Látið Sýrland vera Gylfi Páll Hersir skrifar 26. september 2013 06:00 Ríkisstjórnir nokkurra heimsvaldalanda undir forystu Bandaríkjanna (og Obama, hins sama og lofaði að loka Guantanamo-búðunum og fyrirskipar sprengjuárásir dróma á almenna borgara) reyna nú að smala eða þvinga fylgiríki sín til hernaðarárása á Sýrland. Árás sem er andstæð hagsmunum alþýðu manna í Sýrlandi og á svæðinu öllu því hún breikkar vígvöllinn og spillir tækifærum heimafólks til þess að taka sjálft á málum, sem það að endingu verður að gera ef blóðbaðinu á að ljúka. Krafan hlýtur að vera að þetta lið haldi sig burtu, láti Sýrland vera. Bandaríkjastjórn fullyrðir að her Assads hafi staðið að efnavopnaárás í úthverfum Damaskus. Hún notar árásina sem yfirskin fyrir að láta flugskeytum rigna yfir Sýrland. Margir mundu falla. Assad er ábyrgur fyrir dauða tugþúsunda Sýrlendinga í borgarastríðinu og fyrir þann tíma; hann er ef til vill ekki ólíklegur til þess að beita efnavopnum. En ráðastéttin í Bandaríkjunum syrgir ekki þau hundruð borgara sem féllu, hvorki þá né í ágúst síðastliðnum, heldur notfærir sér þá. Það er við hæfi að minnast þess, að í tilraun til þess að réttlæta stríðsundirbúning ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands á hendur Írak fyrir um tuttugu árum var því gjarnan haldið fram að í landinu væri mikið magn eiturvopna. Þess var sjaldnar getið að bresk stjórnvöld, undir foyrstu Winstons Churchill, voru fyrst til þess að beita efnavopnum gegn íbúum landsins. Það var árið 1920. Einn yfirmanna breska flughersins hafði lagt til við Churchill, þáverandi stríðsmálaráðherra að nota efnavopn „gegn þrjóskum aröbum í tilraunaskyni“. Churchill fannst þetta snjöll hugmynd. „Mér er óskiljanleg þessi viðkvæmni gagnvart notkun efnavopna,“ sagði Churchill. „Ég er afar hlynntur því að nota eitraðar lofttegundir gegn vanþróuðum ættbálkum (uncivilized tribes). Það er ekki nauðsynlegt að beita einungis banvænstu lofttegundunum: lofttegundir má nota til þess að valda miklum óþægindum, þær geta valdið mikilli skelfingu en engu að síður hafa þær engin alvarleg eða varanleg áhrif hjá flestum þeim sem fyrir þeim verða.“ Margar hindranir Í dag þykir ekki tilhlýðilegt að taka svona til orða en merkingin hefur haldið sér. Oft hafa heimsvaldaríkin ráðist á Mið-Austurlönd og Norður-Afríku í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að alþýða manna í þessum löndum geti haft afgerandi áhrif á framtíð sína, til þess að raka til sín olíugróða og ná undir sig áhrifasvæði sér og sínum til hagsbóta. Alþýðufólk í Sýrlandi þarf að kljást við margar hindranir á leið til aukins sjálfstæðis og frelsis, allt frá morðóðri stjórn Assads til andfélagssinnaðra íslamskra hópa, sem sumir tengjast al-Qaeda. Hernaðaríhlutun er það síðasta sem það þarf á að halda á vegferð sinni til að stöðva blóðbaðið og losa sig við ríkisstjórn Assads. Mótmæli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og annarra talsmanna heimsvaldaríkjanna vegna drápa á saklausu fólki með efnavopnum eru sett fram til að efla eigin hagsmuni. Þau eru í mótsögn við handahófskennd dráp þeirra á verkafólki og bændum um allan heim, allt frá eldsprengjum á íbúðahverfi verkafólks í Þýskalandi og Japan í síðari heimsstyrjöldinni og kjarnorkusprengjum á Hirosima og Nagasaki í Japan eftir að uppgjöf Japana lá fyrir, til notkunar napalms í stríðunum gegn alþýðu manna í Kóreu og Víetnam. Allt frá valdaráninu í Síle 11. september fyrir 40 árum, til þess vítis sem Bandaríkjaher hefur skapað og er ætlunin að skapa í löndum araba. Bandaríkjastjórn er með þúsundir tonna af efnavopnum í vörslu sinni, næstmesta magnið í öllum heiminum. Þess er nú krafist að svokallað „alþjóðasamfélag“ grípi inn í gang mála í Sýrlandi. Vandamálið er að það er ekki til fyrirbæri sem kalla má „alþjóðasamfélagið“ heldur mismunandi hagsmunir. Hagsmunir vinnandi fólks í Sýrlandi fara saman við hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, í Bandaríkjunum og almennt, en ekki við hagsmuni ráðastétta þessara landa – þeirra hagsmunir stjórnast af öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir nokkurra heimsvaldalanda undir forystu Bandaríkjanna (og Obama, hins sama og lofaði að loka Guantanamo-búðunum og fyrirskipar sprengjuárásir dróma á almenna borgara) reyna nú að smala eða þvinga fylgiríki sín til hernaðarárása á Sýrland. Árás sem er andstæð hagsmunum alþýðu manna í Sýrlandi og á svæðinu öllu því hún breikkar vígvöllinn og spillir tækifærum heimafólks til þess að taka sjálft á málum, sem það að endingu verður að gera ef blóðbaðinu á að ljúka. Krafan hlýtur að vera að þetta lið haldi sig burtu, láti Sýrland vera. Bandaríkjastjórn fullyrðir að her Assads hafi staðið að efnavopnaárás í úthverfum Damaskus. Hún notar árásina sem yfirskin fyrir að láta flugskeytum rigna yfir Sýrland. Margir mundu falla. Assad er ábyrgur fyrir dauða tugþúsunda Sýrlendinga í borgarastríðinu og fyrir þann tíma; hann er ef til vill ekki ólíklegur til þess að beita efnavopnum. En ráðastéttin í Bandaríkjunum syrgir ekki þau hundruð borgara sem féllu, hvorki þá né í ágúst síðastliðnum, heldur notfærir sér þá. Það er við hæfi að minnast þess, að í tilraun til þess að réttlæta stríðsundirbúning ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands á hendur Írak fyrir um tuttugu árum var því gjarnan haldið fram að í landinu væri mikið magn eiturvopna. Þess var sjaldnar getið að bresk stjórnvöld, undir foyrstu Winstons Churchill, voru fyrst til þess að beita efnavopnum gegn íbúum landsins. Það var árið 1920. Einn yfirmanna breska flughersins hafði lagt til við Churchill, þáverandi stríðsmálaráðherra að nota efnavopn „gegn þrjóskum aröbum í tilraunaskyni“. Churchill fannst þetta snjöll hugmynd. „Mér er óskiljanleg þessi viðkvæmni gagnvart notkun efnavopna,“ sagði Churchill. „Ég er afar hlynntur því að nota eitraðar lofttegundir gegn vanþróuðum ættbálkum (uncivilized tribes). Það er ekki nauðsynlegt að beita einungis banvænstu lofttegundunum: lofttegundir má nota til þess að valda miklum óþægindum, þær geta valdið mikilli skelfingu en engu að síður hafa þær engin alvarleg eða varanleg áhrif hjá flestum þeim sem fyrir þeim verða.“ Margar hindranir Í dag þykir ekki tilhlýðilegt að taka svona til orða en merkingin hefur haldið sér. Oft hafa heimsvaldaríkin ráðist á Mið-Austurlönd og Norður-Afríku í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að alþýða manna í þessum löndum geti haft afgerandi áhrif á framtíð sína, til þess að raka til sín olíugróða og ná undir sig áhrifasvæði sér og sínum til hagsbóta. Alþýðufólk í Sýrlandi þarf að kljást við margar hindranir á leið til aukins sjálfstæðis og frelsis, allt frá morðóðri stjórn Assads til andfélagssinnaðra íslamskra hópa, sem sumir tengjast al-Qaeda. Hernaðaríhlutun er það síðasta sem það þarf á að halda á vegferð sinni til að stöðva blóðbaðið og losa sig við ríkisstjórn Assads. Mótmæli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og annarra talsmanna heimsvaldaríkjanna vegna drápa á saklausu fólki með efnavopnum eru sett fram til að efla eigin hagsmuni. Þau eru í mótsögn við handahófskennd dráp þeirra á verkafólki og bændum um allan heim, allt frá eldsprengjum á íbúðahverfi verkafólks í Þýskalandi og Japan í síðari heimsstyrjöldinni og kjarnorkusprengjum á Hirosima og Nagasaki í Japan eftir að uppgjöf Japana lá fyrir, til notkunar napalms í stríðunum gegn alþýðu manna í Kóreu og Víetnam. Allt frá valdaráninu í Síle 11. september fyrir 40 árum, til þess vítis sem Bandaríkjaher hefur skapað og er ætlunin að skapa í löndum araba. Bandaríkjastjórn er með þúsundir tonna af efnavopnum í vörslu sinni, næstmesta magnið í öllum heiminum. Þess er nú krafist að svokallað „alþjóðasamfélag“ grípi inn í gang mála í Sýrlandi. Vandamálið er að það er ekki til fyrirbæri sem kalla má „alþjóðasamfélagið“ heldur mismunandi hagsmunir. Hagsmunir vinnandi fólks í Sýrlandi fara saman við hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, í Bandaríkjunum og almennt, en ekki við hagsmuni ráðastétta þessara landa – þeirra hagsmunir stjórnast af öðru.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun