Tónlist er atvinna en ekki sjálfboðavinna Gunnar Leó Pálsson skrifar 4. október 2013 08:00 Tónlist er atvinnugrein, segir Björn Th. Árnason, formaður FÍH. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Ef það bilar klósett er píparinn ekki að fara að gera við það fyrir kaffi og kleinur. Við viljum virðingu fyrir starfi okkar og að tónlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína eins og aðrir,“ segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um kjaramál tónlistarmanna. Töluvert hefur verið um það að skemmtistaðir og veitingahús á Íslandi óski eftir tónlistarmönnum til að koma fram launalaust eða bjóða laun í formi veitinga. „Við reynum að hjálpa en það er erfitt að gera eitthvað í þessu, oft eru þetta ekki meðlimir stéttarfélagsins, heldur mest í grasrótinni.“ Alltof algengt er að tónlistarmenn fái ekki greidd réttmæt laun fyrir vinnu sína og mæti fordómum þegar talað er um tónlistarmenn sem starfsstétt. „Með skerðingu fjárframlaga til lista- og menningarmála má með sanni segja að verið sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, þetta er ekki hátekjufólk eða hátekjubransi,“ bætir Björn við. Samkvæmt samningi FÍH við Samband veitinga- og gistihúsa, kemur fram að ef tónlistarmaður er einn að spila, greiðist að lágmarki 40.300 krónur fyrir vinnu hans.Ef fjögurra manna hljómsveit er að spila greiðst að lágmarki 26.000 krónur fyrir hvern hljómlistarmann. Innifalin eru launatengd gjöld þar sem þeir eru yfirleitt verktakar. Þá er miðað við, um tveggja klukkustunda vinnu. Tónlistarmenn vinna þó gjarnan sjálfboðastarf. „Við fáum oft ekki mikið kredit fyrir sjálfboðastörf okkar, þegar við komum fram á styrktartónleikum og öðrum góðgerðarviðburðum,“ segir Björn að lokum og hvetur tónlistarmenn til að hugsa sig vel um áður en þeir gerast sjálfboðaliðar á veitinga- og skemmtistöðum. Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ef það bilar klósett er píparinn ekki að fara að gera við það fyrir kaffi og kleinur. Við viljum virðingu fyrir starfi okkar og að tónlistarmenn fái greitt fyrir vinnu sína eins og aðrir,“ segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, um kjaramál tónlistarmanna. Töluvert hefur verið um það að skemmtistaðir og veitingahús á Íslandi óski eftir tónlistarmönnum til að koma fram launalaust eða bjóða laun í formi veitinga. „Við reynum að hjálpa en það er erfitt að gera eitthvað í þessu, oft eru þetta ekki meðlimir stéttarfélagsins, heldur mest í grasrótinni.“ Alltof algengt er að tónlistarmenn fái ekki greidd réttmæt laun fyrir vinnu sína og mæti fordómum þegar talað er um tónlistarmenn sem starfsstétt. „Með skerðingu fjárframlaga til lista- og menningarmála má með sanni segja að verið sé að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, þetta er ekki hátekjufólk eða hátekjubransi,“ bætir Björn við. Samkvæmt samningi FÍH við Samband veitinga- og gistihúsa, kemur fram að ef tónlistarmaður er einn að spila, greiðist að lágmarki 40.300 krónur fyrir vinnu hans.Ef fjögurra manna hljómsveit er að spila greiðst að lágmarki 26.000 krónur fyrir hvern hljómlistarmann. Innifalin eru launatengd gjöld þar sem þeir eru yfirleitt verktakar. Þá er miðað við, um tveggja klukkustunda vinnu. Tónlistarmenn vinna þó gjarnan sjálfboðastarf. „Við fáum oft ekki mikið kredit fyrir sjálfboðastörf okkar, þegar við komum fram á styrktartónleikum og öðrum góðgerðarviðburðum,“ segir Björn að lokum og hvetur tónlistarmenn til að hugsa sig vel um áður en þeir gerast sjálfboðaliðar á veitinga- og skemmtistöðum.
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira