Senda frá sér fyrstu smáskífuna Kristjana Arnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 09:00 Þau Amy Odell og Aggi Friðbertsson skipa hljómsveitina Amy and I. Þau hafa nú sent frá sér sína fyrstu smáskífu sem ber heitið The Storm. „Fyrsta lagið okkar kemur út á morgun og svo höldum við þessu bara ótrauð áfram,“ segir tónlistarmaðurinn Aggi Friðbertsson sem hefur hafið samstarf með bresku söngkonunni Amy Odell. Hljómsveitina kalla þau Amy and I en þau Amy og Aggi kynntust í gegnum sameiginlegan vin í London í fyrra og hófu samstarf nú í vor. „Ég flutti til London til að læra upptökustjórnun og kynntist þar bróður hennar Amy, sem var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Mínus og Cliff Clavin. Amy var að leita sér að gítarleikara og ég sló til. Ég stakk svo fljótlega upp á því að gera eitthvað annað en það,“ segir Aggi, en hann segir tónlistina sem þau gera vera eins konar raftónlist með rólegu ívafi. Aggi býr á Íslandi í sumar og hefur því þurft að nota bæði Skype og tölvupóst til þess að bera efnið undir Amy. „Við náðum að taka mikið upp í London þegar ég var að klára skólann í vor. Svo hef ég verið að semja á fullu og senda á hana en ég fer til London aftur í næstu viku. Þá verður þetta aðeins auðveldara.“ Aggi hefur einnig látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi en hann hefur spilað með hljómsveitinni Sign síðustu fimm ár og var forsprakki rokksveitarinnar Ten Steps Away. Amy Odell er dóttir breska upptökustjórans Kens Thomas en sá hefur meðal annars unnið með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, M83 og Moby. Fyrsta lag Amy and I ber heitið The Storm. Lagið kemur út í dag og má heyra á Facebook-síðu hljómsveitarinnar. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Fyrsta lagið okkar kemur út á morgun og svo höldum við þessu bara ótrauð áfram,“ segir tónlistarmaðurinn Aggi Friðbertsson sem hefur hafið samstarf með bresku söngkonunni Amy Odell. Hljómsveitina kalla þau Amy and I en þau Amy og Aggi kynntust í gegnum sameiginlegan vin í London í fyrra og hófu samstarf nú í vor. „Ég flutti til London til að læra upptökustjórnun og kynntist þar bróður hennar Amy, sem var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Mínus og Cliff Clavin. Amy var að leita sér að gítarleikara og ég sló til. Ég stakk svo fljótlega upp á því að gera eitthvað annað en það,“ segir Aggi, en hann segir tónlistina sem þau gera vera eins konar raftónlist með rólegu ívafi. Aggi býr á Íslandi í sumar og hefur því þurft að nota bæði Skype og tölvupóst til þess að bera efnið undir Amy. „Við náðum að taka mikið upp í London þegar ég var að klára skólann í vor. Svo hef ég verið að semja á fullu og senda á hana en ég fer til London aftur í næstu viku. Þá verður þetta aðeins auðveldara.“ Aggi hefur einnig látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi en hann hefur spilað með hljómsveitinni Sign síðustu fimm ár og var forsprakki rokksveitarinnar Ten Steps Away. Amy Odell er dóttir breska upptökustjórans Kens Thomas en sá hefur meðal annars unnið með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, M83 og Moby. Fyrsta lag Amy and I ber heitið The Storm. Lagið kemur út í dag og má heyra á Facebook-síðu hljómsveitarinnar.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira