Gerðu myndband fyrir vinsæla danska sveit Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. maí 2013 11:00 „Þeir höfðu samband við okkur og við ákváðum að gera myndband á Íslandi enda eru þeir aðdáendur landsins,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og leikstjóri, sem í samvinnu við kærasta sinn, Þorbjörn Ingason, gerði myndband fyrir hina vinsælu dönsku hljómsveit Reptile Youth. Myndbandið var tekið upp um áramótin á Íslandi þar sem íslensk náttúra leikur stórt hlutverk ásamt hljómsveitinni og fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Myndbandið, sem er við lagið Fear, hefur vakið athygli erlendra miðla á borð við Nylon Magazine, Euroman, ID Magazine og Vice Magazine en það var frumsýnt á mánudagskvöldið. „Það er gaman hversu mikla athygli þetta vekur en hljómsveitin er mjög vinsæl hérna í Danmörku,“ segir Ellen. Þau Þorbjörn mynda teymið Narvi Creative og er meðal annars með vinsælt myndband sveitarinnar GusGus við lagið Over á ferilskránni. Þau fluttu til Kaupmannahafnar síðasta haust en ásamt því að vera í Narva Creative starfar Þorbjörn hjá hönnunarskrifstofunni Thank You og Ellen er að koma sér áfram sem stílisti í Kaupmannahöfn. „Okkur hefur gengið vel að koma okkur áfram hér og þetta myndband á örugglega eftir að opna einhverjar dyr. Tísku-og tónlistarsenan hér er stór og í augnablikinu er Kaupmannahöfn staðurinn fyrir okkur.“ Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þeir höfðu samband við okkur og við ákváðum að gera myndband á Íslandi enda eru þeir aðdáendur landsins,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og leikstjóri, sem í samvinnu við kærasta sinn, Þorbjörn Ingason, gerði myndband fyrir hina vinsælu dönsku hljómsveit Reptile Youth. Myndbandið var tekið upp um áramótin á Íslandi þar sem íslensk náttúra leikur stórt hlutverk ásamt hljómsveitinni og fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Myndbandið, sem er við lagið Fear, hefur vakið athygli erlendra miðla á borð við Nylon Magazine, Euroman, ID Magazine og Vice Magazine en það var frumsýnt á mánudagskvöldið. „Það er gaman hversu mikla athygli þetta vekur en hljómsveitin er mjög vinsæl hérna í Danmörku,“ segir Ellen. Þau Þorbjörn mynda teymið Narvi Creative og er meðal annars með vinsælt myndband sveitarinnar GusGus við lagið Over á ferilskránni. Þau fluttu til Kaupmannahafnar síðasta haust en ásamt því að vera í Narva Creative starfar Þorbjörn hjá hönnunarskrifstofunni Thank You og Ellen er að koma sér áfram sem stílisti í Kaupmannahöfn. „Okkur hefur gengið vel að koma okkur áfram hér og þetta myndband á örugglega eftir að opna einhverjar dyr. Tísku-og tónlistarsenan hér er stór og í augnablikinu er Kaupmannahöfn staðurinn fyrir okkur.“
Tónlist Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira