Réttir eigendur taldir missa af Vatnsendafé 27. maí 2013 07:00 Á meðan afkomendur Sigurðar Hjaltested takast á um eignarhaldið á Vatnsenda heldur Kópavogsbær áfram að gera upp greiðslur til ábúandans í samræmi við samkomulag þar um. „Ég vil þetta allt upp á borðið,? segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, um uppgreiðslu bæjarsjóðs á skuldabréfum sem gefin voru út í tengslum við eignarnám á hluta Vatnsendalandsins. Guðríður, ásamt Hjálmari Hjálmarssyni, bæjarfulltrúa Næst besta flokksins, óskaði í bæjarráði eftir svari við því hvers vegna Kópavogsbær hafi í desember síðastliðnum greitt upp skuldabréf vegna eignarnámsins þótt afborgarnir væru ekki komnar á gjalddaga. Annað bréfið hafi ekki átt að borgast endanlega upp fyrr en árið 2015. „Þessi gjörningur vekur athygli þar sem Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2012 að ábúandi á Vatnsenda væri ekki réttur eigandi jarðarinnar,“ segir í fyrirspurn Guðríðar og Hjálmars. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn um að ábúandinn, Þorsteinn Hjaltested, væri ekki eigandi Vatnsenda heldur dánarbú afa hans, Sigurðar Hjaltested. Um var að ræða uppgreiðslur á tveimur skuldabréfum sem gefin voru út 1998 og 2000 til fimmtán ára, samtals hátt í 300 milljónir króna. Bærinn greiddi 75 milljónir í desember. Guðríður segir að þar af hafi 30 milljónir ekki verið komnar á gjalddaga. „Þetta lán var á miklu hærri vöxtum en við erum annars að greiða. Það er einfaldlega hluti af fjárstýringu bæjarins að greiða upp slík lán,“ útskýrir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Bréfin hafi borið 6 prósent verðtryggða vexti en bænum bjóðist nú 3 prósent vextir. Svar frá fjármálastjóra bæjarins verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs. „Undirrituð furðar sig á því að þegar eignarhald á Vatnsenda er óljóst skuli hafa verið tekin ákvörðun um að greiða upp eftirstöðvar af umræddum skuldabréfum og þannig komið í veg fyrir að réttmætir eigendur jarðarinnar fái þó þær greiðslur sem enn á eftir að inna af hendi vegna fyrri eignarnáma,“ segir í fyrirspurninni. „Ég vil fá skýringar á því hver tekur þessa ákvörðun, af hverju og hvers vegna hún er ekki lögð fyrir bæjarráð,“ segir Guðríður. „Ef þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin væru enn útistandandi 30 milljónir af þessu bréfi og menn hefðu getað tekist á um hvort þær ættu að renna inn í dánarbúið. Nú virðist eiginlega búið að koma þessum peningum í skjól.“ Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
„Ég vil þetta allt upp á borðið,? segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, um uppgreiðslu bæjarsjóðs á skuldabréfum sem gefin voru út í tengslum við eignarnám á hluta Vatnsendalandsins. Guðríður, ásamt Hjálmari Hjálmarssyni, bæjarfulltrúa Næst besta flokksins, óskaði í bæjarráði eftir svari við því hvers vegna Kópavogsbær hafi í desember síðastliðnum greitt upp skuldabréf vegna eignarnámsins þótt afborgarnir væru ekki komnar á gjalddaga. Annað bréfið hafi ekki átt að borgast endanlega upp fyrr en árið 2015. „Þessi gjörningur vekur athygli þar sem Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu í nóvember 2012 að ábúandi á Vatnsenda væri ekki réttur eigandi jarðarinnar,“ segir í fyrirspurn Guðríðar og Hjálmars. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn um að ábúandinn, Þorsteinn Hjaltested, væri ekki eigandi Vatnsenda heldur dánarbú afa hans, Sigurðar Hjaltested. Um var að ræða uppgreiðslur á tveimur skuldabréfum sem gefin voru út 1998 og 2000 til fimmtán ára, samtals hátt í 300 milljónir króna. Bærinn greiddi 75 milljónir í desember. Guðríður segir að þar af hafi 30 milljónir ekki verið komnar á gjalddaga. „Þetta lán var á miklu hærri vöxtum en við erum annars að greiða. Það er einfaldlega hluti af fjárstýringu bæjarins að greiða upp slík lán,“ útskýrir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri. Bréfin hafi borið 6 prósent verðtryggða vexti en bænum bjóðist nú 3 prósent vextir. Svar frá fjármálastjóra bæjarins verði lagt fram á næsta fundi bæjarráðs. „Undirrituð furðar sig á því að þegar eignarhald á Vatnsenda er óljóst skuli hafa verið tekin ákvörðun um að greiða upp eftirstöðvar af umræddum skuldabréfum og þannig komið í veg fyrir að réttmætir eigendur jarðarinnar fái þó þær greiðslur sem enn á eftir að inna af hendi vegna fyrri eignarnáma,“ segir í fyrirspurninni. „Ég vil fá skýringar á því hver tekur þessa ákvörðun, af hverju og hvers vegna hún er ekki lögð fyrir bæjarráð,“ segir Guðríður. „Ef þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin væru enn útistandandi 30 milljónir af þessu bréfi og menn hefðu getað tekist á um hvort þær ættu að renna inn í dánarbúið. Nú virðist eiginlega búið að koma þessum peningum í skjól.“
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira