morgun. Undiraldan er tónleikaröð Hörpu í samstarfi við 12 Tóna.

Rafsteinn er skipað myndlistarmanninum Hafsteini Michael Guðmundssyni og leikur hann dimma raftónlist.

Stilluppsteypa er skipuð Sigtryggi Berg Sigmarssyni og Helga Thorssyni. Tvíeykið hefur verið þekkt í neðanjarðartónlistarsenu Íslands frá því um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin leikur tilraunakennda raftónlist.

Tónleikarnir hefjast klukkan 17.30 í Kaldalóni og er aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×