Hluti sakborninga játar aðild að amfetamínsmygli Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. maí 2013 09:00 Sakborningar í stóru fíkniefnamáli sem upplýst var um í janúar hylja andlit sín áður en mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Sjö menn sem eru sakaðir um skipulagningu og aðild að smygli á tæpum 19,5 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa í janúar síðastliðnum ýmist játuðu eða neituðu sök fyrir dómi í gær. Reynt var að smygla efnunum í pósti frá Danmörku. Mál á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og aðild að slíku broti var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, en það er með umfangsmestu smyglmálum sem hér hafa upp komið. Af mönnunum sjö hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og voru færðir fyrir dóminn í járnum. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Íslendingarnir eru sagðir hafa staðið fyrir smyglinu á amfetamíninu, en að auki er Dainius ákærður fyrir hlutdeild í því broti, með því að hafa aðstoðað við flutning á fíkniefnunum til sendingar til Íslands á pósthús í Danmörku. Símon Páll játar sök í smyglmálinu, en neitar því þó að hafa lagt á ráðin um smyglið. Jónas Fannar neitar sök samkvæmt lýsingu í ákæru, en játar þó hlutdeild að brotinu. Þá neitar hann að hafa átt þátt í smyglinu á amfetamínbasanum. Jón Baldur neitar alfarið sök hvað smyglið varðar, en játar að hafa átt gramm af hassi, smáræði af marijúana og tæpt hálft gramm af alsælu sem hald var lagt á við húsleit hjá honum. Dainius og Darius neita báður öllum sakargiftum varðandi smyglið, hvort heldur sem það snýr að amfetamíninu eða amfetamínbasanum. Yngstu sakborningarnir tveir, á 24. og 23. aldursári, sem ekki voru í gæsluvarðhaldi játuðu báðir aðild sína að málinu í héraðsdómi í gær. Þeir voru, hvor í sínu lagi, sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendinguna frá Danmörku. Símon Páll og Jónas Fannar, sem játuðu brot sín að hluta, hafna báðir kröfu ákæruvaldsins um upptöku varnings og efna sem lögregla gerði upptæk hjá þeim við handtöku í janúarlok. Gerð var krafa um upptöku á trékylfu, hafnaboltakylfu og öxi, auk testosteron-stungulyfs, hjá Símoni Páli og sterastungulyfjum hjá Jónasi Fannari, testosteroni, trenboloni, nandroloni og sustanoni. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari dæmir í málinu, en áætlað er að aðalmeðferð í því fari fram 30. og 31. þessa mánaðar. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Sjö menn sem eru sakaðir um skipulagningu og aðild að smygli á tæpum 19,5 kílóum af amfetamíni og 1,7 lítrum af amfetamínbasa í janúar síðastliðnum ýmist játuðu eða neituðu sök fyrir dómi í gær. Reynt var að smygla efnunum í pósti frá Danmörku. Mál á hendur mönnunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og aðild að slíku broti var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, en það er með umfangsmestu smyglmálum sem hér hafa upp komið. Af mönnunum sjö hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar og voru færðir fyrir dóminn í járnum. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Íslendingarnir eru sagðir hafa staðið fyrir smyglinu á amfetamíninu, en að auki er Dainius ákærður fyrir hlutdeild í því broti, með því að hafa aðstoðað við flutning á fíkniefnunum til sendingar til Íslands á pósthús í Danmörku. Símon Páll játar sök í smyglmálinu, en neitar því þó að hafa lagt á ráðin um smyglið. Jónas Fannar neitar sök samkvæmt lýsingu í ákæru, en játar þó hlutdeild að brotinu. Þá neitar hann að hafa átt þátt í smyglinu á amfetamínbasanum. Jón Baldur neitar alfarið sök hvað smyglið varðar, en játar að hafa átt gramm af hassi, smáræði af marijúana og tæpt hálft gramm af alsælu sem hald var lagt á við húsleit hjá honum. Dainius og Darius neita báður öllum sakargiftum varðandi smyglið, hvort heldur sem það snýr að amfetamíninu eða amfetamínbasanum. Yngstu sakborningarnir tveir, á 24. og 23. aldursári, sem ekki voru í gæsluvarðhaldi játuðu báðir aðild sína að málinu í héraðsdómi í gær. Þeir voru, hvor í sínu lagi, sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendinguna frá Danmörku. Símon Páll og Jónas Fannar, sem játuðu brot sín að hluta, hafna báðir kröfu ákæruvaldsins um upptöku varnings og efna sem lögregla gerði upptæk hjá þeim við handtöku í janúarlok. Gerð var krafa um upptöku á trékylfu, hafnaboltakylfu og öxi, auk testosteron-stungulyfs, hjá Símoni Páli og sterastungulyfjum hjá Jónasi Fannari, testosteroni, trenboloni, nandroloni og sustanoni. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari dæmir í málinu, en áætlað er að aðalmeðferð í því fari fram 30. og 31. þessa mánaðar.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira