Vörn fyrir börn og foreldra þeirra Mikael Torfason skrifar 22. júní 2013 07:00 í Fréttablaðinu í síðustu viku sögðum við frá því að barnaverndaryfirvöld væru að skoða samtökin Vörn fyrir börn, en þau gefa sig út fyrir að berjast fyrir hagsmunum barna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Það er Kristín Snæfells sem fer fyrir samtökunum, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tók hún þátt í því að láta ungt barn ljúga grófu kynferðisofbeldi upp á föður í forræðisdeilu. Þetta kom fram í viðtölum við barnið í Barnahúsi og var meðal annars notað til grundvallar úrskurði í forræðismáli þar sem faðirinn fékk fullt forræði. Málið er alvarlegt og flóknara en svo að hægt sé að afgreiða það sem einskæra illgirni af hálfu Kristínar. Við erum öll fórnarlömb ofsóknaræðis þegar börn og kynferðisofbeldi er annars vegar. Mikil vakning hefur átt sér stað í samfélaginu og því fylgja vaxtarverkir. Við erum enn að læra hversu langt við eigum að ganga en svo virðist sem umrædd forstöðukona Varnar fyrir börn gangi of langt. Sjálf segist hún gefa lítið fyrir „kjaftasögur“ og að mikil aðsókn sé í þjónustumiðstöð samtakanna. Það er áhyggjuefni og hjá Barnaverndarstofu er varað við fúski í barnavernd. Samtök Kristínar eru sögð miðla röngum upplýsingum til almennings og við það eru gerðar alvarlegar athugasemdir. Mál föðurins sem sagt er frá í Fréttablaðinu í dag minnir um margt á bíómyndina Jagten sem sýnd var fyrir fullu húsi í kvikmyndahúsum í vetur. Þar var sögð saga sem byggði á sönnum atburðum. Starfsmaður leikskóla var vegna misskilnings sakaður um kynferðisbrot gegn fjölda barna. Það var næstum því tilviljun að málið fékk farsælan endi vegna misræmis í frásögn barnanna. Við tókum þá ákvörðun að birta ekki nafn föðurins sem var ranglega sakaður um kynferðisbrot gegn barni sínu í frétt Fréttablaðsins í dag. Það gerum við af tillitsemi við barnið og er sú ákvörðun í samræmi við siðareglur Fréttablaðsins. Þessi mál eru þau allra viðkvæmustu og mikilvægt er að börnin njóti vafans. Sem er einmitt það sem gerir þetta svo snúið. Þessi mál eru þannig vaxin að freistandi er að horfa í aðra átt. Eða þannig hefur það alltaf verið. Við sem samfélag höfum alltof oft brugðist börnum sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Nú erum við hins vegar ákveðin í að rjúfa þögnina. Það er gott. Í raun alveg frábært og við eigum að halda því áfram. Við megum bara ekki fara fram úr okkur. Þannig skrifaði Hermann Stefánsson rithöfundur grein í Fréttablaðið í lok síðasta mánaðar sem vakti mikla athygli. Þar ræddi hann um samtökin Blátt áfram sem hafa einnig tekið að sér það hlutverk að rjúfa þögnina um kynferðisofbeldi gegn börnum. Þau hafa samt gengið of langt í sjónvarpsauglýsinum og hvatt okkur til að vantreysta hvert öðru. Allt gert í góðum tilgangi. Vissulega. En leiðin til heljar er vörðuð góðum ásetningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun
í Fréttablaðinu í síðustu viku sögðum við frá því að barnaverndaryfirvöld væru að skoða samtökin Vörn fyrir börn, en þau gefa sig út fyrir að berjast fyrir hagsmunum barna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Það er Kristín Snæfells sem fer fyrir samtökunum, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tók hún þátt í því að láta ungt barn ljúga grófu kynferðisofbeldi upp á föður í forræðisdeilu. Þetta kom fram í viðtölum við barnið í Barnahúsi og var meðal annars notað til grundvallar úrskurði í forræðismáli þar sem faðirinn fékk fullt forræði. Málið er alvarlegt og flóknara en svo að hægt sé að afgreiða það sem einskæra illgirni af hálfu Kristínar. Við erum öll fórnarlömb ofsóknaræðis þegar börn og kynferðisofbeldi er annars vegar. Mikil vakning hefur átt sér stað í samfélaginu og því fylgja vaxtarverkir. Við erum enn að læra hversu langt við eigum að ganga en svo virðist sem umrædd forstöðukona Varnar fyrir börn gangi of langt. Sjálf segist hún gefa lítið fyrir „kjaftasögur“ og að mikil aðsókn sé í þjónustumiðstöð samtakanna. Það er áhyggjuefni og hjá Barnaverndarstofu er varað við fúski í barnavernd. Samtök Kristínar eru sögð miðla röngum upplýsingum til almennings og við það eru gerðar alvarlegar athugasemdir. Mál föðurins sem sagt er frá í Fréttablaðinu í dag minnir um margt á bíómyndina Jagten sem sýnd var fyrir fullu húsi í kvikmyndahúsum í vetur. Þar var sögð saga sem byggði á sönnum atburðum. Starfsmaður leikskóla var vegna misskilnings sakaður um kynferðisbrot gegn fjölda barna. Það var næstum því tilviljun að málið fékk farsælan endi vegna misræmis í frásögn barnanna. Við tókum þá ákvörðun að birta ekki nafn föðurins sem var ranglega sakaður um kynferðisbrot gegn barni sínu í frétt Fréttablaðsins í dag. Það gerum við af tillitsemi við barnið og er sú ákvörðun í samræmi við siðareglur Fréttablaðsins. Þessi mál eru þau allra viðkvæmustu og mikilvægt er að börnin njóti vafans. Sem er einmitt það sem gerir þetta svo snúið. Þessi mál eru þannig vaxin að freistandi er að horfa í aðra átt. Eða þannig hefur það alltaf verið. Við sem samfélag höfum alltof oft brugðist börnum sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Nú erum við hins vegar ákveðin í að rjúfa þögnina. Það er gott. Í raun alveg frábært og við eigum að halda því áfram. Við megum bara ekki fara fram úr okkur. Þannig skrifaði Hermann Stefánsson rithöfundur grein í Fréttablaðið í lok síðasta mánaðar sem vakti mikla athygli. Þar ræddi hann um samtökin Blátt áfram sem hafa einnig tekið að sér það hlutverk að rjúfa þögnina um kynferðisofbeldi gegn börnum. Þau hafa samt gengið of langt í sjónvarpsauglýsinum og hvatt okkur til að vantreysta hvert öðru. Allt gert í góðum tilgangi. Vissulega. En leiðin til heljar er vörðuð góðum ásetningi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun