Fékk nóg og gekk út úr hringnum Kjartan Guðmundsson skrifar 17. ágúst 2013 12:00 Pálmi Gunnarsson sendir frá sér sjálfsævisögulega veiðisögu í haust. Hann segir ekki hafa komið til greina að skrifa hefðbundna popparasögu. "Ég barðist við brennivín og dóp í fleiri ár, en ég finn ekki hjá mér neina sérstaka þörf til að kryfja það til mergjar. Ég er meira upptekinn af núinu.“ Ef þú nefnir eitthvert götunafn er líklegt að ég viti ekkert um hvað þú ert að tala, en þegar þú biður mig að hitta þig á kaffihúsi til móts við Hótel Óðinsvé er ekkert mál fyrir mig að finna rétta staðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson þegar blaðamaður tyllir sér niður með honum yfir rjúkandi bolla á kaffihúsi í Þingholtunum. Fyrirfram hafði lítill fugl hvíslað því að téður söngvari og bassaleikari væri miður vel að sér í landafræði höfuðborgarinnar, í og með vegna þess að hann er uppalinn á Vopnafirði, bjó lengi á Hornafirði og hefur nú haft aðsetur á Akureyri í nærri tvo áratugi, en þær áhyggjur reyndust óþarfar. „Það mætti segja að ég þekki kennileitin,“ segir Pálmi og hlær. Hann segist kunna vel sig norðan heiða, þar sem sambýliskona hans starfar sem kennari við Háskólann á Akureyri, en er raunar staddur í stuttum skreppitúr í Reykjavík sem hann nýtir meðal annars til að undirbúa tónleika í Hörpu þann 7. september næstkomandi. Á tónleikunum fer þessi vinsæli tónlistarmaður yfir rúmlega fjörutíu ára feril sinn í bransanum og á sama tíma kemur út nýr safndiskur með sömu áherslum. „Ég var í stúdíóinu í gær og kláraði upptöku á nýju lagi sem verður á disknum,“ segir Pálmi og á þar við lagið Núna eftir Magnús Eiríksson, helsta samstarfsmann sinn til ótal ára.Náði perlunum í einni töku Aðspurður segir Pálmi umfjöllunarefni nýja lagsins í raun hvatningu til fólks að drífa í að framkvæma hlutina strax í stað þess að bíða. „Frestunaráráttan í okkur þvælist oft fyrir,“ tekur hann fram og þá liggur beint við að spyrja hvort hann vinni hratt í hljóðverinu. „Yfirleitt, já. Það er langbesta leiðin, ef mannskapurinn er góður og þú veist að hverju þú ert að leita. Ég hef aldrei verið mikið fyrir yfirlegu. Það heyrist til að mynda vel í bassaleiknum mínum, þar sem mér finnst best að telja í og láta svo vaða. Þegar ég var að byrja að vinna í stúdíóum á áttunda áratugnum fór hrikalegur tími í upptökur. Sum lögin voru tekin upp allt að þrjátíu sinnum og ég gjörsamlega hataði þetta frá byrjun. Mér þótti þetta alveg glatað og auðvitað kom að því að ég fékk nóg og missti mig. Þá grýtti ég frá mér heyrnartólunum, spurði hver andskotinn væri í gangi, og það var í síðasta skipti sem ég stundaði þessa bútasaumsvinnu sem var svo algeng. Alveg síðan þá hef ég reynt að ná einni töku og það gengur oftast ágætlega.“Náðirðu þá öllum þessum perlum sem eru samofnar íslensku þjóðinni, Reyndu aftur, Þitt fyrsta bros, Ísland er land þitt og ótal fleirum, í einni töku? „Mörgum þeirra, já. Þitt fyrsta bros eftir Gunnar Þórðarson er reyndar með erfiðari lögum sem ég hef sungið, en það var bara eitt „teik“ og ég lagaði það ekki neitt. Það er eftirminnilegt því ég stóð í stiga og var að mála íbúðina mína þegar Gunnar hringdi í mig og bað mig um að drífa mig í hljóðverið strax því hann vantaði karlrödd. Hann hafði þá gert tilraunir með kvensöng í laginu en það gekk ekki upp og ég náði svona góðu áhlaupi á það og er ánægður enn þann dag í dag. Ég er maður augnabliksins og hef alltaf verið. Það má yfirfæra á sönginn líka. Ég hef alltaf verið til í að taka tilsögn og einn af þeim sem gáfu mér góð ráð var Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson, sá frábæri söngvari og góður vinur minn. Eitt af því sem Villi kenndi mér var að það væri allt í lagi að láta fölsku nóturnar, eða „fallana“ eins og við köllum það, fljóta með, svo lengi sem tilfinningin væri í lagi.“Datt inn í bransannNú standa fyrir dyrum tónleikar í Hörpu í byrjun september þar sem þú ferð yfir langan feril. Er einhver sérstök ástæða fyrir þessari tímasetningu? „Nei. Það er alltaf verið að mæla lífshlaupin okkar í einhverjum tímamótum. Þegar ég varð sextugur fyrir þremur árum var ég beðinn um að halda tónleika til að fagna því en ég fann mig ekki í því þá. Þegar tónleikahaldarinn færði þessa hugmynd í tal við mig síðasta vor leist mér vel á og sló til. Bandið sem verður með mér er gott og Magnús Eiríksson og Ellen Kristjánsdóttir, mitt helsta samstarfsfólk í gegnum tíðina, verður auðvitað með. Svo verða stelpurnar mínar, Ninna Rún og Ragnheiður Helga, í bakröddum og svo á ég von á að Sigurður Helgi, strákurinn minn, stígi líka á svið. Ég hefði getað farið þá leið að fylla prógrammið af gestasöngvurumen ég geymi það bara til næstu aldamóta.“Og á tónleikunum rennir þú væntanlega í gegnum helstu smellina á ferlinum? „Já, allt frá því ég hóf ferilinn nítján ára gamall árið 1969. Þá bjó ég á Hornafirði, var að vinna í fiski og spila í Bítlabandi, en datt inn í eina af vinsælustu danssveitum landsins. Ég vissi að Villi Vill var að hætta í Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og það vantaði bassaleikara og söngvara, svo ég setti í sjálfsbjargarviðleitnisgír dauðans og sendi Magnúsi mjög formlegt bréf, með mynd af mér og allt. Ég vildi óska þess að ég ætti þetta bréf því það er eflaust hrikalega asnalegt, en hálfum mánuði síðar fékk ég svarbréf frá Magnúsi sem var búinn að panta fyrir mig flugmiða til Reykjavíkur sama dag. Ég flaug suður og Magnús bauð mér út að borða á Grillinu þar sem hann sagðist þurfa að kynnast þessum snillingi. Svo fórum við á skemmtistaðinn Röðul, þar sem hann komst að því að ég kunni ekki rassgat á bassa, enda hafði ég verið gítarleikari fram að því. En Magnús gaf mér séns, gegn því að ég æfði mig eins og brjálaður , og hálfum mánuði síðar fékk ég skriflegan samning sem fannst einmitt um daginn, og hangir nú innrammaður uppi á vegg hjá Sigurði syni mínum, í Safnaramiðstöðinni á Hverfisgötu. Svona byrjaði þetta nú allt saman og var rosalegur skóli sem ég bý auðvitað að.“Margoft við dauðans dyr Til viðbótar við tónleikana í Hörpu og safndiskinn kemur í haust út bók eftir Pálma, nokkurs konar sjálfsævisöguleg veiðisaga þar sem Pálmi rekur tengingu sína við veiði og útivist allt frá því hann var smápolli á Vopnafirði. Pálmi segir vinnuna við bókina hafa verið einkar ánægjulega, en kom ekki til greina að skrifa hefðbundna ævisögu nafntogaðs manns um lífshlaupið, ástirnar og ævintýrin? „Nei, það hefur enn sem komið er ekki komið til greina. Ég er alls ekki viðkvæmur fyrir því að ræða um lífshlaup mitt og hef aldrei farið í grafgötur með að stundum hefur þetta verið erfitt. Ég barðist við brennivín og dóp í fleiri ár, en ég finn ekki hjá mér neina sérstaka þörf til að kryfja það til mergjar. Ég er meira upptekinn af núinu.“Í ævisögu Magnúsar Eiríkssonar vinar þíns og samstarfsmanns, sem kom út fyrir nokkrum árum, er ekki dregið dul á að þú og fleiri tónlistarmenn hafi verið ansi djúpt sokknir í sukkið á tímabili. Hvað fannst þér um það? „Allt í fína. Það var ekkert í þessari bók sem truflaði mig og engar ýkjur. En ég velti því fyrir mér hver væri tilgangurinn fyrir mig persónulega að segja frá tugum ára í óminni og sukki, með öllum þeim sársauka sem því fylgdi? Ég er þakklátur fyrir að hafa komist frá þessu fyrir næstum tveimur áratugum síðan og það skiptir mig meira máli en sukksögur af poppara, þótt þær geti verið fyndnar.“Varstu hætt kominn á einhverjum tímapunkti, jafnvel inni á spítala? „Já, ég var margoft við dauðans dyr og staðan var stundum þannig að ég hefði getað meldað mig yfir á næsta fylleríi. Þeir sem ofnota brennivín eða dóp, nokkuð sem ég set undir sama hatt, eru alltaf í rússneskri rúllettu. En ég var jaxl. Ég var djöfulsins jaxl sem var kýldur niður trekk í trekk en stóð alltaf upp aftur og hjólaði inn í hringinn, bara til að láta slá mig kaldan eina ferðina enn. Svo gerðist eitthvað og ég gekk út úr hringnum. Síðan þá hefur edrúgangan mín verið átakalítil en ég nýti mér vissulega fortíðina sem reynslubanka. Þegar ég gleymi að vera þakklátur fyrir að vera til og allsgáður hjálpar það mér að kíkja aðeins til baka.“ Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ef þú nefnir eitthvert götunafn er líklegt að ég viti ekkert um hvað þú ert að tala, en þegar þú biður mig að hitta þig á kaffihúsi til móts við Hótel Óðinsvé er ekkert mál fyrir mig að finna rétta staðinn,“ segir tónlistarmaðurinn Pálmi Gunnarsson þegar blaðamaður tyllir sér niður með honum yfir rjúkandi bolla á kaffihúsi í Þingholtunum. Fyrirfram hafði lítill fugl hvíslað því að téður söngvari og bassaleikari væri miður vel að sér í landafræði höfuðborgarinnar, í og með vegna þess að hann er uppalinn á Vopnafirði, bjó lengi á Hornafirði og hefur nú haft aðsetur á Akureyri í nærri tvo áratugi, en þær áhyggjur reyndust óþarfar. „Það mætti segja að ég þekki kennileitin,“ segir Pálmi og hlær. Hann segist kunna vel sig norðan heiða, þar sem sambýliskona hans starfar sem kennari við Háskólann á Akureyri, en er raunar staddur í stuttum skreppitúr í Reykjavík sem hann nýtir meðal annars til að undirbúa tónleika í Hörpu þann 7. september næstkomandi. Á tónleikunum fer þessi vinsæli tónlistarmaður yfir rúmlega fjörutíu ára feril sinn í bransanum og á sama tíma kemur út nýr safndiskur með sömu áherslum. „Ég var í stúdíóinu í gær og kláraði upptöku á nýju lagi sem verður á disknum,“ segir Pálmi og á þar við lagið Núna eftir Magnús Eiríksson, helsta samstarfsmann sinn til ótal ára.Náði perlunum í einni töku Aðspurður segir Pálmi umfjöllunarefni nýja lagsins í raun hvatningu til fólks að drífa í að framkvæma hlutina strax í stað þess að bíða. „Frestunaráráttan í okkur þvælist oft fyrir,“ tekur hann fram og þá liggur beint við að spyrja hvort hann vinni hratt í hljóðverinu. „Yfirleitt, já. Það er langbesta leiðin, ef mannskapurinn er góður og þú veist að hverju þú ert að leita. Ég hef aldrei verið mikið fyrir yfirlegu. Það heyrist til að mynda vel í bassaleiknum mínum, þar sem mér finnst best að telja í og láta svo vaða. Þegar ég var að byrja að vinna í stúdíóum á áttunda áratugnum fór hrikalegur tími í upptökur. Sum lögin voru tekin upp allt að þrjátíu sinnum og ég gjörsamlega hataði þetta frá byrjun. Mér þótti þetta alveg glatað og auðvitað kom að því að ég fékk nóg og missti mig. Þá grýtti ég frá mér heyrnartólunum, spurði hver andskotinn væri í gangi, og það var í síðasta skipti sem ég stundaði þessa bútasaumsvinnu sem var svo algeng. Alveg síðan þá hef ég reynt að ná einni töku og það gengur oftast ágætlega.“Náðirðu þá öllum þessum perlum sem eru samofnar íslensku þjóðinni, Reyndu aftur, Þitt fyrsta bros, Ísland er land þitt og ótal fleirum, í einni töku? „Mörgum þeirra, já. Þitt fyrsta bros eftir Gunnar Þórðarson er reyndar með erfiðari lögum sem ég hef sungið, en það var bara eitt „teik“ og ég lagaði það ekki neitt. Það er eftirminnilegt því ég stóð í stiga og var að mála íbúðina mína þegar Gunnar hringdi í mig og bað mig um að drífa mig í hljóðverið strax því hann vantaði karlrödd. Hann hafði þá gert tilraunir með kvensöng í laginu en það gekk ekki upp og ég náði svona góðu áhlaupi á það og er ánægður enn þann dag í dag. Ég er maður augnabliksins og hef alltaf verið. Það má yfirfæra á sönginn líka. Ég hef alltaf verið til í að taka tilsögn og einn af þeim sem gáfu mér góð ráð var Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson, sá frábæri söngvari og góður vinur minn. Eitt af því sem Villi kenndi mér var að það væri allt í lagi að láta fölsku nóturnar, eða „fallana“ eins og við köllum það, fljóta með, svo lengi sem tilfinningin væri í lagi.“Datt inn í bransannNú standa fyrir dyrum tónleikar í Hörpu í byrjun september þar sem þú ferð yfir langan feril. Er einhver sérstök ástæða fyrir þessari tímasetningu? „Nei. Það er alltaf verið að mæla lífshlaupin okkar í einhverjum tímamótum. Þegar ég varð sextugur fyrir þremur árum var ég beðinn um að halda tónleika til að fagna því en ég fann mig ekki í því þá. Þegar tónleikahaldarinn færði þessa hugmynd í tal við mig síðasta vor leist mér vel á og sló til. Bandið sem verður með mér er gott og Magnús Eiríksson og Ellen Kristjánsdóttir, mitt helsta samstarfsfólk í gegnum tíðina, verður auðvitað með. Svo verða stelpurnar mínar, Ninna Rún og Ragnheiður Helga, í bakröddum og svo á ég von á að Sigurður Helgi, strákurinn minn, stígi líka á svið. Ég hefði getað farið þá leið að fylla prógrammið af gestasöngvurumen ég geymi það bara til næstu aldamóta.“Og á tónleikunum rennir þú væntanlega í gegnum helstu smellina á ferlinum? „Já, allt frá því ég hóf ferilinn nítján ára gamall árið 1969. Þá bjó ég á Hornafirði, var að vinna í fiski og spila í Bítlabandi, en datt inn í eina af vinsælustu danssveitum landsins. Ég vissi að Villi Vill var að hætta í Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og það vantaði bassaleikara og söngvara, svo ég setti í sjálfsbjargarviðleitnisgír dauðans og sendi Magnúsi mjög formlegt bréf, með mynd af mér og allt. Ég vildi óska þess að ég ætti þetta bréf því það er eflaust hrikalega asnalegt, en hálfum mánuði síðar fékk ég svarbréf frá Magnúsi sem var búinn að panta fyrir mig flugmiða til Reykjavíkur sama dag. Ég flaug suður og Magnús bauð mér út að borða á Grillinu þar sem hann sagðist þurfa að kynnast þessum snillingi. Svo fórum við á skemmtistaðinn Röðul, þar sem hann komst að því að ég kunni ekki rassgat á bassa, enda hafði ég verið gítarleikari fram að því. En Magnús gaf mér séns, gegn því að ég æfði mig eins og brjálaður , og hálfum mánuði síðar fékk ég skriflegan samning sem fannst einmitt um daginn, og hangir nú innrammaður uppi á vegg hjá Sigurði syni mínum, í Safnaramiðstöðinni á Hverfisgötu. Svona byrjaði þetta nú allt saman og var rosalegur skóli sem ég bý auðvitað að.“Margoft við dauðans dyr Til viðbótar við tónleikana í Hörpu og safndiskinn kemur í haust út bók eftir Pálma, nokkurs konar sjálfsævisöguleg veiðisaga þar sem Pálmi rekur tengingu sína við veiði og útivist allt frá því hann var smápolli á Vopnafirði. Pálmi segir vinnuna við bókina hafa verið einkar ánægjulega, en kom ekki til greina að skrifa hefðbundna ævisögu nafntogaðs manns um lífshlaupið, ástirnar og ævintýrin? „Nei, það hefur enn sem komið er ekki komið til greina. Ég er alls ekki viðkvæmur fyrir því að ræða um lífshlaup mitt og hef aldrei farið í grafgötur með að stundum hefur þetta verið erfitt. Ég barðist við brennivín og dóp í fleiri ár, en ég finn ekki hjá mér neina sérstaka þörf til að kryfja það til mergjar. Ég er meira upptekinn af núinu.“Í ævisögu Magnúsar Eiríkssonar vinar þíns og samstarfsmanns, sem kom út fyrir nokkrum árum, er ekki dregið dul á að þú og fleiri tónlistarmenn hafi verið ansi djúpt sokknir í sukkið á tímabili. Hvað fannst þér um það? „Allt í fína. Það var ekkert í þessari bók sem truflaði mig og engar ýkjur. En ég velti því fyrir mér hver væri tilgangurinn fyrir mig persónulega að segja frá tugum ára í óminni og sukki, með öllum þeim sársauka sem því fylgdi? Ég er þakklátur fyrir að hafa komist frá þessu fyrir næstum tveimur áratugum síðan og það skiptir mig meira máli en sukksögur af poppara, þótt þær geti verið fyndnar.“Varstu hætt kominn á einhverjum tímapunkti, jafnvel inni á spítala? „Já, ég var margoft við dauðans dyr og staðan var stundum þannig að ég hefði getað meldað mig yfir á næsta fylleríi. Þeir sem ofnota brennivín eða dóp, nokkuð sem ég set undir sama hatt, eru alltaf í rússneskri rúllettu. En ég var jaxl. Ég var djöfulsins jaxl sem var kýldur niður trekk í trekk en stóð alltaf upp aftur og hjólaði inn í hringinn, bara til að láta slá mig kaldan eina ferðina enn. Svo gerðist eitthvað og ég gekk út úr hringnum. Síðan þá hefur edrúgangan mín verið átakalítil en ég nýti mér vissulega fortíðina sem reynslubanka. Þegar ég gleymi að vera þakklátur fyrir að vera til og allsgáður hjálpar það mér að kíkja aðeins til baka.“
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira