Undirbúningurinn stendur sem hæst Sara McMahon skrifar 2. september 2013 15:00 Egill Tómasson, Grímur Atlason og Kamilla Ingibergsdóttir standa í ströngu við skipulagningu tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Fréttablaðið/arnþór „Þessa dagana erum við að vinna í dagskránni. Við erum tiltölulega nýbúin að tilkynna alla listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár. Auk þess erum við að vinna í tónleikastöðunum, samningum, skipulagningu, „off-venue“-dagskrá, veggspjöldum og alls konar smærri verkefnum. Það er nóg að gera,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri. Undirbúningur undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves stendur sem hæst um þessar mundir, enda í mörg horn að líta þegar skipuleggja á svo stóra hátíð.Undirbúningur fyrir hátíðina hófst um leið og síðustu hátíð lauk í nóvember í fyrra og hafa aðstandendur hátíðarinnar meðal annars unnið ötult kynningarstarf í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Þrír vinna á skrifstofu Iceland Airwaves allan ársins hring: Grímur Atlason framkvæmdastjóri, sem kemur meðal annars að bókunum og samningagerð, Kamilla, sem sér um almannatengsl, og Egill Tómasson, sem kemur að framleiðslu og bókunum á íslenskum hljómsveitum. „Mánuðina fyrir hátíð erum við fleiri. Núna erum við til dæmis með þrjá starfsnema frá Bandaríkjunum og Danmörku sem eru ómetanleg aðstoð. Auk þess ráðum við fólk í verkefnavinnu til að sjá um að bóka flug fyrir erlenda listamenn, sjá um baksviðið, veitingar, gæslu, ljósmyndun og margt fleira,“ útskýrir Kamilla. „Vinnudagarnir lengjast alltaf töluvert á þessum tíma. Við finnum mikinn mun strax eftir verslunarmannahelgi, þá fer allt á fullt og magn tölvupósts fer yfir öll mörk. Yfir hátíðina sjálfa vinnum við nánast allan sólarhringinn. Það er síðan alltaf jafn merkilegt að hafa allan þennan frítíma eftir hátíðina, maður veit ekkert hvað maður á að gera við sjálfan sig.“ Nánari upplýsingar dagskrá hátíðarinnar má finna hér.Kraftwerk Þýska raftónlistarsveitin Kraftwerk kemur fram á hátíðinni í ár. Nordicphotos/gettynordicphotos/getty Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þessa dagana erum við að vinna í dagskránni. Við erum tiltölulega nýbúin að tilkynna alla listamennina sem koma fram á hátíðinni í ár. Auk þess erum við að vinna í tónleikastöðunum, samningum, skipulagningu, „off-venue“-dagskrá, veggspjöldum og alls konar smærri verkefnum. Það er nóg að gera,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, kynningarstjóri. Undirbúningur undir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves stendur sem hæst um þessar mundir, enda í mörg horn að líta þegar skipuleggja á svo stóra hátíð.Undirbúningur fyrir hátíðina hófst um leið og síðustu hátíð lauk í nóvember í fyrra og hafa aðstandendur hátíðarinnar meðal annars unnið ötult kynningarstarf í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Þrír vinna á skrifstofu Iceland Airwaves allan ársins hring: Grímur Atlason framkvæmdastjóri, sem kemur meðal annars að bókunum og samningagerð, Kamilla, sem sér um almannatengsl, og Egill Tómasson, sem kemur að framleiðslu og bókunum á íslenskum hljómsveitum. „Mánuðina fyrir hátíð erum við fleiri. Núna erum við til dæmis með þrjá starfsnema frá Bandaríkjunum og Danmörku sem eru ómetanleg aðstoð. Auk þess ráðum við fólk í verkefnavinnu til að sjá um að bóka flug fyrir erlenda listamenn, sjá um baksviðið, veitingar, gæslu, ljósmyndun og margt fleira,“ útskýrir Kamilla. „Vinnudagarnir lengjast alltaf töluvert á þessum tíma. Við finnum mikinn mun strax eftir verslunarmannahelgi, þá fer allt á fullt og magn tölvupósts fer yfir öll mörk. Yfir hátíðina sjálfa vinnum við nánast allan sólarhringinn. Það er síðan alltaf jafn merkilegt að hafa allan þennan frítíma eftir hátíðina, maður veit ekkert hvað maður á að gera við sjálfan sig.“ Nánari upplýsingar dagskrá hátíðarinnar má finna hér.Kraftwerk Þýska raftónlistarsveitin Kraftwerk kemur fram á hátíðinni í ár. Nordicphotos/gettynordicphotos/getty
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira