Innlent

Tækifæri í óheillaþróun

óká skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ræðir við blaðamann á Alþjóðaviðskiptadegi Maine síðasta föstudag.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ræðir við blaðamann á Alþjóðaviðskiptadegi Maine síðasta föstudag. Mynd/Forsetaembættið

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fjallaði um bráðnun íss á Norðurskautinu í erindi sem hann flutti á Alþjóðaviðskiptadegi Maine í Portland síðasta föstudag.

Bangor Daily News hefur eftir forsetanum að Main gæti orðið umskipunarhöfn fyrir Norður-Ameríku. Flutningur á aðalskrifstofu Eimskips í Bandaríkjunum til Portland fyrr á árinu sýndi að þróunin væri þegar í þessa átt.

Um leið er haft eftir Perry Newman, forstjóra Atlantica Group og fyrrverandi forstjóra Alþjóðaviðskiptaráðs Maine, að margvíslegra endurbóta væri þörf áður en komið yrði þar upp risahöfn. Um leið fagnaði hann hugmyndaauðgi forsetans, að sjá tækifæri í þeirri óheillavænlegu þróun sem hlýnun jarðar væri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×