Utan vallar: Nú á körfuboltafólk að mæta í höllina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2013 08:00 Haukur Helgi. Ein af ungum stjörnum íslenska liðsins. Fréttablaðið/Daníel Fréttablaðið/Daníel Körfuboltaáhugafólk á Íslandi er oft að kvarta yfir umfjöllun um íslenskan körfubolta í íslenskum fjölmiðlum og fyrir utan aprílmánuð, þegar úrslitakeppni karla fangar sviðsljósið, er karfan ekkert alltof áberandi í miðlum landsins. Eins og landsliðið hjálpar handboltanum er ekki sömu sögu að segja um körfuboltann. Landsleikirnir eru oftast ekki nógu vel sóttir og er örugglega hægt að nefna ástæður eins og að leikirnir fara fram utan keppnistímabilsins og möguleikar íslenska liðsins til afreka í flestum þessara leikja eru ekki voðalega miklir. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvort umrætt íslenskt körfuboltaáhugafólk sýni samtakamátt í kvöld þegar íslenska landsliðið fær sannkallaðan úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Handboltaáhugafólk hefur margoft troðfyllt Höllina á síðustu árum en við eigum enn eftir að sjá fullt hús í mikilvægum landsleik í körfunni. Nú er aftur á móti full ástæða til þess að fylla Höllina og hjálpa íslenska landsliðinu að stíga stórt skref í átt að því að komast í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn. Strákarnir í liðinu hafa án nokkurs vafa unnið sér inn stuðninginn með frammistöðu sinni á þessu ári og fyrir utan smá slys í Búlgaríu á dögunum hefur íslenska liðið heillað þá sem á horfa með kappsemi, leikgleði og samvinnu. Hver vill núna missa af því að sjá kappa eins og Jón Arnór Stefánsson, Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson á hátindi ferils síns spila fyrir fyrstu alvöru möguleika Íslands á að komast á EM? Ég ætla ekki að missa af þessu og treysti á að allt alvöru körfuboltaáhugafólk láti sig heldur ekki vanta í Höllina í kvöld. Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Körfuboltaáhugafólk á Íslandi er oft að kvarta yfir umfjöllun um íslenskan körfubolta í íslenskum fjölmiðlum og fyrir utan aprílmánuð, þegar úrslitakeppni karla fangar sviðsljósið, er karfan ekkert alltof áberandi í miðlum landsins. Eins og landsliðið hjálpar handboltanum er ekki sömu sögu að segja um körfuboltann. Landsleikirnir eru oftast ekki nógu vel sóttir og er örugglega hægt að nefna ástæður eins og að leikirnir fara fram utan keppnistímabilsins og möguleikar íslenska liðsins til afreka í flestum þessara leikja eru ekki voðalega miklir. Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvort umrætt íslenskt körfuboltaáhugafólk sýni samtakamátt í kvöld þegar íslenska landsliðið fær sannkallaðan úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Handboltaáhugafólk hefur margoft troðfyllt Höllina á síðustu árum en við eigum enn eftir að sjá fullt hús í mikilvægum landsleik í körfunni. Nú er aftur á móti full ástæða til þess að fylla Höllina og hjálpa íslenska landsliðinu að stíga stórt skref í átt að því að komast í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn. Strákarnir í liðinu hafa án nokkurs vafa unnið sér inn stuðninginn með frammistöðu sinni á þessu ári og fyrir utan smá slys í Búlgaríu á dögunum hefur íslenska liðið heillað þá sem á horfa með kappsemi, leikgleði og samvinnu. Hver vill núna missa af því að sjá kappa eins og Jón Arnór Stefánsson, Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson á hátindi ferils síns spila fyrir fyrstu alvöru möguleika Íslands á að komast á EM? Ég ætla ekki að missa af þessu og treysti á að allt alvöru körfuboltaáhugafólk láti sig heldur ekki vanta í Höllina í kvöld.
Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum