Undirbúningurinn stendur sem hæst Sara McMahon skrifar 2. september 2013 15:00 Egill Tómasson, Grímur Atlason og Kamilla Ingibergsdóttir standa í ströngu við skipulagningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Fréttablaðið/arnþór „Þessa dagana erum við að vinna í dagskránni. Við erum tiltölulega nýbúin að tilkynna alla listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár. Auk þess erum við að vinna í tónleikastöðunum, samningum, skipulagningu, „off-venue“-dagskrá, veggspjöldum og alls konar smærri verkefnum. Það er nóg að gera,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri. Undirbúningur undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves stendur sem hæst um þessar mundir, enda í mörg horn að líta þegar skipuleggja á svo stóra hátíð.Undirbúningur fyrir hátíðina hófst um leið og síðustu hátíð lauk í nóvember í fyrra og hafa aðstandendur hátíðarinnar meðal annars unnið ötult kynningarstarf í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Þrír vinna á skrifstofu Iceland Airwaves allan ársins hring: Grímur Atlason framkvæmdastjóri, sem kemur meðal annars að bókunum og samningagerð, Kamilla, sem sér um almannatengsl, og Egill Tómasson, sem kemur að framleiðslu og bókunum á íslenskum hljómsveitum. „Mánuðina fyrir hátíð erum við fleiri. Núna erum við til dæmis með þrjá starfsnema frá Bandaríkjunum og Danmörku sem eru ómetanleg aðstoð. Auk þess ráðum við fólk í verkefnavinnu til að sjá um að bóka flug fyrir erlenda listamenn, sjá um baksviðið, veitingar, gæslu, ljósmyndun og margt fleira,“ útskýrir Kamilla. „Vinnudagarnir lengjast alltaf töluvert á þessum tíma. Við finnum mikinn mun strax eftir verslunarmannahelgi, þá fer allt á fullt og magn tölvupósts fer yfir öll mörk. Yfir hátíðina sjálfa vinnum við nánast allan sólarhringinn. Það er síðan alltaf jafn merkilegt að hafa allan þennan frítíma eftir hátíðina, maður veit ekkert hvað maður á að gera við sjálfan sig.“ Nánari upplýsingar dagskrá hátíðarinnar má finna hér.Kraftwerk Þýska raftónlistarsveitin Kraftwerk kemur fram á hátíðinni í ár. Nordicphotos/gettynordicphotos/getty Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þessa dagana erum við að vinna í dagskránni. Við erum tiltölulega nýbúin að tilkynna alla listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár. Auk þess erum við að vinna í tónleikastöðunum, samningum, skipulagningu, „off-venue“-dagskrá, veggspjöldum og alls konar smærri verkefnum. Það er nóg að gera,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri. Undirbúningur undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves stendur sem hæst um þessar mundir, enda í mörg horn að líta þegar skipuleggja á svo stóra hátíð.Undirbúningur fyrir hátíðina hófst um leið og síðustu hátíð lauk í nóvember í fyrra og hafa aðstandendur hátíðarinnar meðal annars unnið ötult kynningarstarf í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Þrír vinna á skrifstofu Iceland Airwaves allan ársins hring: Grímur Atlason framkvæmdastjóri, sem kemur meðal annars að bókunum og samningagerð, Kamilla, sem sér um almannatengsl, og Egill Tómasson, sem kemur að framleiðslu og bókunum á íslenskum hljómsveitum. „Mánuðina fyrir hátíð erum við fleiri. Núna erum við til dæmis með þrjá starfsnema frá Bandaríkjunum og Danmörku sem eru ómetanleg aðstoð. Auk þess ráðum við fólk í verkefnavinnu til að sjá um að bóka flug fyrir erlenda listamenn, sjá um baksviðið, veitingar, gæslu, ljósmyndun og margt fleira,“ útskýrir Kamilla. „Vinnudagarnir lengjast alltaf töluvert á þessum tíma. Við finnum mikinn mun strax eftir verslunarmannahelgi, þá fer allt á fullt og magn tölvupósts fer yfir öll mörk. Yfir hátíðina sjálfa vinnum við nánast allan sólarhringinn. Það er síðan alltaf jafn merkilegt að hafa allan þennan frítíma eftir hátíðina, maður veit ekkert hvað maður á að gera við sjálfan sig.“ Nánari upplýsingar dagskrá hátíðarinnar má finna hér.Kraftwerk Þýska raftónlistarsveitin Kraftwerk kemur fram á hátíðinni í ár. Nordicphotos/gettynordicphotos/getty
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira