Tónlist

Heiður að spila með Botnleðju

Freyr Bjarnason skrifar
Helgi Rúnar Gunnarsson (lengst til vinstri) ásamt hljómsveitinni Botnleðju.
Helgi Rúnar Gunnarsson (lengst til vinstri) ásamt hljómsveitinni Botnleðju. fréttablaðið/anton
„Þetta er náttúrulega frábær heiður,“ segir Helgi Rúnar Gunnarsson, gítarleikari og söngvari Benny Crespo"s Gang. Hann spilar sem gestur með Botnleðju á útgáfutónleikum rokkaranna í Austurbæ í kvöld.

Aðspurður segist Helgi Rúnar hafa verið mikill Botnleðjuaðdáandi þegar hann var yngri. „Þegar Drullumall og Fólk er fífl komu út var ég tíu eða ellefu ára gamall. Ég var búinn að vera að hlusta á Nirvana og þetta hitti algjörlega í mark hjá mér á þeim tíma,“ segir hann. „Ég sá þá hita upp fyrir Blur í Laugardalshöllinni "96 og síðan fékk ég Fólk er fífl-diskinn í jólagjöf. Ég held ég hafi bara hlustað á hann og Nirvana næstu tvö árin.“

Helgi Rúnar hefur þekkt þá Heiðar Örn Kristjánsson og Harald Frey Gíslason úr Botnleðju í þónokkurn tíma því þeir hafa unnið með Magnúsi Öder, félaga hans úr Benny Crespo"s Gang, við upptökur á plötum Pollapönks. Hann ber þeim vel söguna og hlakkar mikið til að spila þeim þeim í Austurbæ.

Enn eru til miðar á útgáfutónleikana. Sigurhljómsveit Músíktilrauna, Vök, hitar upp. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×