Aron enn á milli steins og sleggju Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2013 06:30 Aron verður í aðalhlutverki í framlínu AZ Alkmaar á næsta tímabili eftir að Jozy Altidore var seldur frá félaginu. nordicphotos/getty Aron Jóhannsson er kominn á fullt með hollenska liðinu AZ Alkmaar og hefur raðað inn mörkum fyrir liðið á undirbúningstímabilinu. Hann verður aðalframherji liðsins að öllu óbreyttu næsta tímabil og ljóst að forráðamenn liðsins hafa tröllatrú á fyrrverandi Fjölnismanninum. Aron, sem hefur spilað með U-21 landsliði Íslands, á enn eftir að ákveða hvort hann vilji fremur gefa kost á sér í íslenska A-landsliðið en það bandaríska. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og er með tvöfaldan ríkisborgararétt. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og hef lítið leitt hugann að þessu,“ segir Aron. „Ég vil fyrst og fremst standa mig vel hér úti og hitt verður bara að koma í ljós.“ Aron hefur áður verið valinn í landsliðið í stjórnartíð Lars Lagerbäck en gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Lagerbäck hefur þó margsagt að dyr landsliðsins standi Aroni ávallt opnar. Tímabilið hefst formlega í Hollandi á laugardaginn er AZ mætir Ajax í Johan Cruyf-bikarnum en þar meistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils. Aron kom til AZ frá danska liðinu AGF á síðasta tímabili þar sem hann sló í gegn. Aron kom þó meiddur til Hollands og spilaði ekki sinn fyrsta leik með liðinu fyrr en í marsmánuði. „Það er svolítið heitt hjá okkur hér úti en annars hef ég það bara gott,“ segir hann í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „Maður kvartar undan kuldanum allan veturinn en svo þegar sumarið kemur þá verður manni of heitt.“ Hann segist vera í toppstandi og að hann finni ekkert fyrir meiðslunum. „Nárinn hefur ekkert verið að angra mig og ég held að ég sé bara í toppstandi.“ Eftir að félagið seldi Bandaríkjamanninn Jozy Altidore eftir síðasta tímabil var ljóst að Aron yrði aðalframherji liðsins. „Það var alltaf planið að selja hann og treysta mér fyrir þessu hlutverki. Auðvitað getur svona lagað breyst en hingað til hefur mér gengið nokkuð vel, þó svo að við höfum verið að spila við misgóð lið í sumar,“ segir hann. AZ spilaði þó við tvö sterk lið á dögunum, hollenskt B-deildarlið og spænska liðið Getafe. Aron skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. „Það gefur manni aukið sjálfstraust og það er gott að finna fyrir trausti þjálfarans líka. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir tímabilinu, enda er planið að gera betur nú en á því síðasta.“ Fótbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Aron Jóhannsson er kominn á fullt með hollenska liðinu AZ Alkmaar og hefur raðað inn mörkum fyrir liðið á undirbúningstímabilinu. Hann verður aðalframherji liðsins að öllu óbreyttu næsta tímabil og ljóst að forráðamenn liðsins hafa tröllatrú á fyrrverandi Fjölnismanninum. Aron, sem hefur spilað með U-21 landsliði Íslands, á enn eftir að ákveða hvort hann vilji fremur gefa kost á sér í íslenska A-landsliðið en það bandaríska. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og er með tvöfaldan ríkisborgararétt. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og hef lítið leitt hugann að þessu,“ segir Aron. „Ég vil fyrst og fremst standa mig vel hér úti og hitt verður bara að koma í ljós.“ Aron hefur áður verið valinn í landsliðið í stjórnartíð Lars Lagerbäck en gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Lagerbäck hefur þó margsagt að dyr landsliðsins standi Aroni ávallt opnar. Tímabilið hefst formlega í Hollandi á laugardaginn er AZ mætir Ajax í Johan Cruyf-bikarnum en þar meistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils. Aron kom til AZ frá danska liðinu AGF á síðasta tímabili þar sem hann sló í gegn. Aron kom þó meiddur til Hollands og spilaði ekki sinn fyrsta leik með liðinu fyrr en í marsmánuði. „Það er svolítið heitt hjá okkur hér úti en annars hef ég það bara gott,“ segir hann í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „Maður kvartar undan kuldanum allan veturinn en svo þegar sumarið kemur þá verður manni of heitt.“ Hann segist vera í toppstandi og að hann finni ekkert fyrir meiðslunum. „Nárinn hefur ekkert verið að angra mig og ég held að ég sé bara í toppstandi.“ Eftir að félagið seldi Bandaríkjamanninn Jozy Altidore eftir síðasta tímabil var ljóst að Aron yrði aðalframherji liðsins. „Það var alltaf planið að selja hann og treysta mér fyrir þessu hlutverki. Auðvitað getur svona lagað breyst en hingað til hefur mér gengið nokkuð vel, þó svo að við höfum verið að spila við misgóð lið í sumar,“ segir hann. AZ spilaði þó við tvö sterk lið á dögunum, hollenskt B-deildarlið og spænska liðið Getafe. Aron skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. „Það gefur manni aukið sjálfstraust og það er gott að finna fyrir trausti þjálfarans líka. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir tímabilinu, enda er planið að gera betur nú en á því síðasta.“
Fótbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira