Blessuð! Hildur Sverrisdóttir skrifar 13. júlí 2013 06:00 Í íslenskum kveðjum eru klassískar óskirnar um blessun guðs, en fallegasta kveðjan finnst mér vera vertu sæll. Komdu sæll gæti hins vegar skilist eins og það megi ekki vera leiður, sem hlýtur að vera frekar tilætlunarsamt um líðan annarra – eins og spurningin hvað segir þú gott? Hjá fámennri þjóð er sniðugt að hafa búið til kerfi þar sem það er nógu kurteist að nikka höfði til kunningja sinna á förnum vegi. Annað væri bara of tímafrekt. Þegar aðstæður kalla á að meira púður sé lagt í hittinginn örlar þó oft á skemmtilega áhugaverðum vandræðagangi í því hverjar etiketturnar eru. Ég þekki konu sem kyssir alla á munninn, en flestir láta sér nægja að smella kossi á kinn. Við höfum þó ekki enn búið til kerfi um hvor kinnin er kysst. Báðir aðilar stefna þá oft í sömu átt með þeim afleiðingum að rekast á og fara nánast í sleik þótt það hafi alls ekki verið á dagskrá. Við nefnilega látum ekki nægja að notast við létta kossa út í loftið eins víða erlendis. Hér duga engin slík vettlingatök og er kossinum því smellt kyrfilega á með smelli og tilheyrandi. Greyið sóttvarnalæknir. Kannski er það út af norðanáttinni að við splæsum bara tíma í einn koss en ekki fleiri. Einhverjir hafa þó búið eitt sumar í París og finnst einhverra hluta vegna ekkert sjálfsagðara en að taka kossavenjurnar með sér heim og brúka hiklaust á ósiglda samlanda sína. Maður lendir því líka nánast í sleik við heimkomna Parísarbúann þegar hann heldur óvænt áfram leið sinni á kinn númer tvö. Ballið byrjar svo þegar kossarnir verða óvænt þrír eða jafnvel fjórir frá þeim sem bjuggu sko mörg sumur við Miðjarðarhafið. Það er auðvitað hressandi að lenda óvart í misskildum sleik á Laugaveginum og kannski engin ástæða til að ferla einhverjar hefðir til að koma í veg fyrir svona krúttleg vandræðalegheit. Kannski er það bara jafn íslenskt eins og að segja jæja – bara viðeigandi að þegar við heilsumst geti það verið jafn óútreiknanlegt og veðrið. Veriði sæl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Í íslenskum kveðjum eru klassískar óskirnar um blessun guðs, en fallegasta kveðjan finnst mér vera vertu sæll. Komdu sæll gæti hins vegar skilist eins og það megi ekki vera leiður, sem hlýtur að vera frekar tilætlunarsamt um líðan annarra – eins og spurningin hvað segir þú gott? Hjá fámennri þjóð er sniðugt að hafa búið til kerfi þar sem það er nógu kurteist að nikka höfði til kunningja sinna á förnum vegi. Annað væri bara of tímafrekt. Þegar aðstæður kalla á að meira púður sé lagt í hittinginn örlar þó oft á skemmtilega áhugaverðum vandræðagangi í því hverjar etiketturnar eru. Ég þekki konu sem kyssir alla á munninn, en flestir láta sér nægja að smella kossi á kinn. Við höfum þó ekki enn búið til kerfi um hvor kinnin er kysst. Báðir aðilar stefna þá oft í sömu átt með þeim afleiðingum að rekast á og fara nánast í sleik þótt það hafi alls ekki verið á dagskrá. Við nefnilega látum ekki nægja að notast við létta kossa út í loftið eins víða erlendis. Hér duga engin slík vettlingatök og er kossinum því smellt kyrfilega á með smelli og tilheyrandi. Greyið sóttvarnalæknir. Kannski er það út af norðanáttinni að við splæsum bara tíma í einn koss en ekki fleiri. Einhverjir hafa þó búið eitt sumar í París og finnst einhverra hluta vegna ekkert sjálfsagðara en að taka kossavenjurnar með sér heim og brúka hiklaust á ósiglda samlanda sína. Maður lendir því líka nánast í sleik við heimkomna Parísarbúann þegar hann heldur óvænt áfram leið sinni á kinn númer tvö. Ballið byrjar svo þegar kossarnir verða óvænt þrír eða jafnvel fjórir frá þeim sem bjuggu sko mörg sumur við Miðjarðarhafið. Það er auðvitað hressandi að lenda óvart í misskildum sleik á Laugaveginum og kannski engin ástæða til að ferla einhverjar hefðir til að koma í veg fyrir svona krúttleg vandræðalegheit. Kannski er það bara jafn íslenskt eins og að segja jæja – bara viðeigandi að þegar við heilsumst geti það verið jafn óútreiknanlegt og veðrið. Veriði sæl.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun