Upptökur í 600 ára kastala Freyr Bjarnason skrifar 30. maí 2013 06:00 Jóhann hefur gefið út sína þriðju plötu, Headphones. fréttablaðið/anton Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar. „Það snýst aðallega um hvernig manni líður þarna. Þetta er alveg magnaður staður.“ Jóhann kom fyrst í kastalann fyrir þremur árum þegar hann tók þátt í lagahöfundabúðum með tónlistarmönnum frá Skandinavíu og Austin í Texas. Þar áttu þeir að semja tónleikaprógramm fyrir Spot-tónlistarhátíðina í Danmörku. Einn kollegi hans frá Texas heitir Danny Malone og þeir fóru saman í tónleikaferð um Bandaríkin í fyrra. Fyrsta smáskífulag plötunnar, No Need to Hesitate, var á lista yfir tuttugu bestu lög ársins 2012 hjá veftímaritinu Rjóminn.is og útvarpsþætti vefsíðunnar Straum.is. Headphones er persónuleg indíplata með rafmögnuðu ívafi. Hún kemur aðeins út í 200 númeruðum eintökum. Hægt verður að kaupa plötuna í öllum helstu plötubúðum og í gegnum vefsíðuna johannkristinsson.bandcamp.com. Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þriðja plata Jóhanns Kristinssonar, Headphones, var að hluta til tekin upp í 600 ára gömlum kastala í Engelsholm í Danmörku. „Ég kom mér upp hljóðnemum þarna en þessi kastali er notaður sem listalýðháskóli í Danmörku,“ segir Jóhann. Lagið Typewriter var tekið upp í kastalanum og Jóhann segir andrúmsloftið þar öðruvísi en annars staðar. „Það snýst aðallega um hvernig manni líður þarna. Þetta er alveg magnaður staður.“ Jóhann kom fyrst í kastalann fyrir þremur árum þegar hann tók þátt í lagahöfundabúðum með tónlistarmönnum frá Skandinavíu og Austin í Texas. Þar áttu þeir að semja tónleikaprógramm fyrir Spot-tónlistarhátíðina í Danmörku. Einn kollegi hans frá Texas heitir Danny Malone og þeir fóru saman í tónleikaferð um Bandaríkin í fyrra. Fyrsta smáskífulag plötunnar, No Need to Hesitate, var á lista yfir tuttugu bestu lög ársins 2012 hjá veftímaritinu Rjóminn.is og útvarpsþætti vefsíðunnar Straum.is. Headphones er persónuleg indíplata með rafmögnuðu ívafi. Hún kemur aðeins út í 200 númeruðum eintökum. Hægt verður að kaupa plötuna í öllum helstu plötubúðum og í gegnum vefsíðuna johannkristinsson.bandcamp.com.
Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira