Góðan daginn, Reykvíkingar Jón Gnarr borgarstjóri og borgarfulltrúar Besta flokksins skrifar 8. júní 2013 06:00 Við borgarfulltrúar Besta flokksins höfum eftirfarandi fram að færa í umræðunni sem nú fer fram um skipulagsmál í miðborginni. Landsímareiturinn í hjarta Reykjavíkur er eitt mikilvægasta svæði borgarinnar og liggur að þremur frábærum torgum, Ingólfstorgi, Víkurgarði og Austurvelli. Þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við árið 2010 hafði lengi verið óvissa um framtíðarskipulag svæðisins. Því var samþykkt að efna til alþjóðlegrar samkeppni um reitinn. Helstu niðurstöður þeirrar vinnu eru eftirfarandi: Gömul hús á svæðinu fá að standa. Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA. NASA-salurinn verður endurbyggður frá grunni og færður til fyrri glæsileika. Uppbygging á bílastæðinu við Kirkjustræti verður sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrkir því götumyndina. Byggt verður á auðum lóðum við Vallarstræti og verða þau hús lík gömlu húsunum sem fá að standa. Engar breytingar verða á Ingólfstorgi eða Austurvelli og gamli kirkjugarðurinn í Víkurgarði verður verndaður. Byggingamagn nýbygginga minnkar um rúmlega þúsund fermetra. Kvistir sem koma á þak gamla Landsímahússins verða svipaðir kvistum á Hótel Borg og munu ekki hafa nein áhrif á skuggavarp á Austurvelli. Nýbygging við Kirkjustræti skapar betri umgjörð um Austurvöll og Víkurgarð og mun ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum. Samhliða uppbyggingu verður umferð í Kvosinni endurskipulögð með hliðsjón af aukinni ferðaþjónustu. Vert er að hafa í huga að hótelrekstur skapar minni umferð en skrifstofur sem eru í húsunum núna.…og svo er það NASA Líkt og margir borgarbúar eigum við góðar minningar um tónleika á NASA. Sum okkar hafa meira að segja spilað þar og haft af því fjárhagslegan ávinning. Til þess að setja umræðuna í samhengi við sögu NASA er ekki úr vegi að rifja upp hvernig rekstur staðarins gekk. Starfsemin var á köflum stopul og fór fram fyrst og fremst um helgar, á kvöldin og að næturlagi. Yfir daginn var lokað og því fylgdi starfseminni hvorki birta né líf. Undir lokin kom þáverandi rekstraraðili að máli við núverandi borgaryfirvöld og óskaði eftir stuðningi þeirra. Þá var endanlega komið í ljós að starfsemin var ekki arðbær. Það er hugsanlegt að sveitarfélag geti séð sér hag í því að koma að rekstri slíks húss. Í tilfelli Reykjavíkurborgar er staðan sú að borgin tekur nú þegar þátt í rekstri fjölmargra staða sem auðga mannlíf og gera fjölda listamanna kleift að halda tónleika og listviðburði. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu, Listasafn Reykjavíkur, Borgarleikhúsið, Laugardalshöll, Egilshöll, Iðnó, Sjónlistamiðstöðina við Korpúlfsstaði og Tjarnarbíó. Í tilfelli NASA getum við ekki fallist á að rétt sé að verja stórfé í að koma að rekstri staðarins og kaupa fasteignir (sem reyndar eru ekki til sölu) til að ráðast í gríðarlega kostnaðarsamar endurbætur í veikri von um að einhver geti rekið þar tónleikastað. Það er núverandi borgarstjórnarmeirihluta og okkur í Besta flokknum sérstakt metnaðarmál að bjóða íbúum Reykjavíkur og gestum hennar upp á öflugt menningarlíf. En það er okkur ekki síður metnaðarmál að skila borginni og sjóðum hennar í betra horfi en þegar við tókum við. Að þessu sögðu er rétt að ítreka eina ferðina enn að til stendur að endurbyggja NASA í upprunalegri mynd skv. fyrirliggjandi tillögu. Þar verður hægt að halda tónleika, móttökur og viðburði. Hins vegar er ólíklegt að hægt verði að halda þar dansleiki fram undir morgun.…og svo er það hótelið Hugmyndir um hóteluppbyggingu á Landsímareitnum hafa verið gagnrýndar. Við erum ekki sammála þeirri gagnrýni. Ferðaþjónusta er orðin mikilvægur atvinnuvegur í borginni. Dæmi um vel heppnuð hótel, sem hafa skapað talsvert líf í miðborginni, eru Marina og Kex. Enginn ætlar sér að kæfa miðborgina með hótelum en þar er sannarlega skortur á gistirými fyrir ferðamenn. Ein birtingarmynd þess er að leiguverð hækkar vegna þess að íbúðir eru leigðar út í stórum stíl til ferðamanna.…og niðurstaðan er Að vandlega athuguðu máli eru ekki forsendur til þess að verja NASA í núverandi mynd. Vonandi er nú öllum orðið ljóst að fyrirhuguð er glæsileg uppbygging á reitnum. Samkomusalurinn verður endurgerður. Þar verður áfram tónleikahald. Við bætist hótel með veitingastöðum og verslunum á neðstu hæð. Uppbyggingin mun því bæta mannlífið við Landsímareitinn og í miðborginni allri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við borgarfulltrúar Besta flokksins höfum eftirfarandi fram að færa í umræðunni sem nú fer fram um skipulagsmál í miðborginni. Landsímareiturinn í hjarta Reykjavíkur er eitt mikilvægasta svæði borgarinnar og liggur að þremur frábærum torgum, Ingólfstorgi, Víkurgarði og Austurvelli. Þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við árið 2010 hafði lengi verið óvissa um framtíðarskipulag svæðisins. Því var samþykkt að efna til alþjóðlegrar samkeppni um reitinn. Helstu niðurstöður þeirrar vinnu eru eftirfarandi: Gömul hús á svæðinu fá að standa. Gamli Kvennaskólinn mun áfram prýða Austurvöll en það hús er framhlið skemmtistaðarins sem nefndur er NASA. NASA-salurinn verður endurbyggður frá grunni og færður til fyrri glæsileika. Uppbygging á bílastæðinu við Kirkjustræti verður sambærileg gömlu húsunum sunnan við götuna og styrkir því götumyndina. Byggt verður á auðum lóðum við Vallarstræti og verða þau hús lík gömlu húsunum sem fá að standa. Engar breytingar verða á Ingólfstorgi eða Austurvelli og gamli kirkjugarðurinn í Víkurgarði verður verndaður. Byggingamagn nýbygginga minnkar um rúmlega þúsund fermetra. Kvistir sem koma á þak gamla Landsímahússins verða svipaðir kvistum á Hótel Borg og munu ekki hafa nein áhrif á skuggavarp á Austurvelli. Nýbygging við Kirkjustræti skapar betri umgjörð um Austurvöll og Víkurgarð og mun ekki auka skuggavarp á útivistarsvæðum. Samhliða uppbyggingu verður umferð í Kvosinni endurskipulögð með hliðsjón af aukinni ferðaþjónustu. Vert er að hafa í huga að hótelrekstur skapar minni umferð en skrifstofur sem eru í húsunum núna.…og svo er það NASA Líkt og margir borgarbúar eigum við góðar minningar um tónleika á NASA. Sum okkar hafa meira að segja spilað þar og haft af því fjárhagslegan ávinning. Til þess að setja umræðuna í samhengi við sögu NASA er ekki úr vegi að rifja upp hvernig rekstur staðarins gekk. Starfsemin var á köflum stopul og fór fram fyrst og fremst um helgar, á kvöldin og að næturlagi. Yfir daginn var lokað og því fylgdi starfseminni hvorki birta né líf. Undir lokin kom þáverandi rekstraraðili að máli við núverandi borgaryfirvöld og óskaði eftir stuðningi þeirra. Þá var endanlega komið í ljós að starfsemin var ekki arðbær. Það er hugsanlegt að sveitarfélag geti séð sér hag í því að koma að rekstri slíks húss. Í tilfelli Reykjavíkurborgar er staðan sú að borgin tekur nú þegar þátt í rekstri fjölmargra staða sem auðga mannlíf og gera fjölda listamanna kleift að halda tónleika og listviðburði. Má þar nefna tónlistar- og ráðstefnuhöllina Hörpu, Listasafn Reykjavíkur, Borgarleikhúsið, Laugardalshöll, Egilshöll, Iðnó, Sjónlistamiðstöðina við Korpúlfsstaði og Tjarnarbíó. Í tilfelli NASA getum við ekki fallist á að rétt sé að verja stórfé í að koma að rekstri staðarins og kaupa fasteignir (sem reyndar eru ekki til sölu) til að ráðast í gríðarlega kostnaðarsamar endurbætur í veikri von um að einhver geti rekið þar tónleikastað. Það er núverandi borgarstjórnarmeirihluta og okkur í Besta flokknum sérstakt metnaðarmál að bjóða íbúum Reykjavíkur og gestum hennar upp á öflugt menningarlíf. En það er okkur ekki síður metnaðarmál að skila borginni og sjóðum hennar í betra horfi en þegar við tókum við. Að þessu sögðu er rétt að ítreka eina ferðina enn að til stendur að endurbyggja NASA í upprunalegri mynd skv. fyrirliggjandi tillögu. Þar verður hægt að halda tónleika, móttökur og viðburði. Hins vegar er ólíklegt að hægt verði að halda þar dansleiki fram undir morgun.…og svo er það hótelið Hugmyndir um hóteluppbyggingu á Landsímareitnum hafa verið gagnrýndar. Við erum ekki sammála þeirri gagnrýni. Ferðaþjónusta er orðin mikilvægur atvinnuvegur í borginni. Dæmi um vel heppnuð hótel, sem hafa skapað talsvert líf í miðborginni, eru Marina og Kex. Enginn ætlar sér að kæfa miðborgina með hótelum en þar er sannarlega skortur á gistirými fyrir ferðamenn. Ein birtingarmynd þess er að leiguverð hækkar vegna þess að íbúðir eru leigðar út í stórum stíl til ferðamanna.…og niðurstaðan er Að vandlega athuguðu máli eru ekki forsendur til þess að verja NASA í núverandi mynd. Vonandi er nú öllum orðið ljóst að fyrirhuguð er glæsileg uppbygging á reitnum. Samkomusalurinn verður endurgerður. Þar verður áfram tónleikahald. Við bætist hótel með veitingastöðum og verslunum á neðstu hæð. Uppbyggingin mun því bæta mannlífið við Landsímareitinn og í miðborginni allri.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun